Nokkrir sjálfboðaliðar komu hengibrú upp í óbyggðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2021 16:08 Steinn Hrútur Eiríksson er meðal þeirra sem kom brúni upp. arnar halldórsson Hópur sjálfboðaliða gaf vinnu sína og kom upp 29 metra langri hengibrú í óbyggðum í Lónsöræfum. Vinnan tók 22 daga og segir sjálfboðaliði verkefnið eitt það skemmtilegasta sem hann hafi komist í. Hugmyndina að göngubrúnni fékk Gunnlaugur Benedikt Ólafsson á Stafafelli sem sótti um styrk úr framkvæmdasjóði ferðamálastaða og fékk úthlutaðar sjö milljónir. „Þetta er hluti af hans hugmynd um að opna gönguleið sem hann kallar Austurstræti. Og er gullfalleg leið þarna inn frá en vandamálið er að þarna eru nokkrar ár sem eru erfiðar,“ sagði Steinn Hrútur Eiríksson, eigandi Brimuxa. Hluti hópsins við uppsetningu í óbyggðum.Steinn hrútur eiríksson Uppsetning tók 22 daga Var því ákveðið að ráðast í smíði á hengibrú yfir Víðidalsá. Styrkurinn dugði fyrir verkstæðisvinnu og byggingarefni en þá stóð uppsetning brúarinnar eftir. Steinn ásamt tólf öðrum settu hana upp í sjálfboðaliðastarfi. „Við buðumst til að setja hana upp í okkar frítíma. Þetta endaði með einhverjum 22 löngum vinnudögum inni á fjöllum í fyrrasumar með okkar fólki. Slatta af sjálfboðaliðum sem komu með okkur og varð úr þessu yndislegt frí, skemmtilegt.“ Verkefnið var þó krefjandi enda svæðið langt frá byggð og samgöngur engar. Ákveðið var að hafa hengibrúna eins einfalda og hægt væri vegna erfiðra aðstæðna við flutninga langt inn í óbyggðir. „Ef okkur vantaði eitthvað þá tók fimm tíma að labba að Illakamb. Þaðan þurfti að bera allt. Þannig það tók sex til sjö tíma að komast í næstu búð þannig það var langur dagur ef það vantaði eitthvað,“ sagði Steinn. Hópurinn borðar kvöldmat eftir langan vinnudag.steinn hrútur eiríksson Brúin sem er um 29 metra löng og opnar leið austur eftir og inn í dalina sem snúa að Álftafirði. Steinn segir verkefnið eitt það skemmtilegasta sem hann hefur tekið þátt í og er hópurinn hvergi nærri hættur. „Ég reikna með að við höldum áfram næsta vetur og næsta sumar að ráðast í næstu brú sem verður minni en opnar svæðið enn frekar.“ Við uppsetningu.steinn hrútur eiríksson Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Hugmyndina að göngubrúnni fékk Gunnlaugur Benedikt Ólafsson á Stafafelli sem sótti um styrk úr framkvæmdasjóði ferðamálastaða og fékk úthlutaðar sjö milljónir. „Þetta er hluti af hans hugmynd um að opna gönguleið sem hann kallar Austurstræti. Og er gullfalleg leið þarna inn frá en vandamálið er að þarna eru nokkrar ár sem eru erfiðar,“ sagði Steinn Hrútur Eiríksson, eigandi Brimuxa. Hluti hópsins við uppsetningu í óbyggðum.Steinn hrútur eiríksson Uppsetning tók 22 daga Var því ákveðið að ráðast í smíði á hengibrú yfir Víðidalsá. Styrkurinn dugði fyrir verkstæðisvinnu og byggingarefni en þá stóð uppsetning brúarinnar eftir. Steinn ásamt tólf öðrum settu hana upp í sjálfboðaliðastarfi. „Við buðumst til að setja hana upp í okkar frítíma. Þetta endaði með einhverjum 22 löngum vinnudögum inni á fjöllum í fyrrasumar með okkar fólki. Slatta af sjálfboðaliðum sem komu með okkur og varð úr þessu yndislegt frí, skemmtilegt.“ Verkefnið var þó krefjandi enda svæðið langt frá byggð og samgöngur engar. Ákveðið var að hafa hengibrúna eins einfalda og hægt væri vegna erfiðra aðstæðna við flutninga langt inn í óbyggðir. „Ef okkur vantaði eitthvað þá tók fimm tíma að labba að Illakamb. Þaðan þurfti að bera allt. Þannig það tók sex til sjö tíma að komast í næstu búð þannig það var langur dagur ef það vantaði eitthvað,“ sagði Steinn. Hópurinn borðar kvöldmat eftir langan vinnudag.steinn hrútur eiríksson Brúin sem er um 29 metra löng og opnar leið austur eftir og inn í dalina sem snúa að Álftafirði. Steinn segir verkefnið eitt það skemmtilegasta sem hann hefur tekið þátt í og er hópurinn hvergi nærri hættur. „Ég reikna með að við höldum áfram næsta vetur og næsta sumar að ráðast í næstu brú sem verður minni en opnar svæðið enn frekar.“ Við uppsetningu.steinn hrútur eiríksson
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira