Þriðji sigur Verstappen í röð Valur Páll Eiríksson skrifar 4. júlí 2021 21:30 Max Verstappen er á góðu skriði í Formúlunni. Getty Images/Bryn Lennon Hollenski ökuþórinn Max Verstappen, úr Red Bull, fagnaði sigri í austurríska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Fátt fær hann stöðvað þessa dagana. Um var að ræða annan kappaksturinn í Austurríki í röð en síðasta mót var Styrnukappaksturinn þar sem Verstappen fagnaði sigri, rétt eins og hann gerði í Frakklandi þar á undan. Verstappen var á ráspól í dag og hélt forystunni eftir fyrstu beygjurnar. Bretinn Lando Norris á McLaren var annar í rásröðinni en hann var lengi vel í baráttu við landa sinn, heimsmeistarann Lewis Hamilton, sem sótti að honum. Verstappen jók forskot sitt á meðan og hélt því allt til loka. Hamilton náði fram úr Norris en lenti síðar í dekkjavandræðum sem leiddi til þess að liðsfélaga hans Valtteri Bottas var hleypt fram úr honum. Norris nýtti sér þá vandræði Hamilton og tók af honum þriðja sætið. Verstappen fagnaði sigri, Bottas varð annar eftir að hafa hafið keppnina fimmti, Norris þriðji í mark og Hamilton fjórði. Verstappen er eftir sigur dagsins með 182 stig í keppni ökuþóra, 32 stigum á undan Hamilton sem er annar með 150 stig. Sergio Pérez, liðsfélagi Verstappen hjá RedBull sem varð sjötti í dag, er með 104 stig og Lando Norris með 101 stig. RedBull leiðir þá keppni bílaframleiðanda með 286 stig, Mercedes er með 242 stig en McLaren 141 stig. Vel má vera að sigurhrina Mercedes og Hamilton sé á enda en yfirburðirnir hafa verið svakalegir undanfarin ár. Mercedes hefur unnið keppni bílasmiðja óslitið frá 2014 og Hamilton orðið heimsmeistari sex af þeim sjö árum. Formúla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Um var að ræða annan kappaksturinn í Austurríki í röð en síðasta mót var Styrnukappaksturinn þar sem Verstappen fagnaði sigri, rétt eins og hann gerði í Frakklandi þar á undan. Verstappen var á ráspól í dag og hélt forystunni eftir fyrstu beygjurnar. Bretinn Lando Norris á McLaren var annar í rásröðinni en hann var lengi vel í baráttu við landa sinn, heimsmeistarann Lewis Hamilton, sem sótti að honum. Verstappen jók forskot sitt á meðan og hélt því allt til loka. Hamilton náði fram úr Norris en lenti síðar í dekkjavandræðum sem leiddi til þess að liðsfélaga hans Valtteri Bottas var hleypt fram úr honum. Norris nýtti sér þá vandræði Hamilton og tók af honum þriðja sætið. Verstappen fagnaði sigri, Bottas varð annar eftir að hafa hafið keppnina fimmti, Norris þriðji í mark og Hamilton fjórði. Verstappen er eftir sigur dagsins með 182 stig í keppni ökuþóra, 32 stigum á undan Hamilton sem er annar með 150 stig. Sergio Pérez, liðsfélagi Verstappen hjá RedBull sem varð sjötti í dag, er með 104 stig og Lando Norris með 101 stig. RedBull leiðir þá keppni bílaframleiðanda með 286 stig, Mercedes er með 242 stig en McLaren 141 stig. Vel má vera að sigurhrina Mercedes og Hamilton sé á enda en yfirburðirnir hafa verið svakalegir undanfarin ár. Mercedes hefur unnið keppni bílasmiðja óslitið frá 2014 og Hamilton orðið heimsmeistari sex af þeim sjö árum.
Formúla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira