Mitt eigið ferðaheit Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 1. júlí 2021 11:30 Núna getum við loksins hugað að því ferðast hvort sem það er innanlands eða erlendis. Á Covid tímum voru höfð uppi stór orð um það alþjóðlega að enginn áfangastaður ætlaði sér aftur í offjölgun ferðamanna og unnið yrði að mun sjálfbærari framtíð. Allir vænta þess að áfangastaðir séu nú orðnir skipulagðir og vel undirbúnir undir heimsóknir ferðamanna. Margar greinar og loforð hafa verið gefin um slíkt hvort sem það er á Íslandi eða erlendis. Í fullkomnum heimi, munum við hafa gert ráð fyrir öllum þáttum en raunveruleikinn er aldrei þannig. Við munum alltaf eiga við einhverjar áskoranir eða horfa til nýrra tækifæra þegar áfangastaðirnir og ferðalög þróast. Margir áfangastaðir hafa búið til sín eigin ferðaheit fyrir áfangastaði sína og þar með talið Ísland undir heitinu „The Icelandic Travel Pledge“ frá árinu 2018. Þar eru ferðamenn m.a. hvattir til þess að virða náttúruna, keyra ekki utanvegar og sína ábyrgð í allri ferðahegðun. Það sem hefur minna verið talað um er hvernig við sem ferðamenn getum sjálf tekið ákveðna ábyrgð og ferðast á ábyrgari og sjálfbærari hátt. Þetta hefur fengið mig til þess að velta fyrir mér hvernig ég sjálf get tekið þátt í þróun áfangastaða í stað þess að bíða eftir því að áfangastaðirnir eða ferðaþjónustufyrirtækin segi mér hvernig ég eigi að haga mér. Því þróunin liggur mun meira hjá okkur sjálfum en við höldum. Ég ákvað því að prófa að gera mitt eigið ferðaheit fyrir sumarið. Ferðaheitið mitt er því: Að velja áfangastaði sem sýna umhyggju fyrir framtíð áfangastaðarins Að velja hótel og afþreyingu sem hafa umhverfisvottanir Að velja staðbundnar vörur, afþreyingu, gistingu eða leiðsögn Að skoða og njóta en ekki skilja nein ummerki eftir mig Að lágmarka matarsóun eins og hægt er Að flokka og plokka rusl sem verður á vegi mínum Að velja umhverfisvænni ferðamáta þar sem kostur er Að kolefnisjafna ferðamátann minn Að biðja um umhverfisvænni valkosti þar sem ég dvel eða er í afþreyingu Að senda þakkir til þjónustu aðila ef ég er ánægð eða ef þeir geta bætt sig á einhvern hátt er varðar sjálfbærni og ábyrgð. Þetta er ágætis byrjun en mögulega mun þetta þróast með tímanum. Hvað myndi vera ykkar ferðaheit þetta sumarið? Höfundur er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Núna getum við loksins hugað að því ferðast hvort sem það er innanlands eða erlendis. Á Covid tímum voru höfð uppi stór orð um það alþjóðlega að enginn áfangastaður ætlaði sér aftur í offjölgun ferðamanna og unnið yrði að mun sjálfbærari framtíð. Allir vænta þess að áfangastaðir séu nú orðnir skipulagðir og vel undirbúnir undir heimsóknir ferðamanna. Margar greinar og loforð hafa verið gefin um slíkt hvort sem það er á Íslandi eða erlendis. Í fullkomnum heimi, munum við hafa gert ráð fyrir öllum þáttum en raunveruleikinn er aldrei þannig. Við munum alltaf eiga við einhverjar áskoranir eða horfa til nýrra tækifæra þegar áfangastaðirnir og ferðalög þróast. Margir áfangastaðir hafa búið til sín eigin ferðaheit fyrir áfangastaði sína og þar með talið Ísland undir heitinu „The Icelandic Travel Pledge“ frá árinu 2018. Þar eru ferðamenn m.a. hvattir til þess að virða náttúruna, keyra ekki utanvegar og sína ábyrgð í allri ferðahegðun. Það sem hefur minna verið talað um er hvernig við sem ferðamenn getum sjálf tekið ákveðna ábyrgð og ferðast á ábyrgari og sjálfbærari hátt. Þetta hefur fengið mig til þess að velta fyrir mér hvernig ég sjálf get tekið þátt í þróun áfangastaða í stað þess að bíða eftir því að áfangastaðirnir eða ferðaþjónustufyrirtækin segi mér hvernig ég eigi að haga mér. Því þróunin liggur mun meira hjá okkur sjálfum en við höldum. Ég ákvað því að prófa að gera mitt eigið ferðaheit fyrir sumarið. Ferðaheitið mitt er því: Að velja áfangastaði sem sýna umhyggju fyrir framtíð áfangastaðarins Að velja hótel og afþreyingu sem hafa umhverfisvottanir Að velja staðbundnar vörur, afþreyingu, gistingu eða leiðsögn Að skoða og njóta en ekki skilja nein ummerki eftir mig Að lágmarka matarsóun eins og hægt er Að flokka og plokka rusl sem verður á vegi mínum Að velja umhverfisvænni ferðamáta þar sem kostur er Að kolefnisjafna ferðamátann minn Að biðja um umhverfisvænni valkosti þar sem ég dvel eða er í afþreyingu Að senda þakkir til þjónustu aðila ef ég er ánægð eða ef þeir geta bætt sig á einhvern hátt er varðar sjálfbærni og ábyrgð. Þetta er ágætis byrjun en mögulega mun þetta þróast með tímanum. Hvað myndi vera ykkar ferðaheit þetta sumarið? Höfundur er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun