200 hlauparar munu valsa um flugbraut Reykjavíkurflugvallar í kvöld Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júní 2021 22:34 Viðar Jökull Björnsson, flugvallarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, verður einn þeirra sem mun hlaupa á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Stöð 2 Reykjavíkurflugvöllur er áttatíu ára í dag og af því tilefni verður völlurinn opnaður efnt til miðnæturhlaups Isavia sem er allnokkuð sérstakt. Eins og flestir geta giskað á er það ekki venjan að almenningur valsi um völlinn og stundi sína líkamsrækt. Viðar Jökull Björnsson, flugvallarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að engin hætta muni stafa að fólki sem mun þeysa um brautina í kvöld. „Aldeilis ekki. Við erum búin að undirbúa þetta mjög vel, völlurinn verður lokaður og við ætlum að hlaup hérna eftir lokun, klukkan hálf tólf í kvöld. Við erum búin að framkvæma áhættumat og erum búin að fara í gegn um verklagsreglur til að gæta þess að þetta verði allt eftir bókinni hjá okkur,“ sagði Viðar. Hann ætlar sjálfur að taka þátt í hlaupinu en nú hafa þegar 200 skráð sig í hlaupið og má því vænta þess að mikið líf verði á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. „Rétt rúmlega tvö hundruð manns verða að hlaupa hérna í kvöld. Ég ætla að vera þar á meðal og það verður gaman.“ Komi til þess að flugvél þurfi að nauðlenda á flugbrautinni í kvöld verður gripið til neyðaráætlunar fyrir hlauparana. „Við munum fara ítarlega yfir það með hlaupurunum hér inni á eftir en fyrst og fremst verða viðbragðsbílar okkar lagðir vítt og breytt á flugbrautinni þannig að ef til þess kemur að fólk þarf að ryðja flugbrautina þá á að koma yfir á aðra flugbraut, sem er hér nær okkur,“ sagði Viðar og einn viðbragðsbílanna gaf sýnisdæmi um það hvernig slíkt neyðarkall myndi hljóma, eins og heyra má í klippunni hér að neðan. Reykjavíkurflugvöllur Hlaup Reykjavík Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamraborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Eins og flestir geta giskað á er það ekki venjan að almenningur valsi um völlinn og stundi sína líkamsrækt. Viðar Jökull Björnsson, flugvallarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að engin hætta muni stafa að fólki sem mun þeysa um brautina í kvöld. „Aldeilis ekki. Við erum búin að undirbúa þetta mjög vel, völlurinn verður lokaður og við ætlum að hlaup hérna eftir lokun, klukkan hálf tólf í kvöld. Við erum búin að framkvæma áhættumat og erum búin að fara í gegn um verklagsreglur til að gæta þess að þetta verði allt eftir bókinni hjá okkur,“ sagði Viðar. Hann ætlar sjálfur að taka þátt í hlaupinu en nú hafa þegar 200 skráð sig í hlaupið og má því vænta þess að mikið líf verði á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. „Rétt rúmlega tvö hundruð manns verða að hlaupa hérna í kvöld. Ég ætla að vera þar á meðal og það verður gaman.“ Komi til þess að flugvél þurfi að nauðlenda á flugbrautinni í kvöld verður gripið til neyðaráætlunar fyrir hlauparana. „Við munum fara ítarlega yfir það með hlaupurunum hér inni á eftir en fyrst og fremst verða viðbragðsbílar okkar lagðir vítt og breytt á flugbrautinni þannig að ef til þess kemur að fólk þarf að ryðja flugbrautina þá á að koma yfir á aðra flugbraut, sem er hér nær okkur,“ sagði Viðar og einn viðbragðsbílanna gaf sýnisdæmi um það hvernig slíkt neyðarkall myndi hljóma, eins og heyra má í klippunni hér að neðan.
Reykjavíkurflugvöllur Hlaup Reykjavík Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamraborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira