Gosið enn á ný að skipta um gír Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. júlí 2021 13:15 Eldgosið í Geldingadölum hefur verið afar óreglulegt í rúma viku. Páll Einarsson segir það hins vegar ekki óeðlilegt að eldgos séu breytileg. Vísir/Vilhelm Eldgosið í Geldingadölum heldur áfram að skipta um takt og mælist nú nánast enginn gosórói, eftir mikil læti í nótt. Það er þó engin vísbending um endalok gossins, að sögn jarðeðlisfræðings. Eftir rólegan dag sýndi eldgosið í Geldingadölum sannarlega mátt sinn og megin í nótt með ógnarstórum hraungusum sem stigu upp úr gígnum. Hraunárnar flæddu bæði niður í Geldingadali og Nátthaga, eða allt til klukkan tvö í nótt þegar það virtist vera sem skrúfað hefði verið snögglega fyrir. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að greinileg breyting hafi orðið á hegðun gossins 23. júní síðastliðinn. Að neðan má sjá upptöku úr vefmyndavél Vísis af eldgosinu í gærkvöldi frá klukkan 21 til 01, spilaða á margföldum hraða; sannkallað sjónarspil. „Það hefur eiginlega hrokkið úr einum gírnum í annan alla þessa viku sem liðin er síðan. Og síðasta svona stóra breytingin var núna síðasta sólarhringinn,“ segir Páll. Hann bendir á sveiflukenndan óróa, þar sem hann fór úr því að vera nánast enginn í að vaxa mjög hratt, líkt og í nótt. Að neðan má sjá beint streymi úr vefmyndavél Vísis í Geldingadölum. „Gosið var mjög gusukennt um hálf eitt, það var sígos í gangi um eftirmiðdaginn í gær, alveg fram til hálf eitt í nótt og þá byrjar svona gusugangur í gosinu. Það komu miklar gusur – tólf slíkar gusur komu eftir hálf eitt og síðasta gusan kom klukkan 2:10. Þá kemur stór gusa en þá er bara eins og það sé skrúfað fyrir.“ Stórir svartir bólstrar stóðu upp úr gígnum í nótt og voru vangaveltur um hvort þetta kynni að vera aska. Páll segir það afar ólíklegt, líklega hafi gígbarmarnir hrunið og rykmökkur stigið í framhaldinu upp. „Þetta hefur sennilega verið ryk vegna hruns í gígnum. Gígbarmarnir hafa hlaðist upp mjög hratt og eru óstöðugir þannig að þegar það lækkar í gosinu og lækkar í gígnum þá eiga barmarnir til að hrynja ofan í. Það er líklegasta skýringin á þessu. Páll segir enga vísbendingu um að gosinu sé að ljúka. „Það er mjög hættulegt að gera ráð fyrir því að þetta séu endalokin, en það er greinileg breyting á hegðun gossins. Það fer ekkert á milli mála.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Eldgosið minnti rækilega á sig með mögnuðu sjónarspili Menn voru farnir að spyrja sig í fyrrakvöld hvort eldgosið í Fagradalsfjalli væri í andarslitrunum. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting í gær á því hvað væri í gangi fyrr en þokunni létti í gærkvöldi. 30. júní 2021 16:00 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Sjá meira
Eftir rólegan dag sýndi eldgosið í Geldingadölum sannarlega mátt sinn og megin í nótt með ógnarstórum hraungusum sem stigu upp úr gígnum. Hraunárnar flæddu bæði niður í Geldingadali og Nátthaga, eða allt til klukkan tvö í nótt þegar það virtist vera sem skrúfað hefði verið snögglega fyrir. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að greinileg breyting hafi orðið á hegðun gossins 23. júní síðastliðinn. Að neðan má sjá upptöku úr vefmyndavél Vísis af eldgosinu í gærkvöldi frá klukkan 21 til 01, spilaða á margföldum hraða; sannkallað sjónarspil. „Það hefur eiginlega hrokkið úr einum gírnum í annan alla þessa viku sem liðin er síðan. Og síðasta svona stóra breytingin var núna síðasta sólarhringinn,“ segir Páll. Hann bendir á sveiflukenndan óróa, þar sem hann fór úr því að vera nánast enginn í að vaxa mjög hratt, líkt og í nótt. Að neðan má sjá beint streymi úr vefmyndavél Vísis í Geldingadölum. „Gosið var mjög gusukennt um hálf eitt, það var sígos í gangi um eftirmiðdaginn í gær, alveg fram til hálf eitt í nótt og þá byrjar svona gusugangur í gosinu. Það komu miklar gusur – tólf slíkar gusur komu eftir hálf eitt og síðasta gusan kom klukkan 2:10. Þá kemur stór gusa en þá er bara eins og það sé skrúfað fyrir.“ Stórir svartir bólstrar stóðu upp úr gígnum í nótt og voru vangaveltur um hvort þetta kynni að vera aska. Páll segir það afar ólíklegt, líklega hafi gígbarmarnir hrunið og rykmökkur stigið í framhaldinu upp. „Þetta hefur sennilega verið ryk vegna hruns í gígnum. Gígbarmarnir hafa hlaðist upp mjög hratt og eru óstöðugir þannig að þegar það lækkar í gosinu og lækkar í gígnum þá eiga barmarnir til að hrynja ofan í. Það er líklegasta skýringin á þessu. Páll segir enga vísbendingu um að gosinu sé að ljúka. „Það er mjög hættulegt að gera ráð fyrir því að þetta séu endalokin, en það er greinileg breyting á hegðun gossins. Það fer ekkert á milli mála.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Eldgosið minnti rækilega á sig með mögnuðu sjónarspili Menn voru farnir að spyrja sig í fyrrakvöld hvort eldgosið í Fagradalsfjalli væri í andarslitrunum. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting í gær á því hvað væri í gangi fyrr en þokunni létti í gærkvöldi. 30. júní 2021 16:00 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Sjá meira
Eldgosið minnti rækilega á sig með mögnuðu sjónarspili Menn voru farnir að spyrja sig í fyrrakvöld hvort eldgosið í Fagradalsfjalli væri í andarslitrunum. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting í gær á því hvað væri í gangi fyrr en þokunni létti í gærkvöldi. 30. júní 2021 16:00