Halda sig inni vegna gosmóðu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. júlí 2021 18:33 Gunnhildur Hlöðversdóttir varaformaður Samtaka lungnasjúklinga hefur haldið sig inni vegna mengunar síðan á föstudag. Vísir Viðkvæmustu hóparnir hafa haldið sig við inni við síðustu daga vegna gosmóðu frá Eldgosinu í Geldingadölum að sögn varaformanns Samtaka lungnasjúklinga . Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að fylgjast vel með loftgæðum. Svokölluð gosmóða frá eldgosinu í Geldingadölum hefur legið yfir suðvestanverðu landinu síðustu daga en hún hefur líka sést annars staðar á landinu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg fyrir helgi kom fram að gosmóða greinist á svifryksmælum en ekki á SO2 eða brennisteinsdíoxíð mælum. Gosmóðan getur valdið höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þá ættu viðkvæmir og börn að forðast útivist í lengri tíma. Á samfélagsmiðlum hefur borið nokkuð á því að fólk kvarti yfir einkennum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði í hádegisfréttum mikilvægt að fólk fylgist vel með mengun frá eldgosinu eða SO2 og PM mengun í nágrenni við sig á vefnum Loftgæði.is. Svifryk, PM10 og minna kemst inni í öndunarfæri manna samkvæmt vefnum Belgingi. Þaðan getur það borist í lungnaberkjurnar og í blóðrásarkerfið. Þá getur brennisteinsdíoxíð haft áhrif á heilsufar viðkvæmra ef magn þess fer yfir 351. Gunnhildur Hlöðversdóttir varaformaður Samtaka lungnasjúklinga hefur haldið sig inni vegna mengunar síðan á föstudag. „Ég nenni ekki að fara að missa heilsuna. Ég held að við lungnasjúklingar viljum heldur vera inni við en að fara út í góða veðrið meðan mengunin er svona. Heilt yfir er fólk ofboðslega lítið að fara út núna. Fyrst vorum við heima í 15 mánuði vegna Covid-19 og nú vegna mengunar,“ segir Gunnhildur og brosir. Hún telur að margir geri sér ekki grein fyrir að þeir verði fyrir áhrifum á menguninni. „Þeir sem eru lungnaveikir halda kannski að sjúkdómur sinn sé að versna og þeir sem eru heilbrigðir gera sér kannski ekki grein fyrir því að þessi erting í hálsinum og höfuðverkur sé vegna mengunarinnar,“ segir Gunnhildur. Hún vill nákvæmari merkingar á loftgæði.is „Þetta er ekki nógu aðgengilegt þarna inni. Það eru litlar útskýringar og maður þarf að fara svo langa leið til að finna út úr því hvernig ástandið er. Það er mikilvægt að hafa þessar upplýsingar eins einfaldar og mögulegt er fyrir einkum fyrir eldri aldurshópinn. Það er t.d. skrítið að sjá einstakan stað á höfborgarsvæðinu rauðan en staðir í næsta nágrenni eru grænir,“ segir Gunnhildur að lokum. Eldgos í Fagradalsfjalli Loftslagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þurfum að setja okkur í loftgæðagosgír“ Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að tileinka sér að kanna loftgæði í nágrenni við sig vegna mengunar frá eldgosinu í Geldingadölum. Fólk með öndunarfærasjúkdóma eigi að forðast útiveru þegar mengun er mikil. Búast megi við færri sólardögum í sumar vegna gosmóðu og þoku. 5. júlí 2021 12:01 Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum Móðan sem liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og hefur gert frá því snemma í morgun er gosmóða frá eldgosinu í Fagradalsfjalli í bland við þokuloft. Gosmóðan inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2). 2. júlí 2021 14:33 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Svokölluð gosmóða frá eldgosinu í Geldingadölum hefur legið yfir suðvestanverðu landinu síðustu daga en hún hefur líka sést annars staðar á landinu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg fyrir helgi kom fram að gosmóða greinist á svifryksmælum en ekki á SO2 eða brennisteinsdíoxíð mælum. Gosmóðan getur valdið höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þá ættu viðkvæmir og börn að forðast útivist í lengri tíma. Á samfélagsmiðlum hefur borið nokkuð á því að fólk kvarti yfir einkennum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði í hádegisfréttum mikilvægt að fólk fylgist vel með mengun frá eldgosinu eða SO2 og PM mengun í nágrenni við sig á vefnum Loftgæði.is. Svifryk, PM10 og minna kemst inni í öndunarfæri manna samkvæmt vefnum Belgingi. Þaðan getur það borist í lungnaberkjurnar og í blóðrásarkerfið. Þá getur brennisteinsdíoxíð haft áhrif á heilsufar viðkvæmra ef magn þess fer yfir 351. Gunnhildur Hlöðversdóttir varaformaður Samtaka lungnasjúklinga hefur haldið sig inni vegna mengunar síðan á föstudag. „Ég nenni ekki að fara að missa heilsuna. Ég held að við lungnasjúklingar viljum heldur vera inni við en að fara út í góða veðrið meðan mengunin er svona. Heilt yfir er fólk ofboðslega lítið að fara út núna. Fyrst vorum við heima í 15 mánuði vegna Covid-19 og nú vegna mengunar,“ segir Gunnhildur og brosir. Hún telur að margir geri sér ekki grein fyrir að þeir verði fyrir áhrifum á menguninni. „Þeir sem eru lungnaveikir halda kannski að sjúkdómur sinn sé að versna og þeir sem eru heilbrigðir gera sér kannski ekki grein fyrir því að þessi erting í hálsinum og höfuðverkur sé vegna mengunarinnar,“ segir Gunnhildur. Hún vill nákvæmari merkingar á loftgæði.is „Þetta er ekki nógu aðgengilegt þarna inni. Það eru litlar útskýringar og maður þarf að fara svo langa leið til að finna út úr því hvernig ástandið er. Það er mikilvægt að hafa þessar upplýsingar eins einfaldar og mögulegt er fyrir einkum fyrir eldri aldurshópinn. Það er t.d. skrítið að sjá einstakan stað á höfborgarsvæðinu rauðan en staðir í næsta nágrenni eru grænir,“ segir Gunnhildur að lokum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Loftslagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þurfum að setja okkur í loftgæðagosgír“ Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að tileinka sér að kanna loftgæði í nágrenni við sig vegna mengunar frá eldgosinu í Geldingadölum. Fólk með öndunarfærasjúkdóma eigi að forðast útiveru þegar mengun er mikil. Búast megi við færri sólardögum í sumar vegna gosmóðu og þoku. 5. júlí 2021 12:01 Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum Móðan sem liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og hefur gert frá því snemma í morgun er gosmóða frá eldgosinu í Fagradalsfjalli í bland við þokuloft. Gosmóðan inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2). 2. júlí 2021 14:33 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
„Þurfum að setja okkur í loftgæðagosgír“ Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að tileinka sér að kanna loftgæði í nágrenni við sig vegna mengunar frá eldgosinu í Geldingadölum. Fólk með öndunarfærasjúkdóma eigi að forðast útiveru þegar mengun er mikil. Búast megi við færri sólardögum í sumar vegna gosmóðu og þoku. 5. júlí 2021 12:01
Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum Móðan sem liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og hefur gert frá því snemma í morgun er gosmóða frá eldgosinu í Fagradalsfjalli í bland við þokuloft. Gosmóðan inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2). 2. júlí 2021 14:33