Kærir fjölmiðlanefnd fyrir að hlíta ekki eigin reglum Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2021 14:12 Hafliði telur það skjóta skökku við að Fjölmiðlanefnd vilji skikka þá sem reka hlaðvörp til að skrá sig sem fjölmiðla þegar Fjölmiðlanefnd telur ekki ástæðu til að gera það með sitt eigið hlaðvarp sem heitir Fjórða valdið. Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri nefndarinnar. visir/Egill/HEIÐA DÍS BJARNADÓTTIR Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri fótbolti.net, hefur sent inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna þess sem hann telur óásættanlega og mótsagnakennda framgöngu fjölmiðlanefndar. Umkvörtun Hafliða snýr að því að fjölmiðlanefnd, sem hefur velgt ýmsum sem halda úti hlaðvarpi undir uggum með því að krefjast þess að þeir skrái hlaðvarp sitt sem fjölmiðil, hafi nú sjálf stofnað til hlaðvarps. Og sé þar með komið í samkeppni við þá sem nefndin vill skilgreina sem fjölmiðla og það sem meira er; þá hafi nefndin látið undir höfuð leggjast að skrá sitt eigið hlaðvarp sem slíkt. Það er svo kaldhæðnislegt að hlaðvarp sitt hefur fjölmiðlanefnd kosið að kalla „Fjórða valdið“. Í bréfi Hafliða til Umboðsmanns er tíundað að fjölmiðlanefnd hafi það hlutverk með höndum að hafa eftirlit með fjölmiðlum hefur stofnað sinn eigin fjölmiðil í hlaðvarpi sem er út fyrir hennar hlutverk. Nefndin hafi ekki sinnt skyldum sínum að skrá þann fjölmiðil hjá Fjölmiðlanefnd. Hún hafi svo þann 25. mái síðastliðinn ráðið til starfamann úr fjölmiðlageiranum sem heldur úti hlaðvarpinu í nafni nefndarinnar. „Með þessu er nefndin komin í samkeppni um efni við fjölmiðla sem hún á að veita eftirlit og þar með komin langt út fyrir sitt hlutverk,“ segir meðal annars í bréfi Hafliða. Hafliði segir ljóst að starfsmaður sá sem heldur „Fjórða valdinu“ fyrir hönd Fjölmiðlanefndar starfi hjá nefndinni og þar með er skýrt í reglum nefndarinnar að skrá skuli hlaðvarpið sem fjölmiðil á vef hennar. „Ef nefndin hefði farið eftir eigin skilaboðum hvað þetta varðar þá hefði hún sett fordæmi og verið fyrsta hlaðvarpið á skrá hjá Fjölmiðlanefnd.“ Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Umkvörtun Hafliða snýr að því að fjölmiðlanefnd, sem hefur velgt ýmsum sem halda úti hlaðvarpi undir uggum með því að krefjast þess að þeir skrái hlaðvarp sitt sem fjölmiðil, hafi nú sjálf stofnað til hlaðvarps. Og sé þar með komið í samkeppni við þá sem nefndin vill skilgreina sem fjölmiðla og það sem meira er; þá hafi nefndin látið undir höfuð leggjast að skrá sitt eigið hlaðvarp sem slíkt. Það er svo kaldhæðnislegt að hlaðvarp sitt hefur fjölmiðlanefnd kosið að kalla „Fjórða valdið“. Í bréfi Hafliða til Umboðsmanns er tíundað að fjölmiðlanefnd hafi það hlutverk með höndum að hafa eftirlit með fjölmiðlum hefur stofnað sinn eigin fjölmiðil í hlaðvarpi sem er út fyrir hennar hlutverk. Nefndin hafi ekki sinnt skyldum sínum að skrá þann fjölmiðil hjá Fjölmiðlanefnd. Hún hafi svo þann 25. mái síðastliðinn ráðið til starfamann úr fjölmiðlageiranum sem heldur úti hlaðvarpinu í nafni nefndarinnar. „Með þessu er nefndin komin í samkeppni um efni við fjölmiðla sem hún á að veita eftirlit og þar með komin langt út fyrir sitt hlutverk,“ segir meðal annars í bréfi Hafliða. Hafliði segir ljóst að starfsmaður sá sem heldur „Fjórða valdinu“ fyrir hönd Fjölmiðlanefndar starfi hjá nefndinni og þar með er skýrt í reglum nefndarinnar að skrá skuli hlaðvarpið sem fjölmiðil á vef hennar. „Ef nefndin hefði farið eftir eigin skilaboðum hvað þetta varðar þá hefði hún sett fordæmi og verið fyrsta hlaðvarpið á skrá hjá Fjölmiðlanefnd.“
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira