Kampavín verður að ómerkilegu freyðivíni í Rússlandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. júlí 2021 16:01 Moët & Chandon er best selda kampavín í heimi. Ætli það verði best selda freyðivín í Rússlandi eftir breytinguna eða ætli Rússar séu sjúkir í Shampanskoye? getty/Alberto E. Rodriguez Franskir freyðivínsframleiðendur úr héraðinu Champagne eru æfir eftir að ný löggjöf var innleidd í Rússlandi, sem má kalla ákveðna tímamótalöggjöf í vínheiminum. Þar er kveðið á um að rússneska freyðivínið Shampanskoye (sem er rússneska orðið yfir kampavín) megi eitt bera heitið, sem hefur hingað til aðeins tilheyrt vínframleiðendum Champagne-héraðsins. Á sama tíma missa franskar reglugerðir um vínmerkingar, sem hafa hingað til verið virtar á alþjóðavettvangi, allt gildi sitt í Rússlandi. Öll innflutt freyðivín í landinu verða framvegis að vera merkt með miða á bakhlið sinni sem á stendur „freyðivín“. Freyðivínsframleiðendur í Champagne hafa hingað til einir mátt merkja vín sín sem kampavín. Stimpillinn er talinn sýna fram á ákveðin gæði, því við framleiðslu vínsins er stuðst við aldagamla hefð í héraðinu. Eins og segir á heimasíðu sérstakrar nefndar vínhéraðsins: „Kampavín kemur aðeins frá Champagne“. Freyðivínshillan í Lenta, stórverslun í Sankti Pétursborg.getty/Alexander Demianchuk Sovét-kampavín alþýðunnar Hið rússneska Shampanskoye er ódýrt og vinsælt freyðivín í Rússlandi. Það er í raun eftirgerð drykkjar sem var framleiddur í stjórnartíð Stalíns á Sovéttímanum og var kallaður Sovét-kampavín. Sovét-kampavín átti að koma í staðinn fyrir hefðardrykkinn kampavín og færa þennan munað í hendur almennings. Hættu við að hætta við útflutning Málið hefur farið öfugt ofan í framleiðendur kampavíns í Frakklandi. Þeir segja Champagne-héraðið hafa verið niðurlægt með löggjöfinni og krefjast þess að frönsk og evrópsk yfirvöld grípi til aðgerða til að fá þessu breytt til baka. Framleiðandinn vinsæli Moët Hennessy hótaði um daginn að hætta útflutningi sínum til Rússlands. Framleiðandinn framleiðir nafnþekkt kampavín á borð við Veuve Clicquot, Dom Pérignon, Ruinart, Mercier og Krug. Dom Pérignon er óumdeilt stöðutákn. Það er meðal þeirra kampavína sem rapparar hafa gjarnan gert hátt undir höfði. getty Síðar bakkaði framleiðandinn með yfirlýsingar sínar og tilkynnti að hann myndi halda sendingum sínum til Rússlands óbreyttum, enda hlýtur markaðurinn þar að vera ansi stór: „Moët Hennessy hefur alltaf virt lög hjá þeim ríkið sem fyrirtækið er með starfsemi í og mun hefja sendingar aftur um leið og hægt verður að gera breytingar á merkingum vínanna,“ segir í tilkynningunni. Áfengi og tóbak Rússland Auglýsinga- og markaðsmál Höfundarréttur Tengdar fréttir Vilja hætta að merkja vín sín Rioja Yfir fimmtíu baskneskir vínframleiðendur vilja nú ekki lengur að vín þeirra séu merkt sem Rioja-vín. Vín merkt svæðinu Rioja eru óumdeilanlega þau vinsælustu sem koma frá Spáni en basknesku framleiðendurnir vilja nýja sérbaskneska vínmerkingu. 18. maí 2021 14:41 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Á sama tíma missa franskar reglugerðir um vínmerkingar, sem hafa hingað til verið virtar á alþjóðavettvangi, allt gildi sitt í Rússlandi. Öll innflutt freyðivín í landinu verða framvegis að vera merkt með miða á bakhlið sinni sem á stendur „freyðivín“. Freyðivínsframleiðendur í Champagne hafa hingað til einir mátt merkja vín sín sem kampavín. Stimpillinn er talinn sýna fram á ákveðin gæði, því við framleiðslu vínsins er stuðst við aldagamla hefð í héraðinu. Eins og segir á heimasíðu sérstakrar nefndar vínhéraðsins: „Kampavín kemur aðeins frá Champagne“. Freyðivínshillan í Lenta, stórverslun í Sankti Pétursborg.getty/Alexander Demianchuk Sovét-kampavín alþýðunnar Hið rússneska Shampanskoye er ódýrt og vinsælt freyðivín í Rússlandi. Það er í raun eftirgerð drykkjar sem var framleiddur í stjórnartíð Stalíns á Sovéttímanum og var kallaður Sovét-kampavín. Sovét-kampavín átti að koma í staðinn fyrir hefðardrykkinn kampavín og færa þennan munað í hendur almennings. Hættu við að hætta við útflutning Málið hefur farið öfugt ofan í framleiðendur kampavíns í Frakklandi. Þeir segja Champagne-héraðið hafa verið niðurlægt með löggjöfinni og krefjast þess að frönsk og evrópsk yfirvöld grípi til aðgerða til að fá þessu breytt til baka. Framleiðandinn vinsæli Moët Hennessy hótaði um daginn að hætta útflutningi sínum til Rússlands. Framleiðandinn framleiðir nafnþekkt kampavín á borð við Veuve Clicquot, Dom Pérignon, Ruinart, Mercier og Krug. Dom Pérignon er óumdeilt stöðutákn. Það er meðal þeirra kampavína sem rapparar hafa gjarnan gert hátt undir höfði. getty Síðar bakkaði framleiðandinn með yfirlýsingar sínar og tilkynnti að hann myndi halda sendingum sínum til Rússlands óbreyttum, enda hlýtur markaðurinn þar að vera ansi stór: „Moët Hennessy hefur alltaf virt lög hjá þeim ríkið sem fyrirtækið er með starfsemi í og mun hefja sendingar aftur um leið og hægt verður að gera breytingar á merkingum vínanna,“ segir í tilkynningunni.
Áfengi og tóbak Rússland Auglýsinga- og markaðsmál Höfundarréttur Tengdar fréttir Vilja hætta að merkja vín sín Rioja Yfir fimmtíu baskneskir vínframleiðendur vilja nú ekki lengur að vín þeirra séu merkt sem Rioja-vín. Vín merkt svæðinu Rioja eru óumdeilanlega þau vinsælustu sem koma frá Spáni en basknesku framleiðendurnir vilja nýja sérbaskneska vínmerkingu. 18. maí 2021 14:41 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Vilja hætta að merkja vín sín Rioja Yfir fimmtíu baskneskir vínframleiðendur vilja nú ekki lengur að vín þeirra séu merkt sem Rioja-vín. Vín merkt svæðinu Rioja eru óumdeilanlega þau vinsælustu sem koma frá Spáni en basknesku framleiðendurnir vilja nýja sérbaskneska vínmerkingu. 18. maí 2021 14:41