Stefna frönskum yfirvöldum vegna blýmengunar eftir brunann í Notre Dame Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2021 15:56 Frá framkvæmdum við Notre Dame í París í nóvember síðastliðinn. Getty Eitt stærsta stéttafélag í Frakklandi, heilbrigðissamtök og íbúar í París hafa tekið höndum saman og munu leggja fram stefnu gegn yfirvöldum í Frakklandi og Parísarborg vegna þess hve mikið blý hefur verið í andrúmsloftinu í París eftir brunann á Notre Dame. Hópurinn vill meina að lífi íbúa hafi verið stefnt í hættu og að yfirvöld hafi sýnt af sér alvarlega vanrækslu í kjölfar brunans. Í stefnunni segir að blýmagnið í andrúmsloftinu hafi verið stórhættulegt í kjölfar brunans og getað leitt til mikils heilsufarlegs skaða, sérstaklega meðal barna og þeirra sem unnu að uppbyggingu kirkjunnar. Eins og flestir muna varð Notre Dame fyrir miklum skemmdum eftir að eldur kom upp í kirkjunni í apríl 2019. Þak kirkjunnar og kirkjuturn skemmdust sérstaklega í brunanum og talið er að allt að 460 tonn af blýi hafi fuðrað upp í andrúmsloftið. Eftir eldsvoðann mældist blýmagn í andrúmsloftinu í garðinum í kring um kirkjuna allt að 500.000 míkrókrömm á fermetra og allt að 20 þúsund míkrógrömm á fermetra á nærliggjandi svæðum. Það er margfalt meira en heilbrigðisyfirvöld í París miða við, sem eru um 5.000 míkrógrömm á fermetra. Samkvæmt mati Umhverfisstofnunar Frakklands er talið að blýið gæti hafa breiðst út allt að fimmtíu kílómetra út frá kirkjunni. CGT stéttarfélagið, sem er meðal ákærenda, segir ekki nógu mikið hafa verið gert til að tryggja öryggi verkamanna og íbúa í nágrenni við kirkjuna, þar á meðal barna í nærliggjandi skólum, fyrstu þrjá mánuðina eftir brunann. Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Tveggja alda gömul tré í spíru Notre Dame felld Franskir skógarhöggsmenn byrjuðu í gær að fella forn eikartré sem valin hafa verið vegna endurbyggingar spíru dómkirkjunnar Notre Dame í París. Fyrstu trén voru felld í í Berceskógi og var það fyrsta um 230 ára gamalt. 9. mars 2021 21:01 Leita að aldagömlum eikartrjám við smíði nýrrar spíru Áætlað er að þörf sé á allt að þúsund, 150 til 200 ára gömlum eikartrjám, þegar endurskapa skal hina 96 metra háu spíru á dómkirkjunni Notre Dame í París í Frakklandi sem eyðilagðist í stórbrunanum í apríl 2019. 16. febrúar 2021 14:53 Þrif á orgeli Notre Dame munu taka fjögur ár Vinna er hafin við þrif á kirkjuorgeli Notre Dame kirkjunnar í París eftir brunann í kirkjunni í fyrra. Þrífa þarf hverja einustu pípu orgelsins og hefur því verið hafist handa að taka orgelið í sundur. 3. ágúst 2020 15:50 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Hópurinn vill meina að lífi íbúa hafi verið stefnt í hættu og að yfirvöld hafi sýnt af sér alvarlega vanrækslu í kjölfar brunans. Í stefnunni segir að blýmagnið í andrúmsloftinu hafi verið stórhættulegt í kjölfar brunans og getað leitt til mikils heilsufarlegs skaða, sérstaklega meðal barna og þeirra sem unnu að uppbyggingu kirkjunnar. Eins og flestir muna varð Notre Dame fyrir miklum skemmdum eftir að eldur kom upp í kirkjunni í apríl 2019. Þak kirkjunnar og kirkjuturn skemmdust sérstaklega í brunanum og talið er að allt að 460 tonn af blýi hafi fuðrað upp í andrúmsloftið. Eftir eldsvoðann mældist blýmagn í andrúmsloftinu í garðinum í kring um kirkjuna allt að 500.000 míkrókrömm á fermetra og allt að 20 þúsund míkrógrömm á fermetra á nærliggjandi svæðum. Það er margfalt meira en heilbrigðisyfirvöld í París miða við, sem eru um 5.000 míkrógrömm á fermetra. Samkvæmt mati Umhverfisstofnunar Frakklands er talið að blýið gæti hafa breiðst út allt að fimmtíu kílómetra út frá kirkjunni. CGT stéttarfélagið, sem er meðal ákærenda, segir ekki nógu mikið hafa verið gert til að tryggja öryggi verkamanna og íbúa í nágrenni við kirkjuna, þar á meðal barna í nærliggjandi skólum, fyrstu þrjá mánuðina eftir brunann.
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Tveggja alda gömul tré í spíru Notre Dame felld Franskir skógarhöggsmenn byrjuðu í gær að fella forn eikartré sem valin hafa verið vegna endurbyggingar spíru dómkirkjunnar Notre Dame í París. Fyrstu trén voru felld í í Berceskógi og var það fyrsta um 230 ára gamalt. 9. mars 2021 21:01 Leita að aldagömlum eikartrjám við smíði nýrrar spíru Áætlað er að þörf sé á allt að þúsund, 150 til 200 ára gömlum eikartrjám, þegar endurskapa skal hina 96 metra háu spíru á dómkirkjunni Notre Dame í París í Frakklandi sem eyðilagðist í stórbrunanum í apríl 2019. 16. febrúar 2021 14:53 Þrif á orgeli Notre Dame munu taka fjögur ár Vinna er hafin við þrif á kirkjuorgeli Notre Dame kirkjunnar í París eftir brunann í kirkjunni í fyrra. Þrífa þarf hverja einustu pípu orgelsins og hefur því verið hafist handa að taka orgelið í sundur. 3. ágúst 2020 15:50 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Tveggja alda gömul tré í spíru Notre Dame felld Franskir skógarhöggsmenn byrjuðu í gær að fella forn eikartré sem valin hafa verið vegna endurbyggingar spíru dómkirkjunnar Notre Dame í París. Fyrstu trén voru felld í í Berceskógi og var það fyrsta um 230 ára gamalt. 9. mars 2021 21:01
Leita að aldagömlum eikartrjám við smíði nýrrar spíru Áætlað er að þörf sé á allt að þúsund, 150 til 200 ára gömlum eikartrjám, þegar endurskapa skal hina 96 metra háu spíru á dómkirkjunni Notre Dame í París í Frakklandi sem eyðilagðist í stórbrunanum í apríl 2019. 16. febrúar 2021 14:53
Þrif á orgeli Notre Dame munu taka fjögur ár Vinna er hafin við þrif á kirkjuorgeli Notre Dame kirkjunnar í París eftir brunann í kirkjunni í fyrra. Þrífa þarf hverja einustu pípu orgelsins og hefur því verið hafist handa að taka orgelið í sundur. 3. ágúst 2020 15:50