Þúsundir streyma norður og metið enn einu sinni bætt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2021 10:09 Sigurreifir Valsarar á N1-mótinu. Hlíðarendapiltar ætla sér vafalítið stóra hluti á mótinu í ár. Aðsend N1-mótið í knattspyrnu hefst á Akureyri í dag en um er að ræða einn fjölmennasta íþróttaviðburð ársins. Mótið stendur til laugardags sem fer fram í 35. skiptið. Lengi vel hét það Esso-mótið en í seinni tíð N1-mótið. Á mótinu keppa strákar á yngra og eldra ári í 5. flokki, á ellefta og tólfta aldursári. Akureyrarbær fyllist enda fylgja keppendum stuðningsmenn í formi foreldra og systkina. Veðurspá fyrir næstu daga er mjög góð og má reikna með mikilli stemmningu í miðbænum og löngum röðum í sundlaugina á Akureyri sem er einkar vinsæl meðal ungu kynslóðarinnar. Árlega eru slegin met hvað þetta vinsæla mót varðar og árið í ár er þar engin undantekning, bæði hvar varðar fjölda keppenda sem og liða. 2.144 þátttakendur eru skráðir til leiks og hafa þeir aldrei verið fleiri og það sama á við um fjölda liða, en í ár eru 216 lið skráð á mótið. N1 mótið hefur aldrei verið stærra og umfangsmeira og enn eitt árið geta ungir knattspyrnuiðkendur skráð nöfn sín á spjöld sögunnar. Knattspyrnufélag Akureyrar stendur að mótinu en fyrstu leikir hefjast í hádeginu klukkan 12. Leikjaplanið er klárt en spilað er á átján völlum, langflestum á svæði KA í Lundahverfinu. „Það er mikil tilhlökkun hjá okkur í KA fyrir mótinu, rétt eins og fyrri ár, enda er N1 mótið einn af hápunktum sumarsins hjá félaginu og við hlökkum til að taka á móti strákunum og aðstandendum þeirra. Fátt setur sterkari svip á Akureyri en einmitt þegar mörg hundruð keppendur á N1 mótinu mæta til leiks og gleðin og fögnin yfirgnæfa allt annað. Það eru forréttindi að fá að hafa umsjón með þessu frábæra móti og samstarfið við N1, þjálfara, aðstandendur og að sjálfsögðu keppendurna sjálfa er alltaf jafn gott. Það þarf varla að taka það fram, en ég geri það samt, að minna alla á að taka myndir af drengjunum og merkja með #n1mótið á samfélagsmiðlum og halda þannig áfram að skrá þannig knattspyrnusöguna,” segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í tilkynningu. „N1 mótið er alltaf eitthvað sem fyllir okkur hjá N1 stolti, gleði og ánægju og við vitum að framundan eru frábærir dagar þar sem allir munu skemmta sér vel. Við erum afar ánægð með samstarfið við KA, enda undirbúningur allur og umgjörð mótsins með besta móti hjá þessu rótgróna félagi. N1 mun halda áfram, sem fyrr, að styðja grasrótarstarf bæði stráka og stelpna um land allt og hlökkum til að sjá enn eina kynslóðina hefja leik á þessu frábæra móti meðan við öll fyllum sumarið af fjöri,” segir Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar og stafrænnar þróunar hjá N1. Lúðvík Gunnarsson, yfirmaður Hæfileikamótunar KSÍ og N1, mætir á mótið til að fylgjast með þátttakendum. Má reikna með því að margir eigi eftir að reyna að láta ljós sitt skína vitandi af honum á hliðarlínunni. Íþróttir barna Akureyri Tengdar fréttir „Strákurinn minn mun spila með landsliðinu eftir tíu ár og þá munt þú grjóthalda kjafti!“ „Hvað ertu að gera maður? Dúndr'onum í burtu? Dekka! Bakka! Skjóttu, nei gefðu, skjóttu, já skjóttu, æi af hverju gafstu hann ekki?“ 29. júní 2021 09:01 Fótboltasjúkir foreldrar í Vestmannaeyjum Snemma í júní fyllist Heimaey í fyrsta skipti af nokkrum yfir sumarið þegar ellefu og tólf ára stelpur etja kappi í fótbolta. Foreldrar og forráðamenn fjölmenna, gisting bókast upp í bænum og starfsfólk veitingahúsa þarf að hafa sig allt við að koma mat og drykk í skarann. Krakkarnir skemmta sér en foreldrarnir ekki síður. Nýliðið mót er það fjölmennasta sem haldið hefur verið í Eyjum. 14. júní 2021 13:33 Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Fleiri fréttir VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Sjá meira
Á mótinu keppa strákar á yngra og eldra ári í 5. flokki, á ellefta og tólfta aldursári. Akureyrarbær fyllist enda fylgja keppendum stuðningsmenn í formi foreldra og systkina. Veðurspá fyrir næstu daga er mjög góð og má reikna með mikilli stemmningu í miðbænum og löngum röðum í sundlaugina á Akureyri sem er einkar vinsæl meðal ungu kynslóðarinnar. Árlega eru slegin met hvað þetta vinsæla mót varðar og árið í ár er þar engin undantekning, bæði hvar varðar fjölda keppenda sem og liða. 2.144 þátttakendur eru skráðir til leiks og hafa þeir aldrei verið fleiri og það sama á við um fjölda liða, en í ár eru 216 lið skráð á mótið. N1 mótið hefur aldrei verið stærra og umfangsmeira og enn eitt árið geta ungir knattspyrnuiðkendur skráð nöfn sín á spjöld sögunnar. Knattspyrnufélag Akureyrar stendur að mótinu en fyrstu leikir hefjast í hádeginu klukkan 12. Leikjaplanið er klárt en spilað er á átján völlum, langflestum á svæði KA í Lundahverfinu. „Það er mikil tilhlökkun hjá okkur í KA fyrir mótinu, rétt eins og fyrri ár, enda er N1 mótið einn af hápunktum sumarsins hjá félaginu og við hlökkum til að taka á móti strákunum og aðstandendum þeirra. Fátt setur sterkari svip á Akureyri en einmitt þegar mörg hundruð keppendur á N1 mótinu mæta til leiks og gleðin og fögnin yfirgnæfa allt annað. Það eru forréttindi að fá að hafa umsjón með þessu frábæra móti og samstarfið við N1, þjálfara, aðstandendur og að sjálfsögðu keppendurna sjálfa er alltaf jafn gott. Það þarf varla að taka það fram, en ég geri það samt, að minna alla á að taka myndir af drengjunum og merkja með #n1mótið á samfélagsmiðlum og halda þannig áfram að skrá þannig knattspyrnusöguna,” segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í tilkynningu. „N1 mótið er alltaf eitthvað sem fyllir okkur hjá N1 stolti, gleði og ánægju og við vitum að framundan eru frábærir dagar þar sem allir munu skemmta sér vel. Við erum afar ánægð með samstarfið við KA, enda undirbúningur allur og umgjörð mótsins með besta móti hjá þessu rótgróna félagi. N1 mun halda áfram, sem fyrr, að styðja grasrótarstarf bæði stráka og stelpna um land allt og hlökkum til að sjá enn eina kynslóðina hefja leik á þessu frábæra móti meðan við öll fyllum sumarið af fjöri,” segir Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar og stafrænnar þróunar hjá N1. Lúðvík Gunnarsson, yfirmaður Hæfileikamótunar KSÍ og N1, mætir á mótið til að fylgjast með þátttakendum. Má reikna með því að margir eigi eftir að reyna að láta ljós sitt skína vitandi af honum á hliðarlínunni.
Íþróttir barna Akureyri Tengdar fréttir „Strákurinn minn mun spila með landsliðinu eftir tíu ár og þá munt þú grjóthalda kjafti!“ „Hvað ertu að gera maður? Dúndr'onum í burtu? Dekka! Bakka! Skjóttu, nei gefðu, skjóttu, já skjóttu, æi af hverju gafstu hann ekki?“ 29. júní 2021 09:01 Fótboltasjúkir foreldrar í Vestmannaeyjum Snemma í júní fyllist Heimaey í fyrsta skipti af nokkrum yfir sumarið þegar ellefu og tólf ára stelpur etja kappi í fótbolta. Foreldrar og forráðamenn fjölmenna, gisting bókast upp í bænum og starfsfólk veitingahúsa þarf að hafa sig allt við að koma mat og drykk í skarann. Krakkarnir skemmta sér en foreldrarnir ekki síður. Nýliðið mót er það fjölmennasta sem haldið hefur verið í Eyjum. 14. júní 2021 13:33 Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Fleiri fréttir VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Sjá meira
„Strákurinn minn mun spila með landsliðinu eftir tíu ár og þá munt þú grjóthalda kjafti!“ „Hvað ertu að gera maður? Dúndr'onum í burtu? Dekka! Bakka! Skjóttu, nei gefðu, skjóttu, já skjóttu, æi af hverju gafstu hann ekki?“ 29. júní 2021 09:01
Fótboltasjúkir foreldrar í Vestmannaeyjum Snemma í júní fyllist Heimaey í fyrsta skipti af nokkrum yfir sumarið þegar ellefu og tólf ára stelpur etja kappi í fótbolta. Foreldrar og forráðamenn fjölmenna, gisting bókast upp í bænum og starfsfólk veitingahúsa þarf að hafa sig allt við að koma mat og drykk í skarann. Krakkarnir skemmta sér en foreldrarnir ekki síður. Nýliðið mót er það fjölmennasta sem haldið hefur verið í Eyjum. 14. júní 2021 13:33