Svona var blaðamannafundur Guðlaugs Þórs og Svetlönu Tsikhanovskayu Kolbeinn Tumi Daðason og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 2. júlí 2021 09:15 Svetlana Tíkanovskaja, bauð sig fram til forseta Belarús í fyrra. Hún er nú í útlegð í Litháen. Vísir/Arnar Svetlana Tsikhanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús (Hvíta-Rússlandi), er komin til Íslands og situr blaðamannafund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu klukkan 10. Fundurinn verður í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi. Svetlana bauð sig fram gegn sitjandi forseta, Alexander Lukashenko, í forsetakosningum í landinu í fyrra eftir að eiginmaður hennar var fangelsaður. Lukashenko var lýstur sigurvegari en sú niðurstaða hefur verið mjög umdeild og hefur hann verið sakaður um að hafa haft rangt við í kosningunum. Svetlana flúði land í kjölfar fjöldamótmæla í heimalandinu og fékk hæli í Litháen ásamt börnum sínum. Ísland hefur um árabil tekið þátt í þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins gagnvart Belarús vegna víðtækra og grófra mannréttindabrota þar í landi. Aðgerðirnar voru síðast hertar nú í júní í kjölfar þvingaðrar lendingar farþegaþotu Ryanair í Minsk og handtöku Raman Pratasevich og Sofiu Sapage. Sú atburðarráðs endurspeglar afstöðu þarlendra stjórnvalda til alþjóðlegra skuldbindinga um flugsamgöngur, mannréttindi og fjölmiðlafrelsi. Upptöku frá fundinum má sjá að neðan.
Svetlana bauð sig fram gegn sitjandi forseta, Alexander Lukashenko, í forsetakosningum í landinu í fyrra eftir að eiginmaður hennar var fangelsaður. Lukashenko var lýstur sigurvegari en sú niðurstaða hefur verið mjög umdeild og hefur hann verið sakaður um að hafa haft rangt við í kosningunum. Svetlana flúði land í kjölfar fjöldamótmæla í heimalandinu og fékk hæli í Litháen ásamt börnum sínum. Ísland hefur um árabil tekið þátt í þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins gagnvart Belarús vegna víðtækra og grófra mannréttindabrota þar í landi. Aðgerðirnar voru síðast hertar nú í júní í kjölfar þvingaðrar lendingar farþegaþotu Ryanair í Minsk og handtöku Raman Pratasevich og Sofiu Sapage. Sú atburðarráðs endurspeglar afstöðu þarlendra stjórnvalda til alþjóðlegra skuldbindinga um flugsamgöngur, mannréttindi og fjölmiðlafrelsi. Upptöku frá fundinum má sjá að neðan.
Hvíta-Rússland Utanríkismál Mannréttindi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira