Innlent

Jón Þór og Brynjar ræða Ásmundarsalarmálið á Sprengisandi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá á Bylgjunni frá klukkan tíu til tólf í dag. Kristján Kristjánsson fær til sín ýmsa gesti og fer yfir það sem efst er á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Myndbandaspilari er að hlaða.
Núverandi tími 0:00
Lengd -:-
Hlaðið: 0%
Streymistegund BEINT
Eftirstandandi tími 0:00
 
1x
    • Kaflar
    • lýsingar af, valið
    • textar af, valið

      Fyrstur viðmælenda í dag er Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra að fjalla um verðbólgu, vexti, húsnæðisverð, inngrip seðlabankans á húsnæðismarkað og tilgang þeirrar aðgerðar.

      Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður á línunni að norðan. Nýverið sagði hann að Sjálfstæðisflokkurinn gæti ekki setið í ríkisstjórn þar sem verið væri að ríkisvæða heilbrigðiskerfið, hvað þýðir svona yfirlýsing og hvaða pólitísk áhrif hefur hún?

      Jón Þór Ólafsson, Pírati og formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis ætlar að skiptast á skoðunum við Brynjar Níelsson alþingismann um Ásmundarsalsmálið.

      Erna Bjarnadóttir forsprakki áhugahóps um heilsu kvenna og Valgerður Sigurðardóttir formaður Krabbameinsfélagsins fjalla um stöðuna í hinu umdeilda máli sem kennt er við skimanir vegna leghálskrabbameins og rannsókn þeirra sýna sem þar eru tekin.




      Fleiri fréttir

      Sjá meira


      ×