Þriggja ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni vinahjóna Árni Sæberg skrifar 30. júní 2021 16:16 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Vísir/Lillý Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur vina sinna. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra kemur fram að manninum var gefið að sök að hafa brotið gegn stúlkunni í minnsta kosti fimm til tíu skipti þegar hún var sjö eða átta ára gömul. Hann hafi nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnað til hans sem fjölskylduvinar. Maðurinn hafi áreitt hana kynferðislega og haft við hana önnur kynferðismök en samræði en maðurinn strauk henni ítrekað utan og innan klæða á kynfærum, rassi og baki, lét hana snerta getnaðarlim sinn og fróaði sjálfum sér á meðan. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa á ótilgreindum tíma skoðað myndir sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á netinu. Á fartölvu mannsins, sem lögregla haldlagði á heimili hans, fundust 21 slík ljósmynd í eyddum skrám. Maðurinn játaði brot sín samkvæmt öllum ákæruliðum fyrir dómi. Við ákvörðun refsingar var litið til játningar hans. Þá var litið til þess að maðurinn hefur samið um greiðslu miskabóta til brotaþola. Á hinn bóginn var einnig til þess litið að um er að ræða ítrekuð alvarleg brot gegn ungu barni, en brotaþoli var aðeins sjö eða átta ára þegar maðurinn braut gegn henni. Ákærði var fjölskylduvinur og nýtti sér traust og trúnað stúlkunnar og foreldra hennar. Þótti refsing mannsins því hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár. Þá var fartölva mannsins gerð upptæk og honum gert að greiða sakarkostnað sem nemur tæpri milljón króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra kemur fram að manninum var gefið að sök að hafa brotið gegn stúlkunni í minnsta kosti fimm til tíu skipti þegar hún var sjö eða átta ára gömul. Hann hafi nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnað til hans sem fjölskylduvinar. Maðurinn hafi áreitt hana kynferðislega og haft við hana önnur kynferðismök en samræði en maðurinn strauk henni ítrekað utan og innan klæða á kynfærum, rassi og baki, lét hana snerta getnaðarlim sinn og fróaði sjálfum sér á meðan. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa á ótilgreindum tíma skoðað myndir sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á netinu. Á fartölvu mannsins, sem lögregla haldlagði á heimili hans, fundust 21 slík ljósmynd í eyddum skrám. Maðurinn játaði brot sín samkvæmt öllum ákæruliðum fyrir dómi. Við ákvörðun refsingar var litið til játningar hans. Þá var litið til þess að maðurinn hefur samið um greiðslu miskabóta til brotaþola. Á hinn bóginn var einnig til þess litið að um er að ræða ítrekuð alvarleg brot gegn ungu barni, en brotaþoli var aðeins sjö eða átta ára þegar maðurinn braut gegn henni. Ákærði var fjölskylduvinur og nýtti sér traust og trúnað stúlkunnar og foreldra hennar. Þótti refsing mannsins því hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár. Þá var fartölva mannsins gerð upptæk og honum gert að greiða sakarkostnað sem nemur tæpri milljón króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira