Sérstæð röksemdafærsla Heiðrúnar Daði Már Kristófersson skrifar 30. júní 2021 13:00 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur skrifað margar ágætar greinar um sjávarútveg. Grein hennar á Vísi í gær er því miður ekki ein af þeim þar sem hún er uppfull af hálfsannleik og útúrsnúningum. Sú útfærsla samningaleiðar sem Viðreisn hefur lagt til gerir ráð fyrir úthlutun veiðiheimilda til lengri tíma með einkaréttarlegum samningum. Það er grundvallarskoðun Viðreisnar að fyrirsjáanleiki sé forsenda arðbærs sjávarútvegs. Reynsla Færeyinga er þar víti til varnaðar, ekki fyrirmynd eins og Heiðrún gefur til kynna. Ef nýtingarsamningarnir eru til langs tíma yrði einungis brot þessara heimilda yrði selt á hverju ári. Einkaréttarlegir nýtingarsamningarnir eru varðir af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Kostir þessarar lausnar er óumdeilanlega sanngjarnt veiðigjald, enda ákveður útgerðin það sjálf á markaði, og að pólitískri óvissu um framtíð kvótakerfisins yrði eytt fyrir útgerðina. Að öðru leyti yrði fiskveiðistjórnunarkerfið óbreytt. Athugasemdir mínar við grein Heiðrúnar eru eftirfarandi: Sala aflaheimilda í Færeyjum er ekki fyrirmynd, heldur víti til varnaðar. Þar var umgjörðin óljós og heimildirnar til of skamms tíma. Heiðrún bendir á gagnrýni hagfræðinga á gjaldtöku í sjávarútvegi. Mikilvægt atriði vantar þó í röksemdafærsluna. Einhvern veginn þarf að fjármagna þann samrekstur sem allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eru sammála um, til dæmis velferðarkerfið. Allflestir skattar hafa neikvæð áhrif. Spurningin er því ekki hvort veiðigjöld valdi ekki skaða heldur hvort sá skaði sé minni en skaði annarrar skattlagningar. Alþjóðastofnanir, svo sem OECD (sjá hér), mæla því með skattlagningu takmarkaðra auðlinda fremur en til dæmis tekju- eða virðisaukasköttum. Heiðrún vitnar til greiningar minnar frá 2010, greiningar sem hún virðist ekki hafa lesið. Niðurstaða greinarinnar byggir á greiningu á efnahagsreikningi útgerðarinnar 2008, sem vægast sagt var mjög veikur (ég var raunar gagnrýndur fyrir þessa nálgun, sjá hér). Sama greining í dag myndi ekki leiða til sömu niðurstöðu. Eitt ber þó að taka undir í grein Heiðrúnar. Frjálst framsal aflaheimilda leiðir til samþjöppunar þeirra hjá þeim fyrirtækjum sem mest hagnast á útgerð. Frjálst framsal hefur verið til staðar á Íslandi frá 1991 og samþjöppun aflaheimilda hefur verið umtalsverð á þeim tíma. Stærri markaður er vissulega líklegur til þess að flýta þeirri þróun. Þessi þróun er þó óumflýjanlegur fylgifiskur frjáls framsals og mun gerast óháð því hvort ríkið kemur inn á markaðinn. Ef Heiðrún er á móti samþjöppun er hún þá líka á móti frjálsu framsali? Upphæð veiðigjalda hlýtur að vera aðalatriðið. Að það sé ekki of íþyngjandi fyrir útgerðina. Útgerðir hafa verið að kaupa aflaheimildir af öðrum útgerðum áratugum saman án þess að sjávarútvegurinn hafi borið skaða af. Hvernig getur skipt máli hver það er sem selur heimildirnar? Hvernig getur innkoma ríkisins sett allt á hliðina ef allt hefur ekki þegar farið á hliðina? Aðalatriðið við innheimtu veiðigjalds með sölu aflaheimilda er því hve mikið á að selja á hverju ári, og þá einnig hve langir samningarnir eiga að vera. Þetta lykilatriði hefði Heiðrún getað nefnt. Heiðrún sjálf heldur því fram að núverandi veiðigjald nemi 33% af hagnaði. Reikna má út hve mikið af aflaheimildum þyfti að selja á hverju ári til að ná sömu tekjum. Miðað við 6% vegna ávöxtunarkröfu er niðurstaðan að rúmlega 18 ára samningar myndu skila útgerðinni sömu afkomu. Samkvæmt þessu jafngildir núverandi veiðigjald útfærslu Viðreisnar þar sem lengd samninga er 18 ár. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Viðreisn Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur skrifað margar ágætar greinar um sjávarútveg. Grein hennar á Vísi í gær er því miður ekki ein af þeim þar sem hún er uppfull af hálfsannleik og útúrsnúningum. Sú útfærsla samningaleiðar sem Viðreisn hefur lagt til gerir ráð fyrir úthlutun veiðiheimilda til lengri tíma með einkaréttarlegum samningum. Það er grundvallarskoðun Viðreisnar að fyrirsjáanleiki sé forsenda arðbærs sjávarútvegs. Reynsla Færeyinga er þar víti til varnaðar, ekki fyrirmynd eins og Heiðrún gefur til kynna. Ef nýtingarsamningarnir eru til langs tíma yrði einungis brot þessara heimilda yrði selt á hverju ári. Einkaréttarlegir nýtingarsamningarnir eru varðir af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Kostir þessarar lausnar er óumdeilanlega sanngjarnt veiðigjald, enda ákveður útgerðin það sjálf á markaði, og að pólitískri óvissu um framtíð kvótakerfisins yrði eytt fyrir útgerðina. Að öðru leyti yrði fiskveiðistjórnunarkerfið óbreytt. Athugasemdir mínar við grein Heiðrúnar eru eftirfarandi: Sala aflaheimilda í Færeyjum er ekki fyrirmynd, heldur víti til varnaðar. Þar var umgjörðin óljós og heimildirnar til of skamms tíma. Heiðrún bendir á gagnrýni hagfræðinga á gjaldtöku í sjávarútvegi. Mikilvægt atriði vantar þó í röksemdafærsluna. Einhvern veginn þarf að fjármagna þann samrekstur sem allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eru sammála um, til dæmis velferðarkerfið. Allflestir skattar hafa neikvæð áhrif. Spurningin er því ekki hvort veiðigjöld valdi ekki skaða heldur hvort sá skaði sé minni en skaði annarrar skattlagningar. Alþjóðastofnanir, svo sem OECD (sjá hér), mæla því með skattlagningu takmarkaðra auðlinda fremur en til dæmis tekju- eða virðisaukasköttum. Heiðrún vitnar til greiningar minnar frá 2010, greiningar sem hún virðist ekki hafa lesið. Niðurstaða greinarinnar byggir á greiningu á efnahagsreikningi útgerðarinnar 2008, sem vægast sagt var mjög veikur (ég var raunar gagnrýndur fyrir þessa nálgun, sjá hér). Sama greining í dag myndi ekki leiða til sömu niðurstöðu. Eitt ber þó að taka undir í grein Heiðrúnar. Frjálst framsal aflaheimilda leiðir til samþjöppunar þeirra hjá þeim fyrirtækjum sem mest hagnast á útgerð. Frjálst framsal hefur verið til staðar á Íslandi frá 1991 og samþjöppun aflaheimilda hefur verið umtalsverð á þeim tíma. Stærri markaður er vissulega líklegur til þess að flýta þeirri þróun. Þessi þróun er þó óumflýjanlegur fylgifiskur frjáls framsals og mun gerast óháð því hvort ríkið kemur inn á markaðinn. Ef Heiðrún er á móti samþjöppun er hún þá líka á móti frjálsu framsali? Upphæð veiðigjalda hlýtur að vera aðalatriðið. Að það sé ekki of íþyngjandi fyrir útgerðina. Útgerðir hafa verið að kaupa aflaheimildir af öðrum útgerðum áratugum saman án þess að sjávarútvegurinn hafi borið skaða af. Hvernig getur skipt máli hver það er sem selur heimildirnar? Hvernig getur innkoma ríkisins sett allt á hliðina ef allt hefur ekki þegar farið á hliðina? Aðalatriðið við innheimtu veiðigjalds með sölu aflaheimilda er því hve mikið á að selja á hverju ári, og þá einnig hve langir samningarnir eiga að vera. Þetta lykilatriði hefði Heiðrún getað nefnt. Heiðrún sjálf heldur því fram að núverandi veiðigjald nemi 33% af hagnaði. Reikna má út hve mikið af aflaheimildum þyfti að selja á hverju ári til að ná sömu tekjum. Miðað við 6% vegna ávöxtunarkröfu er niðurstaðan að rúmlega 18 ára samningar myndu skila útgerðinni sömu afkomu. Samkvæmt þessu jafngildir núverandi veiðigjald útfærslu Viðreisnar þar sem lengd samninga er 18 ár. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun