Fyrstur viðmælenda í dag er Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra að fjalla um verðbólgu, vexti, húsnæðisverð, inngrip seðlabankans á húsnæðismarkað og tilgang þeirrar aðgerðar.
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður á línunni að norðan. Nýverið sagði hann að Sjálfstæðisflokkurinn gæti ekki setið í ríkisstjórn þar sem verið væri að ríkisvæða heilbrigðiskerfið, hvað þýðir svona yfirlýsing og hvaða pólitísk áhrif hefur hún?
Jón Þór Ólafsson, Pírati og formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis ætlar að skiptast á skoðunum við Brynjar Níelsson alþingismann um Ásmundarsalsmálið.
Erna Bjarnadóttir forsprakki áhugahóps um heilsu kvenna og Valgerður Sigurðardóttir formaður Krabbameinsfélagsins fjalla um stöðuna í hinu umdeilda máli sem kennt er við skimanir vegna leghálskrabbameins og rannsókn þeirra sýna sem þar eru tekin.