Vann sinn fyrsta PGA-sigur eftir dramatískan bráðabana Valur Páll Eiríksson skrifar 4. júlí 2021 23:10 Ástralinn Cameron Davis rétt náði inn í bráðabanann á lokaholunni, áður en hann fagnaði sigri. Getty Images/Maddie Meyer Ástralinn Cameron Davis fagnaði sigri á Rocket Mortgage Classic-mótinu í Detroit í Bandaríkjunum. Um er að ræða fyrsta sigur kappans á PGA-mótaröðinni og hann var torsóttur. Bandaríkjamaðurinn Troy Merritt og Sílemaðurinn Joaco Niemann leiddu fyrir lokadaginn í dag, báðir á 14 höggum undir pari í heildina. Ástralinn Cameron Davis og Hank Lebioda frá Bandaríkjunum voru næstir á 13 undir parinu. .@CamDavisGolf throwing darts! He birdied 18 in regulation to get into the playoff. pic.twitter.com/uuiafNeCC1— PGA TOUR (@PGATOUR) July 4, 2021 Merritt, Lebioda og Niemann fóru allir hringinn á 68 höggum, fjórum undir pari, en Davis á 67 höggum og jafnaði hann þar með bæði Merritt og Niemann. Þeir þrír enduðu jafnir í forystunni þegar allir höfðu klárað fjórða hring mótsins í kvöld og því ljóst að til þyrfti þriggja manna bráðabana til að útkljá mótið. Fugl á lokabraut vallarins skilaði Davis í bráðabanann. First win fireworks. @CamDavisGolf claims his first TOUR victory @RocketClassic in dramatic fashion. pic.twitter.com/mYUIpyhxA5— PGA TOUR (@PGATOUR) July 4, 2021 Niemann fékk skolla á fyrstu braut á meðan Merritt og Davis fengu báðir par, og Niemann því úr keppni. Þeir félagar fengu aftur báðir par á næstu tveimur holum og báðir fugl á fjórðu holunni í röðinni. Það kom svo að því á fimmtu brautinni sem spiluð var að Davis hafði betur. Eftir að hafa rétt sloppið inn í bráðabanann á lokabraut fagnaði Davis því sigri, sínum fyrsta á PGA-mótaröðinni. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Troy Merritt og Sílemaðurinn Joaco Niemann leiddu fyrir lokadaginn í dag, báðir á 14 höggum undir pari í heildina. Ástralinn Cameron Davis og Hank Lebioda frá Bandaríkjunum voru næstir á 13 undir parinu. .@CamDavisGolf throwing darts! He birdied 18 in regulation to get into the playoff. pic.twitter.com/uuiafNeCC1— PGA TOUR (@PGATOUR) July 4, 2021 Merritt, Lebioda og Niemann fóru allir hringinn á 68 höggum, fjórum undir pari, en Davis á 67 höggum og jafnaði hann þar með bæði Merritt og Niemann. Þeir þrír enduðu jafnir í forystunni þegar allir höfðu klárað fjórða hring mótsins í kvöld og því ljóst að til þyrfti þriggja manna bráðabana til að útkljá mótið. Fugl á lokabraut vallarins skilaði Davis í bráðabanann. First win fireworks. @CamDavisGolf claims his first TOUR victory @RocketClassic in dramatic fashion. pic.twitter.com/mYUIpyhxA5— PGA TOUR (@PGATOUR) July 4, 2021 Niemann fékk skolla á fyrstu braut á meðan Merritt og Davis fengu báðir par, og Niemann því úr keppni. Þeir félagar fengu aftur báðir par á næstu tveimur holum og báðir fugl á fjórðu holunni í röðinni. Það kom svo að því á fimmtu brautinni sem spiluð var að Davis hafði betur. Eftir að hafa rétt sloppið inn í bráðabanann á lokabraut fagnaði Davis því sigri, sínum fyrsta á PGA-mótaröðinni. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira