Kærir fjölmiðlanefnd fyrir að hlíta ekki eigin reglum Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2021 14:12 Hafliði telur það skjóta skökku við að Fjölmiðlanefnd vilji skikka þá sem reka hlaðvörp til að skrá sig sem fjölmiðla þegar Fjölmiðlanefnd telur ekki ástæðu til að gera það með sitt eigið hlaðvarp sem heitir Fjórða valdið. Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri nefndarinnar. visir/Egill/HEIÐA DÍS BJARNADÓTTIR Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri fótbolti.net, hefur sent inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna þess sem hann telur óásættanlega og mótsagnakennda framgöngu fjölmiðlanefndar. Umkvörtun Hafliða snýr að því að fjölmiðlanefnd, sem hefur velgt ýmsum sem halda úti hlaðvarpi undir uggum með því að krefjast þess að þeir skrái hlaðvarp sitt sem fjölmiðil, hafi nú sjálf stofnað til hlaðvarps. Og sé þar með komið í samkeppni við þá sem nefndin vill skilgreina sem fjölmiðla og það sem meira er; þá hafi nefndin látið undir höfuð leggjast að skrá sitt eigið hlaðvarp sem slíkt. Það er svo kaldhæðnislegt að hlaðvarp sitt hefur fjölmiðlanefnd kosið að kalla „Fjórða valdið“. Í bréfi Hafliða til Umboðsmanns er tíundað að fjölmiðlanefnd hafi það hlutverk með höndum að hafa eftirlit með fjölmiðlum hefur stofnað sinn eigin fjölmiðil í hlaðvarpi sem er út fyrir hennar hlutverk. Nefndin hafi ekki sinnt skyldum sínum að skrá þann fjölmiðil hjá Fjölmiðlanefnd. Hún hafi svo þann 25. mái síðastliðinn ráðið til starfamann úr fjölmiðlageiranum sem heldur úti hlaðvarpinu í nafni nefndarinnar. „Með þessu er nefndin komin í samkeppni um efni við fjölmiðla sem hún á að veita eftirlit og þar með komin langt út fyrir sitt hlutverk,“ segir meðal annars í bréfi Hafliða. Hafliði segir ljóst að starfsmaður sá sem heldur „Fjórða valdinu“ fyrir hönd Fjölmiðlanefndar starfi hjá nefndinni og þar með er skýrt í reglum nefndarinnar að skrá skuli hlaðvarpið sem fjölmiðil á vef hennar. „Ef nefndin hefði farið eftir eigin skilaboðum hvað þetta varðar þá hefði hún sett fordæmi og verið fyrsta hlaðvarpið á skrá hjá Fjölmiðlanefnd.“ Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Umkvörtun Hafliða snýr að því að fjölmiðlanefnd, sem hefur velgt ýmsum sem halda úti hlaðvarpi undir uggum með því að krefjast þess að þeir skrái hlaðvarp sitt sem fjölmiðil, hafi nú sjálf stofnað til hlaðvarps. Og sé þar með komið í samkeppni við þá sem nefndin vill skilgreina sem fjölmiðla og það sem meira er; þá hafi nefndin látið undir höfuð leggjast að skrá sitt eigið hlaðvarp sem slíkt. Það er svo kaldhæðnislegt að hlaðvarp sitt hefur fjölmiðlanefnd kosið að kalla „Fjórða valdið“. Í bréfi Hafliða til Umboðsmanns er tíundað að fjölmiðlanefnd hafi það hlutverk með höndum að hafa eftirlit með fjölmiðlum hefur stofnað sinn eigin fjölmiðil í hlaðvarpi sem er út fyrir hennar hlutverk. Nefndin hafi ekki sinnt skyldum sínum að skrá þann fjölmiðil hjá Fjölmiðlanefnd. Hún hafi svo þann 25. mái síðastliðinn ráðið til starfamann úr fjölmiðlageiranum sem heldur úti hlaðvarpinu í nafni nefndarinnar. „Með þessu er nefndin komin í samkeppni um efni við fjölmiðla sem hún á að veita eftirlit og þar með komin langt út fyrir sitt hlutverk,“ segir meðal annars í bréfi Hafliða. Hafliði segir ljóst að starfsmaður sá sem heldur „Fjórða valdinu“ fyrir hönd Fjölmiðlanefndar starfi hjá nefndinni og þar með er skýrt í reglum nefndarinnar að skrá skuli hlaðvarpið sem fjölmiðil á vef hennar. „Ef nefndin hefði farið eftir eigin skilaboðum hvað þetta varðar þá hefði hún sett fordæmi og verið fyrsta hlaðvarpið á skrá hjá Fjölmiðlanefnd.“
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira