Innlent

Fundu mannlausan bát á Álftavatni

Samúel Karl Ólason skrifar
Slysavarnafélagið Landsbjörg
Slysavarnafélagið Landsbjörg Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Mannlaus bátur fannst á Álftavatni, rétt ofan við Þrastarlund, í kvöld og er óttast að bátsverjar hafi fallið frá borði. Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út vegna bátsins.

Björgunarsveitarmenn munu leita á svæðinu samhliða því að reynt verður að hafa uppi á eigenda bátsins. Á milli fimmtíu og sextíu manns koma að aðgerðunum en ekki er víst hvort einhver hafi verið um borð í bátnum eða hann jafnvel slitnað frá landi.

Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu hefur verið nokkuð um útköll hjá björgunarsveitum í kvöld. Snemma í kvöld voru meðlimir Dagrenningar á Hvolsvelli kallaðir út til að sækja veikan einstakling í Botnaskála á Emstrum. Sá var fluttur í sjúkrabíl.

Þá voru björgunarsveitir í Eyjafirði kallaðar út vegna mikilla vatnavaxta þar og hafa björgunarsveitarmenn meðal annars aðstoðað lögreglu við lokanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×