„Þetta er grafalvarlegt mál“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. júní 2021 14:37 Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis. VÍSIR/SIGURJÓN Á þriðja tug kvenna hafa kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna stöðu skimana fyrir leghálskrabbameini hér á landi. Umboðsmaður segir um grafalvarlegt mál að ræða og að hann fylgist grannt með stöðu mála. Um áramótin fluttust skimanir fyrir leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Óhætt er að segja að síðan þá hafi málin verið í miklum ólestri en bið eftir niðurstöðu úr leghálssýnatöku er þrír mánuði. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segir að á þriðja tug kvartana hafi borist umboðsmanni vegna málsins. Telja að brotið hafi verið á sér „Frá þá bæði konum sem telja að brotin hafi verið á sér réttur og þeirra öryggi jafnvel ógnað og síðan þá ábendingar sem eru almennar eðlis og þeirra á meðal er ábending frá félagi kvensjúkdómalækna,“ segir Skúli. Málið hafi verið til skoðunar hjá heilbrigðisráðherra og Alþingi. Skúli lítur svo á að vandinn hafi verið viðurkenndur og að verið sé að bregðast við honum. Umboðsmaður Alþingis fylgist þó áfram vel með gangi mála. Í morgun hafi hann átt fund með Ernu Bjarnadóttur forsvarsmanni Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna og Gunnari Bjarna Ragnarssyni formanni félags krabbameinslækna. „Að mínu mati er þessi fundur til marks um það að umboðsmaður tekur þetta mál alvarlega. Við höfum verið að fylgjast með málinu og erum að því og munum gera það áfram,“ segir Skúli. Heilsa kvenna í húfi Ef vandinn verði áfram til staðar og ekki brugðist við af hálfu stjórnvalda hafi umboðsmaður úrræði til að bregðast við með. „Staðan er þannig að mínu mati að það er verið að vinna að lausn vandans og þá fylgjumst við með því í hæfilegri fjarlægð og gefum stjórnvöldum svigrúm til að vinna sína vinnu.“ Málið sé grafalvarlegt. „Þetta er grafalvarlegt mál. Hér er heilsa kvenna í húfi og þetta er mikill fjöldi sýna sem við erum að tala um þannig auðvitað er ekki annað hægt að segja en að þetta sé grafalvarlegt mál,“ segir Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Umboðsmaður Alþingis Kvenheilsa Tengdar fréttir Áttu „mjög góðan“ fund með umboðsmanni „Hann hefur verið að fylgjast með málinu, er að gera það og mun gera það,“ segir Erna Bjarnadóttir, forsvarsmaður Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna, sem fundaði með Umboðsmanni Alþingis nú í morgun. 30. júní 2021 13:05 Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira
Um áramótin fluttust skimanir fyrir leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Óhætt er að segja að síðan þá hafi málin verið í miklum ólestri en bið eftir niðurstöðu úr leghálssýnatöku er þrír mánuði. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segir að á þriðja tug kvartana hafi borist umboðsmanni vegna málsins. Telja að brotið hafi verið á sér „Frá þá bæði konum sem telja að brotin hafi verið á sér réttur og þeirra öryggi jafnvel ógnað og síðan þá ábendingar sem eru almennar eðlis og þeirra á meðal er ábending frá félagi kvensjúkdómalækna,“ segir Skúli. Málið hafi verið til skoðunar hjá heilbrigðisráðherra og Alþingi. Skúli lítur svo á að vandinn hafi verið viðurkenndur og að verið sé að bregðast við honum. Umboðsmaður Alþingis fylgist þó áfram vel með gangi mála. Í morgun hafi hann átt fund með Ernu Bjarnadóttur forsvarsmanni Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna og Gunnari Bjarna Ragnarssyni formanni félags krabbameinslækna. „Að mínu mati er þessi fundur til marks um það að umboðsmaður tekur þetta mál alvarlega. Við höfum verið að fylgjast með málinu og erum að því og munum gera það áfram,“ segir Skúli. Heilsa kvenna í húfi Ef vandinn verði áfram til staðar og ekki brugðist við af hálfu stjórnvalda hafi umboðsmaður úrræði til að bregðast við með. „Staðan er þannig að mínu mati að það er verið að vinna að lausn vandans og þá fylgjumst við með því í hæfilegri fjarlægð og gefum stjórnvöldum svigrúm til að vinna sína vinnu.“ Málið sé grafalvarlegt. „Þetta er grafalvarlegt mál. Hér er heilsa kvenna í húfi og þetta er mikill fjöldi sýna sem við erum að tala um þannig auðvitað er ekki annað hægt að segja en að þetta sé grafalvarlegt mál,“ segir Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Umboðsmaður Alþingis Kvenheilsa Tengdar fréttir Áttu „mjög góðan“ fund með umboðsmanni „Hann hefur verið að fylgjast með málinu, er að gera það og mun gera það,“ segir Erna Bjarnadóttir, forsvarsmaður Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna, sem fundaði með Umboðsmanni Alþingis nú í morgun. 30. júní 2021 13:05 Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira
Áttu „mjög góðan“ fund með umboðsmanni „Hann hefur verið að fylgjast með málinu, er að gera það og mun gera það,“ segir Erna Bjarnadóttir, forsvarsmaður Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna, sem fundaði með Umboðsmanni Alþingis nú í morgun. 30. júní 2021 13:05
Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32