Ajax varð Hollandsmeistari í vor og freistar þess að verja titilinn á komandi leiktíð. Undirbúningur hófst í dag með fyrsta æfingaleik leiktíðarinnar gegn neðari deildar liði Koninklijke.
Brassinn David Neres hafði skorað þrennu og komið Ajax í 3-0 eftir aðeins 23 mínútur og Taylor bætti við marki á 24. mínútu. Danilo Pereira skoraði þá fimmta mark Ajax skömmu fyrir leikhlé.
51. Van Axel Dongen + Hlynsson = 6-0 #PreSeason #ajahfc pic.twitter.com/1er6iLYPrC
— AFC Ajax (@AFCAjax) July 3, 2021
Ajax skipti gott sem öllu byrjunarliði sínu út í hálfleik og var Kristian á meðal þeirra sem kom inn á. Aðeins tæpar fimm mínútur voru liðnar þegar hann var kominn á blað með sjötta marki Ajax, sem var jafnframt síðasta markið í leiknum.
Kristian hefur leikið með bæði unglinga- og U23-liði Ajax en COVID-19 faraldurinn hafði sitt að segja varðandi tímabilið í yngri liðunum í fyrra. Hann nýtur nú góðs af því að þónokkrir leikmenn Ajax eru í fríi eftir að hafa tekið þátt á EM og virðist ætla að grípa tækifærið báðum höndum.
Kristian er bróður Ágústs Eðvalds Hlynssonar, leikmanns FH í Pepsi Max-deild karla.