Gefur Löfven tækifæri til að mynda nýja stjórn Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2021 10:41 Stefan Löfven hefur gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014. EPA Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra Svíþjóðar, umboð til að mynda nýja stjórn. Þetta gerist eftir að Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, skilaði sínu umboði þar sem hann sagði ekki vera nægan styrk á þingi til að styðja nýja hægristjórn undir hans forsæti. Norlén greindi frá því á fréttamannafundi að Löfven hafi frest fram á mánudag til að greina þingforseta frá því hvort að grundvöllur sé fyrir nýrri stjórn. Berist tilkynning um slíkt sé Norlén reiðubúinn að tilnefna Löfven formlega sem forsætisráðherra sem þingið myndi svo greiða atkvæði um síðar sama dag. Norlén veitti Kristersson síðastliðinn þriðjudag þrjá daga til að kanna grundvöll til myndunar nýrrar stjórnar, en sá frestur hefði runnið út á morgun. Kristersson sagðist í morgun hafa kannað möguleika á nýrri ríkisstjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata, sem myndi njóta stuðnings Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra. Saman eru þessir flokkar með 174 þingmenn, en 175 þarf til að vera með meirihluta á þinginu. Norlén hefur sagt að nauðsynlegt sé að stjórnarmyndun taki styttri tíma nú en eftir kosningarnar 2018 þegar fjóra mánuði tók að ná saman um nýja stjórn. Þingforseti getur lögum samkvæmt fjórum sinnum veitt formönnum flokka umboð til stjórnarmyndunar, en takist ekki að mynda starfhæfa stjórn eftir það þarf að boða til aukakosninga. Fari svo að boðað verði til aukakosninga þurfa þær að fara fram innan þriggja mánaða. Það breytir því þó ekki að kosningar munu engu að síður fara fram í september 2022 líkt og áður var áætlað. Löfven verður starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð. Fréttin hefur verið uppfærð. Svíþjóð Tengdar fréttir Segir ekki nægan stuðning fyrir hægristjórn og skilar umboðinu Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, segir að ekki sé nægur fjöldi manna á sænska þinginu sem myndi styðja við nýja hægristjórn undir hans forsæti. Kristersson hefur því skilað því umboði sem þingforsetinn Andreas Norlén veitti honum til stjórnarmyndunar á þriðjudaginn. 1. júlí 2021 08:14 Segir af sér sem ráðherra til að koma óstýrlátum varaþingmanni frá Jennie Nilsson, ráðherra byggðamála í Svíþjóð, hefur sagt af sér ráðherraembætti til að geta aftur tekið sæti sem þingmaður. Nilsson segir af sér til að koma varaþingmanninum, sem tók sæti hennar á þingi þegar hún tók sjálf við sem ráðherra, frá og þannig geta greitt atkvæði með Stefan Löfven í mögulegum atkvæðagreiðslum á þingi um næsta forsætisráðherra. 30. júní 2021 10:03 Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. 28. júní 2021 08:25 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Þetta gerist eftir að Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, skilaði sínu umboði þar sem hann sagði ekki vera nægan styrk á þingi til að styðja nýja hægristjórn undir hans forsæti. Norlén greindi frá því á fréttamannafundi að Löfven hafi frest fram á mánudag til að greina þingforseta frá því hvort að grundvöllur sé fyrir nýrri stjórn. Berist tilkynning um slíkt sé Norlén reiðubúinn að tilnefna Löfven formlega sem forsætisráðherra sem þingið myndi svo greiða atkvæði um síðar sama dag. Norlén veitti Kristersson síðastliðinn þriðjudag þrjá daga til að kanna grundvöll til myndunar nýrrar stjórnar, en sá frestur hefði runnið út á morgun. Kristersson sagðist í morgun hafa kannað möguleika á nýrri ríkisstjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata, sem myndi njóta stuðnings Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra. Saman eru þessir flokkar með 174 þingmenn, en 175 þarf til að vera með meirihluta á þinginu. Norlén hefur sagt að nauðsynlegt sé að stjórnarmyndun taki styttri tíma nú en eftir kosningarnar 2018 þegar fjóra mánuði tók að ná saman um nýja stjórn. Þingforseti getur lögum samkvæmt fjórum sinnum veitt formönnum flokka umboð til stjórnarmyndunar, en takist ekki að mynda starfhæfa stjórn eftir það þarf að boða til aukakosninga. Fari svo að boðað verði til aukakosninga þurfa þær að fara fram innan þriggja mánaða. Það breytir því þó ekki að kosningar munu engu að síður fara fram í september 2022 líkt og áður var áætlað. Löfven verður starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Svíþjóð Tengdar fréttir Segir ekki nægan stuðning fyrir hægristjórn og skilar umboðinu Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, segir að ekki sé nægur fjöldi manna á sænska þinginu sem myndi styðja við nýja hægristjórn undir hans forsæti. Kristersson hefur því skilað því umboði sem þingforsetinn Andreas Norlén veitti honum til stjórnarmyndunar á þriðjudaginn. 1. júlí 2021 08:14 Segir af sér sem ráðherra til að koma óstýrlátum varaþingmanni frá Jennie Nilsson, ráðherra byggðamála í Svíþjóð, hefur sagt af sér ráðherraembætti til að geta aftur tekið sæti sem þingmaður. Nilsson segir af sér til að koma varaþingmanninum, sem tók sæti hennar á þingi þegar hún tók sjálf við sem ráðherra, frá og þannig geta greitt atkvæði með Stefan Löfven í mögulegum atkvæðagreiðslum á þingi um næsta forsætisráðherra. 30. júní 2021 10:03 Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. 28. júní 2021 08:25 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Segir ekki nægan stuðning fyrir hægristjórn og skilar umboðinu Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, segir að ekki sé nægur fjöldi manna á sænska þinginu sem myndi styðja við nýja hægristjórn undir hans forsæti. Kristersson hefur því skilað því umboði sem þingforsetinn Andreas Norlén veitti honum til stjórnarmyndunar á þriðjudaginn. 1. júlí 2021 08:14
Segir af sér sem ráðherra til að koma óstýrlátum varaþingmanni frá Jennie Nilsson, ráðherra byggðamála í Svíþjóð, hefur sagt af sér ráðherraembætti til að geta aftur tekið sæti sem þingmaður. Nilsson segir af sér til að koma varaþingmanninum, sem tók sæti hennar á þingi þegar hún tók sjálf við sem ráðherra, frá og þannig geta greitt atkvæði með Stefan Löfven í mögulegum atkvæðagreiðslum á þingi um næsta forsætisráðherra. 30. júní 2021 10:03
Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. 28. júní 2021 08:25