Páll segir skipun Kristjáns Þórs hafa skaðað Sjálfstæðisflokkinn Snorri Másson skrifar 3. júlí 2021 12:49 Páll Magnússon hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í fimm ár, er að kveðja pólitíkina - og skrifar nú tæpitungulaust um stöðu flokksins. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í grein í Morgunblaðinu að það hafi verið sjálfskaparvíti að gera Kristján Þór Júlíusson að sjávarútvegsráðherra. Hægt hefði verið að komast hjá því að valda grunsemdum um hagsmunaárekstra með því að sleppa því. „Það er oftast erfitt að eiga við þokukenndar og viðvarandi grunsemdir um hagsmunaárekstur – en óþarfi fyrir forystu flokksins að beinlínis hella olíu á þær glóðir,“ skrifar Páll og vísar þar til tengsla ráðherrans við Samherja. „Það er auðvitað hreint sjálfskaparvíti forystu flokksins að hafa ekki valið þeim mæta manni annað ráðuneyti en einmitt þetta. Þessi ráðstöfun hefur skaðað Sjálfstæðisflokkinn og ráðherrann sjálfan – og skemmt fyrir þeirri viðleitni að skapa meiri sátt um sjávarútveginn.“ Bjarni stundaði þau viðskipti sem hann stundaði Páll fer annars hörðum orðum um ástand mála innan Sjálfstæðisflokksins í greininni og segir hann glíma við trúverðugleikabrest. Auk Kristjáns Þórs fjallar Páll sérstaklega um grunsemdir fólks um hagsmunaárekstra Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, sem hann hafi mátt þola vegna eigin umsvifa í viðskipta lífinu og afskrifta og aflandsreikninga. „Segja má að í tilviki fjármálaráðherra sé lítið við því að gera; hann stundaði þau viðskipti sem hann stundaði – sama gerðu aðrir í hans fjölskyldu – svo gera menn bara upp við sig hvort þeir treysta honum eða ekki. Og flestir Sjálfstæðismenn treysta honum og hafa kosið sér hann sem formann hvað eftir annað,“ skrifar Páll. Páll bendir loks á að undir forystu Geirs Hallgrímssonar og Davíðs Oddssonar hafi meðtalsfylgið verið í kringum 37% en frá því að Bjarni Benediktsson hafi tekið við keflinu hafi það verið í kringum 26%. Páll hefur setið á þingi fyrir flokkinn í fimm ár en var á sínum tíma ekki gerður að ráðherra, þrátt fyrir að hafa leitt listann í Suðurkjördæmi. Hann er ekki í framboði til Alþingis í haust. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Það er oftast erfitt að eiga við þokukenndar og viðvarandi grunsemdir um hagsmunaárekstur – en óþarfi fyrir forystu flokksins að beinlínis hella olíu á þær glóðir,“ skrifar Páll og vísar þar til tengsla ráðherrans við Samherja. „Það er auðvitað hreint sjálfskaparvíti forystu flokksins að hafa ekki valið þeim mæta manni annað ráðuneyti en einmitt þetta. Þessi ráðstöfun hefur skaðað Sjálfstæðisflokkinn og ráðherrann sjálfan – og skemmt fyrir þeirri viðleitni að skapa meiri sátt um sjávarútveginn.“ Bjarni stundaði þau viðskipti sem hann stundaði Páll fer annars hörðum orðum um ástand mála innan Sjálfstæðisflokksins í greininni og segir hann glíma við trúverðugleikabrest. Auk Kristjáns Þórs fjallar Páll sérstaklega um grunsemdir fólks um hagsmunaárekstra Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, sem hann hafi mátt þola vegna eigin umsvifa í viðskipta lífinu og afskrifta og aflandsreikninga. „Segja má að í tilviki fjármálaráðherra sé lítið við því að gera; hann stundaði þau viðskipti sem hann stundaði – sama gerðu aðrir í hans fjölskyldu – svo gera menn bara upp við sig hvort þeir treysta honum eða ekki. Og flestir Sjálfstæðismenn treysta honum og hafa kosið sér hann sem formann hvað eftir annað,“ skrifar Páll. Páll bendir loks á að undir forystu Geirs Hallgrímssonar og Davíðs Oddssonar hafi meðtalsfylgið verið í kringum 37% en frá því að Bjarni Benediktsson hafi tekið við keflinu hafi það verið í kringum 26%. Páll hefur setið á þingi fyrir flokkinn í fimm ár en var á sínum tíma ekki gerður að ráðherra, þrátt fyrir að hafa leitt listann í Suðurkjördæmi. Hann er ekki í framboði til Alþingis í haust.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira