Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júní 2021 10:43 Kristján Oddsson, framkvæmdastjóri Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuborgarsvæðinu. Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. Vísir hefur greint frá því að framkvæmdastjóri Samhæfingarstöðvarinnar, Kristján Oddsson, hafi neitað að rannsaka sýni, bæði í samskiptum við kvensjúkdómalækna og sjúklinga. Í tilkynningunni á síðunni kemur ekkert fram um það hvað verður um þau sýni sem ekki eru rannsökuð en á Íslandi gilda lög um varðveislu lífsýna. Vísir hefur sent Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, erindi þar sem spurt er hvað verður um þau sýni sem eru ekki send áfram á rannsóknarstofuna í Danmörku. Eru engin einkennasýni rannsökuð? Sum af þeim sýnum sem Kristján hefur neitað að rannsaka eru svokölluð einkennasýni en þau falla ekki undir svokallaða lýðgrundaða skimun sem heyrir undir Samhæfingarmiðstöðina. Enginn annar farvegur er þó til fyrir þau nema um miðstöðina, þar sem ekki hefur verið samið við aðra aðila um frumusýnarannsóknir en rannsóknarstofuna í Danmörku. Vísir birti fyrr í vikunni viðtal við Karen Evu Helgudóttur, sem fékk að vita að sýnið hennar yrði ekki rannsakað þrátt fyrir að hún væri búin að vera með einkenni frá leghálsi. Aðrir miðlar hafa síðan greint frá því að Kristján hafi hringt í Karen og tjáð henni að læknar ættu ekki að taka strok frá leghálsinum þegar um einkenni væri að ræða heldur senda konur í leghálsspeglun. Í tilkynningunni á vef heilsugæslunnar segir: „Skimun fyrir krabbameini í leghálsi er boð fyrir konur án einkenna. Mikilvægt er að konum með einkenni sé vísað í greiningarferli þar sem leitað er að orsök einkenna.“ Ekki er talað um hvað felist í umræddu ferli en ekki er hægt að lesa annað úr þessu en að Samhæfingarstöðin, og þar með heilsugæslan, telji það ekki sitt hlutverk að láta rannsaka einkennasýni. Í fyrirspurn Vísis til heilsugæslunnar er einnig spurt um þetta atriði. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. 29. júní 2021 23:00 Segir kerfið virðast svo stíft að það taki yfir læknisfræðina Fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands vill að læknar fái ákveða sjálfir hvort leghálssýni sjúklinga þeirra verði tekin til rannsóknar eða ekki. Hann segir kerfið alltof stíft og farið að taka yfir læknisfræðina. 26. júní 2021 20:47 Heilbrigðisráðuneytið vill engu svara um leghálssýnarannsóknir Heilbrigðisráðuneytið segist ekki getað svarað því hvort breytinga sé að vænta varðandi framtíðarfyrirkomulag rannsókna á leghálssýnum í tengslum við skimun eftir leghálskrabbameini. 16. júní 2021 13:33 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Vísir hefur greint frá því að framkvæmdastjóri Samhæfingarstöðvarinnar, Kristján Oddsson, hafi neitað að rannsaka sýni, bæði í samskiptum við kvensjúkdómalækna og sjúklinga. Í tilkynningunni á síðunni kemur ekkert fram um það hvað verður um þau sýni sem ekki eru rannsökuð en á Íslandi gilda lög um varðveislu lífsýna. Vísir hefur sent Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, erindi þar sem spurt er hvað verður um þau sýni sem eru ekki send áfram á rannsóknarstofuna í Danmörku. Eru engin einkennasýni rannsökuð? Sum af þeim sýnum sem Kristján hefur neitað að rannsaka eru svokölluð einkennasýni en þau falla ekki undir svokallaða lýðgrundaða skimun sem heyrir undir Samhæfingarmiðstöðina. Enginn annar farvegur er þó til fyrir þau nema um miðstöðina, þar sem ekki hefur verið samið við aðra aðila um frumusýnarannsóknir en rannsóknarstofuna í Danmörku. Vísir birti fyrr í vikunni viðtal við Karen Evu Helgudóttur, sem fékk að vita að sýnið hennar yrði ekki rannsakað þrátt fyrir að hún væri búin að vera með einkenni frá leghálsi. Aðrir miðlar hafa síðan greint frá því að Kristján hafi hringt í Karen og tjáð henni að læknar ættu ekki að taka strok frá leghálsinum þegar um einkenni væri að ræða heldur senda konur í leghálsspeglun. Í tilkynningunni á vef heilsugæslunnar segir: „Skimun fyrir krabbameini í leghálsi er boð fyrir konur án einkenna. Mikilvægt er að konum með einkenni sé vísað í greiningarferli þar sem leitað er að orsök einkenna.“ Ekki er talað um hvað felist í umræddu ferli en ekki er hægt að lesa annað úr þessu en að Samhæfingarstöðin, og þar með heilsugæslan, telji það ekki sitt hlutverk að láta rannsaka einkennasýni. Í fyrirspurn Vísis til heilsugæslunnar er einnig spurt um þetta atriði.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. 29. júní 2021 23:00 Segir kerfið virðast svo stíft að það taki yfir læknisfræðina Fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands vill að læknar fái ákveða sjálfir hvort leghálssýni sjúklinga þeirra verði tekin til rannsóknar eða ekki. Hann segir kerfið alltof stíft og farið að taka yfir læknisfræðina. 26. júní 2021 20:47 Heilbrigðisráðuneytið vill engu svara um leghálssýnarannsóknir Heilbrigðisráðuneytið segist ekki getað svarað því hvort breytinga sé að vænta varðandi framtíðarfyrirkomulag rannsókna á leghálssýnum í tengslum við skimun eftir leghálskrabbameini. 16. júní 2021 13:33 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. 29. júní 2021 23:00
Segir kerfið virðast svo stíft að það taki yfir læknisfræðina Fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands vill að læknar fái ákveða sjálfir hvort leghálssýni sjúklinga þeirra verði tekin til rannsóknar eða ekki. Hann segir kerfið alltof stíft og farið að taka yfir læknisfræðina. 26. júní 2021 20:47
Heilbrigðisráðuneytið vill engu svara um leghálssýnarannsóknir Heilbrigðisráðuneytið segist ekki getað svarað því hvort breytinga sé að vænta varðandi framtíðarfyrirkomulag rannsókna á leghálssýnum í tengslum við skimun eftir leghálskrabbameini. 16. júní 2021 13:33