Erlent

Lögreglumaður skotinn til bana í Gautaborg

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ekki liggur ljóst fyrir hvað nákvæmlega gerðist.
Ekki liggur ljóst fyrir hvað nákvæmlega gerðist. Getty/Karol Serewis

Lögreglumaður var skotinn til bana í Gautaborg í Svíþjóð í gærkvöldi.

Klas Johansson lögreglustjóri segir um skelfilegan atburð að ræða en svo virðist sem maðurinn hafi verið skotinn fyrirvaralaust þar sem hann stóð á tali við nokkra menn í Biskupsgarðinum á eynni Hisingen í borginni. 

Margt er þó enn óljóst með hvað gerðist. 

Lögreglumaðurinn var fluttur helsærður á sjúkrahús þar sem hann lést skömmu síðar af sárum sínum. Í fyrstu var talið að tveir aðrir hefðu særst í árásinni en síðar kom í ljós að lögreglumaðurinn var sá eini sem varð fyrir skoti. 

Lögregla hafði verið kölluð til þar sem byssuhvellir höfðu heyrst á svæðinu og skömmu síðar var maðurinn skotinn. 

Gríðarleg leit hefur farið fram í alla nótt að tilræðismanninum en enginn hefur þó verið handtekinn enn sem komið er, að því er fram kemur í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×