Umfjöllun og viðtöl: KA - KR 1-2 | Tíu KR-ingar unnu seiglusigur á Dalvík Ester Ósk Árnadóttir skrifar 5. júlí 2021 23:15 Pálmi Rafn skoraði sigurmark KR-inga úr vítaspyrnu. Vísir/Hulda Margrét KR vann 2-1 sigur á KA í Pepsí Max-deild karla í fótbolta í kvöld. KR-ingar voru færri í 70. mínútur í leiknum en létu það ekki á sig fá. Fyrir leikinn sátu liðin í 4. og 5. sæti deildarinnar. KA með tveimur stigum meira og því mikilvægur leikur fyrir bæði lið í toppbaráttunni. Leikurinn fór fram á Dalvíkurvelli eins og aðrir heimaleikir KA til þessa í sumar. Fyrri hálfleikur var mikill skemmtun og skiptust liðin á að sækja að marki. KA menn voru þó skeinuhættari og uppskáru nokkrar hornspyrnur og aukaspyrnur á upphafs mínútunum. Hallgrímur Mar átti frábært skot upp í skeytin á 14 mínútu en Beitir í marki KR varði með frábærri sjónvarpsvörslu. Kristján Flóki átti þó sviðið næst. Á 19. mínútu slapp hann í gegnum KA vörnina en Steinþór í marki KA fyrri til á boltann. Í kjölfarið vildi KR víti sem Ívar Orri dómari dæmi ekki. Þetta virtist fara í skapið á Kristjáni sem eini mínútu síðar fékk gult spjald fyrir brot á Elfari Árna. Hann lét sér það ekki nægja og áður en á mínútan var úti hafði hann tæklað Sveinn Margeir við miðjubogann og uppskar rautt spjald. Gestirnir einum færri og róðurinn þyngri. Eftir rauða spjaldið vörðust gestirnir vel á meðan KA menn gáfu í og sóttu af krafti næstu mínútur. Beitir sá hins vegar við öllum þeirra skotum. Ásgeir Sigurgeirsson fékk dauðafæri á 29. mínútu en brást bogalistinn. Það var svo á 39. mínútu að Kjartan Henry Finnabogason kom KR yfir eftir frábæran undirbúning Kristins Jónssonar. Það liðu aðeins tvær mínútur þar til KA jafnaði leikinn en þar var að verki Elfar Árni með skalla sem fór framhjá Beiti. Staðan 1-1 og stefndi í það að liðin myndu ganga þannig til búningsklefa. Þegar var komið fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks gerðist Þorri Mar sekur um mistök í vörn heimamanna en léleg sending innan teigs varð til þess að Jonathan Hendrickx braut af á Kristinn. Pálmi Rafn fór á punktinn og setti boltann af öryggi í netið. Staðan vænleg í hálfleik fyrir gestina 1-2. Í seinni hálfleik fór meirihlutinn af leiknum fram á vallarhelming KR. Gestirnir múruðu fyrir markið en KA menn reyndu hvað þeir gátu að finna leið í gegnum vörnina og setja boltann í netið. KA náði nokkrum góðum sóknum og bjuggu til fín færi en maður leiksins, Beitir Ólafsson varði allt sem kom á markið og átti margar frábærar vörslur. Niðurstaðan 1-2 sigur KR sem fer upp fyrir KA í töflunni í 18 stig í 4. sæti. Af hverju vann KR? KR-ingar voru skynsamir eftir að þeirra lenda manni undir. Skora tvö frábær mörk eftir að vera orðnir manni færri og það dugði til. Spiluðu flottan varnarleik eftir að þeir komust yfir og ekki skemmdi fyrir að Beitir átti stórleik í markinu. Hverjar stóðu upp úr? Beitir var frábær í markinu hjá KR. KA átti góð skot og fengu ákjósanlega færi oft á tíðum en Beitir sá við því öllu. Kristinn Jónsson var frábær úti vinstra meginn og áttu KA menn í fullu basli með hann, nánast allt sem KR gerði sóknarlega kom frá vinstri vængnum. Kristinn átti sinn þátt í báðum mörkum KR. Í heildina spiluðu KR svo fanta varnaleik, voru ekki að láta temja sig út úr stöðum og það bar árangur. Hvað gekk illa? Mistök varnarlega í tvígang verður KA að falli í dag. Sömuleiðis gekk KA mönnum illa að koma boltanum framhjá Beiti í markinu. Tókst einu sinni en það nægði ekki. Sóknarleikurinn var líka oft á tíðum fyrisjáanlegur hjá heimamönnum en það var eins og hjá KR-ingum mikið sótt upp vinstra meginn og svo fyrirgjöf fyrir sem gestirnir leystu nokkuð auðveldlega. Hvað gerist næst? KA heimsækir Fylki. Á meðan KR fær Keflavík í heimsókn. Arnar Grétarson: Frammistaðan frábær en úrslitin skelfileg Arnar var vonsvikinn með niðurstöðuna.Vísir/Hulda Margrét „Þetta eru hrikaleg vonbrigði. Mér fannst við spila rosalega flottan leik. Til dæmis þegar þeir voru ennþá 11 inn á vellinum þá vorum við að fá upphlaupin og færin til að skora mörk en boltinn vildi ekki inn. Að sama skapi gerum við dýr mistök á 45. mínútu þegar þeir komast yfir 1-2 í leiknum og það er dýrt. Heilt yfir vorum við að spila góðan leik. Ég hef aldrei séð aðra eins frammistöðu og hjá Beitir í dag, það er það sem skilur á milli og það er það sem gerir fótbolta stundum skemmtilegan og stundum leiðinlegan. Frammistaðan frábær en úrslitin skelfileg,“ sagði Arnar Grétarson eftir 1-2 tap á móti KR á Dalvíkurvelli í kvöld. KR fékk víti í uppbótatíma fyrri hálfleiks sem var algjör vendipunktur í leiknum. „Ég tel að vítið hafi bara verið hárrétt ákvörðun. Við gerum skelfileg mistök í sendingunni fyrir. Það er enginn pressa á honum og hann þurfti ekkert að senda boltann. Kristinn gerir mjög vel, les það og kemst inn í sendinguna og ég held að Hendrickx hafi bara farið í hann og það er víti. Þetta er það sem skilur á milli, það er að koma boltanum í netið. Við reyndum hvað við gátum í seinni hálfleik og stjórnuðum alveg leiknum frá a-ö en Beitir bara gjörsamlega lokaði markinu.“ KA fer niður fyrir KR í töflunni. KA er nú 10 stigum frá toppsætinu. KA hefur lítið fengið af stigum á heimavelli. „Auðvitað er maður gríðarlega svekktur vegna þess að það verður lengra í liðin fyrir ofan og sér í lagi þegar maður horfir í þessa frammistöðu hér. Við höfum fengið lítið af stigum á heimavelli. Við erum að spila fína leiki hér á heimavelli en fáum ekkert út úr þessum leikjum. Það er bara það sem telur í þessu að fá þessi stig. Við verðum að bæta okkur í því að gefa ekki svona mörk eins og við gáfum í dag. Svo þurfum við að nýta færin betur, það er alveg klárt.“ Næsta verkefni KA er í Árbænum á móti Fylki. „Það býður okkar erfitt verkefni að fara í Árbæinn í næstu viku og við þurfum að sækja þrjú stig þangað.“ Pepsi Max-deild karla KA KR
KR vann 2-1 sigur á KA í Pepsí Max-deild karla í fótbolta í kvöld. KR-ingar voru færri í 70. mínútur í leiknum en létu það ekki á sig fá. Fyrir leikinn sátu liðin í 4. og 5. sæti deildarinnar. KA með tveimur stigum meira og því mikilvægur leikur fyrir bæði lið í toppbaráttunni. Leikurinn fór fram á Dalvíkurvelli eins og aðrir heimaleikir KA til þessa í sumar. Fyrri hálfleikur var mikill skemmtun og skiptust liðin á að sækja að marki. KA menn voru þó skeinuhættari og uppskáru nokkrar hornspyrnur og aukaspyrnur á upphafs mínútunum. Hallgrímur Mar átti frábært skot upp í skeytin á 14 mínútu en Beitir í marki KR varði með frábærri sjónvarpsvörslu. Kristján Flóki átti þó sviðið næst. Á 19. mínútu slapp hann í gegnum KA vörnina en Steinþór í marki KA fyrri til á boltann. Í kjölfarið vildi KR víti sem Ívar Orri dómari dæmi ekki. Þetta virtist fara í skapið á Kristjáni sem eini mínútu síðar fékk gult spjald fyrir brot á Elfari Árna. Hann lét sér það ekki nægja og áður en á mínútan var úti hafði hann tæklað Sveinn Margeir við miðjubogann og uppskar rautt spjald. Gestirnir einum færri og róðurinn þyngri. Eftir rauða spjaldið vörðust gestirnir vel á meðan KA menn gáfu í og sóttu af krafti næstu mínútur. Beitir sá hins vegar við öllum þeirra skotum. Ásgeir Sigurgeirsson fékk dauðafæri á 29. mínútu en brást bogalistinn. Það var svo á 39. mínútu að Kjartan Henry Finnabogason kom KR yfir eftir frábæran undirbúning Kristins Jónssonar. Það liðu aðeins tvær mínútur þar til KA jafnaði leikinn en þar var að verki Elfar Árni með skalla sem fór framhjá Beiti. Staðan 1-1 og stefndi í það að liðin myndu ganga þannig til búningsklefa. Þegar var komið fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks gerðist Þorri Mar sekur um mistök í vörn heimamanna en léleg sending innan teigs varð til þess að Jonathan Hendrickx braut af á Kristinn. Pálmi Rafn fór á punktinn og setti boltann af öryggi í netið. Staðan vænleg í hálfleik fyrir gestina 1-2. Í seinni hálfleik fór meirihlutinn af leiknum fram á vallarhelming KR. Gestirnir múruðu fyrir markið en KA menn reyndu hvað þeir gátu að finna leið í gegnum vörnina og setja boltann í netið. KA náði nokkrum góðum sóknum og bjuggu til fín færi en maður leiksins, Beitir Ólafsson varði allt sem kom á markið og átti margar frábærar vörslur. Niðurstaðan 1-2 sigur KR sem fer upp fyrir KA í töflunni í 18 stig í 4. sæti. Af hverju vann KR? KR-ingar voru skynsamir eftir að þeirra lenda manni undir. Skora tvö frábær mörk eftir að vera orðnir manni færri og það dugði til. Spiluðu flottan varnarleik eftir að þeir komust yfir og ekki skemmdi fyrir að Beitir átti stórleik í markinu. Hverjar stóðu upp úr? Beitir var frábær í markinu hjá KR. KA átti góð skot og fengu ákjósanlega færi oft á tíðum en Beitir sá við því öllu. Kristinn Jónsson var frábær úti vinstra meginn og áttu KA menn í fullu basli með hann, nánast allt sem KR gerði sóknarlega kom frá vinstri vængnum. Kristinn átti sinn þátt í báðum mörkum KR. Í heildina spiluðu KR svo fanta varnaleik, voru ekki að láta temja sig út úr stöðum og það bar árangur. Hvað gekk illa? Mistök varnarlega í tvígang verður KA að falli í dag. Sömuleiðis gekk KA mönnum illa að koma boltanum framhjá Beiti í markinu. Tókst einu sinni en það nægði ekki. Sóknarleikurinn var líka oft á tíðum fyrisjáanlegur hjá heimamönnum en það var eins og hjá KR-ingum mikið sótt upp vinstra meginn og svo fyrirgjöf fyrir sem gestirnir leystu nokkuð auðveldlega. Hvað gerist næst? KA heimsækir Fylki. Á meðan KR fær Keflavík í heimsókn. Arnar Grétarson: Frammistaðan frábær en úrslitin skelfileg Arnar var vonsvikinn með niðurstöðuna.Vísir/Hulda Margrét „Þetta eru hrikaleg vonbrigði. Mér fannst við spila rosalega flottan leik. Til dæmis þegar þeir voru ennþá 11 inn á vellinum þá vorum við að fá upphlaupin og færin til að skora mörk en boltinn vildi ekki inn. Að sama skapi gerum við dýr mistök á 45. mínútu þegar þeir komast yfir 1-2 í leiknum og það er dýrt. Heilt yfir vorum við að spila góðan leik. Ég hef aldrei séð aðra eins frammistöðu og hjá Beitir í dag, það er það sem skilur á milli og það er það sem gerir fótbolta stundum skemmtilegan og stundum leiðinlegan. Frammistaðan frábær en úrslitin skelfileg,“ sagði Arnar Grétarson eftir 1-2 tap á móti KR á Dalvíkurvelli í kvöld. KR fékk víti í uppbótatíma fyrri hálfleiks sem var algjör vendipunktur í leiknum. „Ég tel að vítið hafi bara verið hárrétt ákvörðun. Við gerum skelfileg mistök í sendingunni fyrir. Það er enginn pressa á honum og hann þurfti ekkert að senda boltann. Kristinn gerir mjög vel, les það og kemst inn í sendinguna og ég held að Hendrickx hafi bara farið í hann og það er víti. Þetta er það sem skilur á milli, það er að koma boltanum í netið. Við reyndum hvað við gátum í seinni hálfleik og stjórnuðum alveg leiknum frá a-ö en Beitir bara gjörsamlega lokaði markinu.“ KA fer niður fyrir KR í töflunni. KA er nú 10 stigum frá toppsætinu. KA hefur lítið fengið af stigum á heimavelli. „Auðvitað er maður gríðarlega svekktur vegna þess að það verður lengra í liðin fyrir ofan og sér í lagi þegar maður horfir í þessa frammistöðu hér. Við höfum fengið lítið af stigum á heimavelli. Við erum að spila fína leiki hér á heimavelli en fáum ekkert út úr þessum leikjum. Það er bara það sem telur í þessu að fá þessi stig. Við verðum að bæta okkur í því að gefa ekki svona mörk eins og við gáfum í dag. Svo þurfum við að nýta færin betur, það er alveg klárt.“ Næsta verkefni KA er í Árbænum á móti Fylki. „Það býður okkar erfitt verkefni að fara í Árbæinn í næstu viku og við þurfum að sækja þrjú stig þangað.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti