Hildi barst líflátshótun í kjölfar Eurovison Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 7. júlí 2021 09:55 Tónlistarkonan Hildur Kristín fór á trúnó með Bjarna Freyr Péturssyni í vefþættinum Á rúntinum sem sýndir eru á Vísi í sumar Skjáskot „Ég er heppin með það að lyfin breyttu miklu hjá mér, með mitt ADHD. Ég man alltaf þegar ég byrjaði á lyfjunum og ég hugsaði: Vá, er það svona sem að fólki á að líða?“ Þetta segir söngkonan og lagahöfundurinn Hildur Kristín Stefánsdóttir í vefþættinum Á rúntinum. Þakklát fyrir að glata ekki sköpunargáfunni Hildur hefur komið víða við í tónlistinni og hefur hún verið áberandi í senunni síðustu árin. Þessa dagana hefur hún verið að einbeita sér að gerð nýrrar sólóplötu ásamt því að vera að kenna bæði lagasmíðar í MÍT og ýmis sumarnámskeið. „Mér finnst gaman að kenna lagasmíðar, því mér líður ekkert eins og ég sé að vinna,“ segir Hildur sem hefur einnig starfað mikið við það að semja tónlist og útsetja fyrir aðra listamenn. Þó að hún segi Covid-tímabilið hafa verið krefjandi segist hún þó þakklát fyrir það að hafa haft að nóg að gera og ekki hafa glatað sköpunargáfunni. Eitt af verkefnunum sem fæddust á þessum tíma var samstarf hennar og vinkonu hennar tónlistarkonunnar Cell7, Rögnu Kjartansdóttur. Hún segir þær stöllur strax hafa fundið einhvern nýjan hljóm sem þær voru spenntar fyrir og úr varð bandið Red Riot. Ég elska hvernig við komum með ógeðslega ólíkar hugmyndir og mætumst svo í miðjunni! Mikilvægt að kunna að brynja sig Árið 2017 tók Hildur þátt í undankeppni Eurovison hér á landi með lagið sitt Bammbaramm og talar hún um skipti þar sem henni barst líflátshótun í textaskilaboðum. Já, ég fékk líflátshótun. Ég held að þessi manneskja hafi verið mikill aðdáandi annars keppanda. Ég var með „missed call“ frá þessu sama númeri og svo skilaboð sem innihéldu þessa líflátshótun. Þetta var áður en ég steig á svið og keppti, áður en ég söng í keppninni. Á þessum tíma segist Hildi ekki hafa staðið á sama og hugsað hvað hún væri búin að koma sér út í. Hún talar um mikilvægi þess að brynja sig fyrir svona hlutum en þó séu dagar sem að þeir nái í gegn. „Allir eru mannlegir. Ég man eftir einum degi þegar ég var orðin þreytt og lítil í mér og ég fékk ömurlegt skilaboð á Snapchat og mig langaði bar að hætta, ég nennti þessu ekki. Svo aðra daga, þegar ég var á góðum stað, þá var hugsaði ég bara, hvað er að þessu fólki? Þetta minnir mann á að sama hversu sterkt fólk er þá getur alltaf komið sú stund þar sem þú ert lítill í þér, þreyttur eða eitthvað annað sem veldur því að þú tekur þessi illa.“ Hildur segir það hafa verið mikinn létti að hafa fengið greiningu við ADHD fyrir um ári síðan. Aðsent Með kvíðaröskun og ADHD Hildur segist hafa þurft að kljást við kvíða í töluverðan tíma en fyrir ári síðan var hún greind með kvíðaröskun og ADHD. Hún segist hafa fundið fyrir miklum létti eftir greininguna og loksins geta skilið sig og líðan sína betur. ADHD getur haft mismunandi birtingarmyndir hjá fólki og til eru einkennin oft ólík hjá stelpum og strákum. „Margir strákar eru kannski með meiri ofvirkni í líkamanum en stelpur kannski frekar í hausnum. Loksins skildi ég – Það var svo mikið sem kom heim og saman.“ Hildur talar um lyfjagjöf við ADHD og segist hún mjög meðvituð um það að slík lyf henti alls ekki öllum. Ég er heppin með það að lyfin breyttu miklu hjá mér, með mitt ADHD. Ég man alltaf þegar ég byrjaði á lyfjunum og ég hugsaði: Vá, er það svona sem að fólki á að líða. Hún segist allt í einu hafa fundið ró og séð hlutina skýrar. Náð að einbeita sér og hafa eirð í að vinna í sjálfri sér, sem hún hafi ekki áður. „Það er ekki bara eitt lyf sem breytti öllu en ég fór bara að geta tekist á við meira. Fór að lesa mig meira til um þetta og skilja hvað hefur áhrif á mig og virkar vel fyrir mig.“ Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Á rúntinum - Hildur Kristín Stefánsdóttir Þættirnir Á rúntinum verða sýndir hér á Vísi í sumar. Þar er rætt við tónlistarfólk eins og Séra Jón, Siggu Beinteins, dj. flugvél og geimskip, Blaz Roca, Grétu Salóme og Steina í Quarashi. Á rúntinum Tónlist Eurovision Tengdar fréttir Eins og að kaupa lottómiða Tónlistarkonan Hildur hefur sótt þónokkur lagasmíða „workshop“ erlendis þar sem hún vinnur með fólki frá öllum heimshornum að tónlistarsköpun. Hún segir að mörg af þessum lögum líti aldrei dagsins ljós. 30. júní 2021 13:32 Red Riot senda frá sér dansvænan sumarsmell RED RIOT sendu frá sér sumarlegt danslag í dag af væntanlegri plötu. Hljómsveitin RED RIOT er skipuð þeim Hildi Kristínu Stefánsdóttur og Rögnu Kjartansdóttur, betur þekktum sem Hildur og Cell7. 11. júní 2021 16:30 Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira
Þakklát fyrir að glata ekki sköpunargáfunni Hildur hefur komið víða við í tónlistinni og hefur hún verið áberandi í senunni síðustu árin. Þessa dagana hefur hún verið að einbeita sér að gerð nýrrar sólóplötu ásamt því að vera að kenna bæði lagasmíðar í MÍT og ýmis sumarnámskeið. „Mér finnst gaman að kenna lagasmíðar, því mér líður ekkert eins og ég sé að vinna,“ segir Hildur sem hefur einnig starfað mikið við það að semja tónlist og útsetja fyrir aðra listamenn. Þó að hún segi Covid-tímabilið hafa verið krefjandi segist hún þó þakklát fyrir það að hafa haft að nóg að gera og ekki hafa glatað sköpunargáfunni. Eitt af verkefnunum sem fæddust á þessum tíma var samstarf hennar og vinkonu hennar tónlistarkonunnar Cell7, Rögnu Kjartansdóttur. Hún segir þær stöllur strax hafa fundið einhvern nýjan hljóm sem þær voru spenntar fyrir og úr varð bandið Red Riot. Ég elska hvernig við komum með ógeðslega ólíkar hugmyndir og mætumst svo í miðjunni! Mikilvægt að kunna að brynja sig Árið 2017 tók Hildur þátt í undankeppni Eurovison hér á landi með lagið sitt Bammbaramm og talar hún um skipti þar sem henni barst líflátshótun í textaskilaboðum. Já, ég fékk líflátshótun. Ég held að þessi manneskja hafi verið mikill aðdáandi annars keppanda. Ég var með „missed call“ frá þessu sama númeri og svo skilaboð sem innihéldu þessa líflátshótun. Þetta var áður en ég steig á svið og keppti, áður en ég söng í keppninni. Á þessum tíma segist Hildi ekki hafa staðið á sama og hugsað hvað hún væri búin að koma sér út í. Hún talar um mikilvægi þess að brynja sig fyrir svona hlutum en þó séu dagar sem að þeir nái í gegn. „Allir eru mannlegir. Ég man eftir einum degi þegar ég var orðin þreytt og lítil í mér og ég fékk ömurlegt skilaboð á Snapchat og mig langaði bar að hætta, ég nennti þessu ekki. Svo aðra daga, þegar ég var á góðum stað, þá var hugsaði ég bara, hvað er að þessu fólki? Þetta minnir mann á að sama hversu sterkt fólk er þá getur alltaf komið sú stund þar sem þú ert lítill í þér, þreyttur eða eitthvað annað sem veldur því að þú tekur þessi illa.“ Hildur segir það hafa verið mikinn létti að hafa fengið greiningu við ADHD fyrir um ári síðan. Aðsent Með kvíðaröskun og ADHD Hildur segist hafa þurft að kljást við kvíða í töluverðan tíma en fyrir ári síðan var hún greind með kvíðaröskun og ADHD. Hún segist hafa fundið fyrir miklum létti eftir greininguna og loksins geta skilið sig og líðan sína betur. ADHD getur haft mismunandi birtingarmyndir hjá fólki og til eru einkennin oft ólík hjá stelpum og strákum. „Margir strákar eru kannski með meiri ofvirkni í líkamanum en stelpur kannski frekar í hausnum. Loksins skildi ég – Það var svo mikið sem kom heim og saman.“ Hildur talar um lyfjagjöf við ADHD og segist hún mjög meðvituð um það að slík lyf henti alls ekki öllum. Ég er heppin með það að lyfin breyttu miklu hjá mér, með mitt ADHD. Ég man alltaf þegar ég byrjaði á lyfjunum og ég hugsaði: Vá, er það svona sem að fólki á að líða. Hún segist allt í einu hafa fundið ró og séð hlutina skýrar. Náð að einbeita sér og hafa eirð í að vinna í sjálfri sér, sem hún hafi ekki áður. „Það er ekki bara eitt lyf sem breytti öllu en ég fór bara að geta tekist á við meira. Fór að lesa mig meira til um þetta og skilja hvað hefur áhrif á mig og virkar vel fyrir mig.“ Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Á rúntinum - Hildur Kristín Stefánsdóttir Þættirnir Á rúntinum verða sýndir hér á Vísi í sumar. Þar er rætt við tónlistarfólk eins og Séra Jón, Siggu Beinteins, dj. flugvél og geimskip, Blaz Roca, Grétu Salóme og Steina í Quarashi.
Á rúntinum Tónlist Eurovision Tengdar fréttir Eins og að kaupa lottómiða Tónlistarkonan Hildur hefur sótt þónokkur lagasmíða „workshop“ erlendis þar sem hún vinnur með fólki frá öllum heimshornum að tónlistarsköpun. Hún segir að mörg af þessum lögum líti aldrei dagsins ljós. 30. júní 2021 13:32 Red Riot senda frá sér dansvænan sumarsmell RED RIOT sendu frá sér sumarlegt danslag í dag af væntanlegri plötu. Hljómsveitin RED RIOT er skipuð þeim Hildi Kristínu Stefánsdóttur og Rögnu Kjartansdóttur, betur þekktum sem Hildur og Cell7. 11. júní 2021 16:30 Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira
Eins og að kaupa lottómiða Tónlistarkonan Hildur hefur sótt þónokkur lagasmíða „workshop“ erlendis þar sem hún vinnur með fólki frá öllum heimshornum að tónlistarsköpun. Hún segir að mörg af þessum lögum líti aldrei dagsins ljós. 30. júní 2021 13:32
Red Riot senda frá sér dansvænan sumarsmell RED RIOT sendu frá sér sumarlegt danslag í dag af væntanlegri plötu. Hljómsveitin RED RIOT er skipuð þeim Hildi Kristínu Stefánsdóttur og Rögnu Kjartansdóttur, betur þekktum sem Hildur og Cell7. 11. júní 2021 16:30