Innlent

Bátur strandaði við Harrastaðavík

Árni Sæberg skrifar
Húnabjörgin, björgunarskip Landsbjargar, kom bátnum í höfn.
Húnabjörgin, björgunarskip Landsbjargar, kom bátnum í höfn. Mynd/Landsbjörg

Húnabjörgin, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, var kölluð út um 17:30 í dag vegna strandaðs báts við Harrastaðavík skammt frá Skagaströnd.

Upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfestir útkallið í samtali við fréttastofu.

Björgunarmenn náði bátnum á flot rétt fyrir sjö í kvöld og Húnabjörgin tók hann í tog. Komið var með bátinn í höfn um hálftíma síðar.

Einn var um borð í bátnum og varð honum ekkert meint af strandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×