Gosið enn á ný að skipta um gír Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. júlí 2021 13:15 Eldgosið í Geldingadölum hefur verið afar óreglulegt í rúma viku. Páll Einarsson segir það hins vegar ekki óeðlilegt að eldgos séu breytileg. Vísir/Vilhelm Eldgosið í Geldingadölum heldur áfram að skipta um takt og mælist nú nánast enginn gosórói, eftir mikil læti í nótt. Það er þó engin vísbending um endalok gossins, að sögn jarðeðlisfræðings. Eftir rólegan dag sýndi eldgosið í Geldingadölum sannarlega mátt sinn og megin í nótt með ógnarstórum hraungusum sem stigu upp úr gígnum. Hraunárnar flæddu bæði niður í Geldingadali og Nátthaga, eða allt til klukkan tvö í nótt þegar það virtist vera sem skrúfað hefði verið snögglega fyrir. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að greinileg breyting hafi orðið á hegðun gossins 23. júní síðastliðinn. Að neðan má sjá upptöku úr vefmyndavél Vísis af eldgosinu í gærkvöldi frá klukkan 21 til 01, spilaða á margföldum hraða; sannkallað sjónarspil. „Það hefur eiginlega hrokkið úr einum gírnum í annan alla þessa viku sem liðin er síðan. Og síðasta svona stóra breytingin var núna síðasta sólarhringinn,“ segir Páll. Hann bendir á sveiflukenndan óróa, þar sem hann fór úr því að vera nánast enginn í að vaxa mjög hratt, líkt og í nótt. Að neðan má sjá beint streymi úr vefmyndavél Vísis í Geldingadölum. „Gosið var mjög gusukennt um hálf eitt, það var sígos í gangi um eftirmiðdaginn í gær, alveg fram til hálf eitt í nótt og þá byrjar svona gusugangur í gosinu. Það komu miklar gusur – tólf slíkar gusur komu eftir hálf eitt og síðasta gusan kom klukkan 2:10. Þá kemur stór gusa en þá er bara eins og það sé skrúfað fyrir.“ Stórir svartir bólstrar stóðu upp úr gígnum í nótt og voru vangaveltur um hvort þetta kynni að vera aska. Páll segir það afar ólíklegt, líklega hafi gígbarmarnir hrunið og rykmökkur stigið í framhaldinu upp. „Þetta hefur sennilega verið ryk vegna hruns í gígnum. Gígbarmarnir hafa hlaðist upp mjög hratt og eru óstöðugir þannig að þegar það lækkar í gosinu og lækkar í gígnum þá eiga barmarnir til að hrynja ofan í. Það er líklegasta skýringin á þessu. Páll segir enga vísbendingu um að gosinu sé að ljúka. „Það er mjög hættulegt að gera ráð fyrir því að þetta séu endalokin, en það er greinileg breyting á hegðun gossins. Það fer ekkert á milli mála.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Eldgosið minnti rækilega á sig með mögnuðu sjónarspili Menn voru farnir að spyrja sig í fyrrakvöld hvort eldgosið í Fagradalsfjalli væri í andarslitrunum. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting í gær á því hvað væri í gangi fyrr en þokunni létti í gærkvöldi. 30. júní 2021 16:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Eftir rólegan dag sýndi eldgosið í Geldingadölum sannarlega mátt sinn og megin í nótt með ógnarstórum hraungusum sem stigu upp úr gígnum. Hraunárnar flæddu bæði niður í Geldingadali og Nátthaga, eða allt til klukkan tvö í nótt þegar það virtist vera sem skrúfað hefði verið snögglega fyrir. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að greinileg breyting hafi orðið á hegðun gossins 23. júní síðastliðinn. Að neðan má sjá upptöku úr vefmyndavél Vísis af eldgosinu í gærkvöldi frá klukkan 21 til 01, spilaða á margföldum hraða; sannkallað sjónarspil. „Það hefur eiginlega hrokkið úr einum gírnum í annan alla þessa viku sem liðin er síðan. Og síðasta svona stóra breytingin var núna síðasta sólarhringinn,“ segir Páll. Hann bendir á sveiflukenndan óróa, þar sem hann fór úr því að vera nánast enginn í að vaxa mjög hratt, líkt og í nótt. Að neðan má sjá beint streymi úr vefmyndavél Vísis í Geldingadölum. „Gosið var mjög gusukennt um hálf eitt, það var sígos í gangi um eftirmiðdaginn í gær, alveg fram til hálf eitt í nótt og þá byrjar svona gusugangur í gosinu. Það komu miklar gusur – tólf slíkar gusur komu eftir hálf eitt og síðasta gusan kom klukkan 2:10. Þá kemur stór gusa en þá er bara eins og það sé skrúfað fyrir.“ Stórir svartir bólstrar stóðu upp úr gígnum í nótt og voru vangaveltur um hvort þetta kynni að vera aska. Páll segir það afar ólíklegt, líklega hafi gígbarmarnir hrunið og rykmökkur stigið í framhaldinu upp. „Þetta hefur sennilega verið ryk vegna hruns í gígnum. Gígbarmarnir hafa hlaðist upp mjög hratt og eru óstöðugir þannig að þegar það lækkar í gosinu og lækkar í gígnum þá eiga barmarnir til að hrynja ofan í. Það er líklegasta skýringin á þessu. Páll segir enga vísbendingu um að gosinu sé að ljúka. „Það er mjög hættulegt að gera ráð fyrir því að þetta séu endalokin, en það er greinileg breyting á hegðun gossins. Það fer ekkert á milli mála.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Eldgosið minnti rækilega á sig með mögnuðu sjónarspili Menn voru farnir að spyrja sig í fyrrakvöld hvort eldgosið í Fagradalsfjalli væri í andarslitrunum. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting í gær á því hvað væri í gangi fyrr en þokunni létti í gærkvöldi. 30. júní 2021 16:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Eldgosið minnti rækilega á sig með mögnuðu sjónarspili Menn voru farnir að spyrja sig í fyrrakvöld hvort eldgosið í Fagradalsfjalli væri í andarslitrunum. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting í gær á því hvað væri í gangi fyrr en þokunni létti í gærkvöldi. 30. júní 2021 16:00