Heiðar segir Stjörnuna vel stemmda og það vera kröfu að fara áfram í Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2021 10:01 Heiðar Ægisson í leik með Stjörnunni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Heiðar Ægisson, hægri bakvörður Stjörnunnar, segist staðráðinn í að hjálpa liðinu að komast í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Garðbæingar hefja leik í kvöld þegar Bohemians frá Írlandi kemur í heimsókn í Garðabæinn. „Sem leikmaður vill maður alltaf vera í Evrópukeppni. Við Stjörnumenn erum mjög vel stemmdir. það er almennur léttleiki yfir mönnum. Það er mikilvægt að hafa gaman á meðan maður er í þessu,“ sagði Heiðar er Vísir tók á honum hljóðið fyrir leik kvöldsins. „Við vitum reyndar ekkert sérstaklega mikið um mótherja kvöldsins. Þeir eiga að vera óstöðugir aftarlega á vellinum svo það er eins gott að við setjum nokkur mörk á þá,“ sagði Heiðar léttur í bragði. „Ég yrði allavega vel pirraður ef við myndum ekki fara áfram, finnst það einfaldlega vera krafa að fara áfram úr 1. umferð. Svo ef við förum áfram fáum við lið frá Lúxemborg [F91 Dudelange]. Það er eitthvað sem við þurfum að takast á við ef við komumst þangað.“ Slæmt gengi íslenskra liða á bakvið eyrað „Þetta er alveg á vörum fólks, hversu illa íslenskum liðum hefur gengið í Evrópukeppnum undanfarin ár. Okkur í Garðabænum hefur reyndar gengið ágætlega í Evrópu og alltaf farið í gegnum fyrstu umferð nema þegar við mættum írsku liði síðast. Þannig ef við höldum okkar striki förum við áfram og ég er staðráðinn í því að það verði raunin.“ Heiðar í leik gegn Espanyol frá Spáni.Joan Valls/Getty Images Kórónuveiran hefur enn áhrif á Evrópukeppnir Evrópuleikir síðasta sumar voru ekki alveg sama skemmtunin og þeir hafa verið í gegnum árin. Kórónuveiran gerði það að verkum að spilað var á tómum leikvöngum og leikmenn máttu varla sturta sig að leik loknum. Veiran litar enn líf okkar allra en hlutirnir eru þó að færast í eðlilegt horf. „Við fórum í skimun í gær, það fengu allir neikvætt út úr henni sem var fínt. Það er líka krafa að við séum búnir að fara í skimun áður en við förum út í seinni leikinn. Við verðum svo í hálfgerðri sóttvarnarkúlu þegar við förum til Írlands svo það eru enn allar varúðarráðstafanir til staðar en í mun minni mæli.“ Ungur nemur gamall temur Þó Heiðar sé enn ungur að árum – fæddur árið 1995 – þá er hann með reynslumeiri leikmönnum Stjörnunnar. Hann er ánægður með fjölda ungra leikmanna sem hafa fengið tækifæri undanfarið en líkt og flestir þeirra er Heiðar uppalinn hjá Stjörnunni. „Það er geggjað að sjá þessa ungu stráka koma upp. Minnir mann á þann tíma þegar maður var sjálfur að koma upp. Ég er kominn með ágætlega mikið af leikjum svo ég telst sem reynslumikill leikmaður í liðinu. Ég reyni að nýta mína reynslu til að hjálpa ungu leikmönnunum að komast betur inn í hlutina og finna rétta taktinn.“ Eins og staðan er í dag hefur Heiðar spilað 15 Evrópuleiki fyrir Stjörnuna. Að endingu var hann spurður hvort það væri ekki stefnan að hafa spilað yfir 20 Evrópuleiki er tímabilinu væri lokið. Svarið var einfalt: „Klárlega,“ sagði Heiðar hlægjandi. Stjarnan mætir Bohemians klukkan 19.45 í Garðabænum. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Sjá meira
„Sem leikmaður vill maður alltaf vera í Evrópukeppni. Við Stjörnumenn erum mjög vel stemmdir. það er almennur léttleiki yfir mönnum. Það er mikilvægt að hafa gaman á meðan maður er í þessu,“ sagði Heiðar er Vísir tók á honum hljóðið fyrir leik kvöldsins. „Við vitum reyndar ekkert sérstaklega mikið um mótherja kvöldsins. Þeir eiga að vera óstöðugir aftarlega á vellinum svo það er eins gott að við setjum nokkur mörk á þá,“ sagði Heiðar léttur í bragði. „Ég yrði allavega vel pirraður ef við myndum ekki fara áfram, finnst það einfaldlega vera krafa að fara áfram úr 1. umferð. Svo ef við förum áfram fáum við lið frá Lúxemborg [F91 Dudelange]. Það er eitthvað sem við þurfum að takast á við ef við komumst þangað.“ Slæmt gengi íslenskra liða á bakvið eyrað „Þetta er alveg á vörum fólks, hversu illa íslenskum liðum hefur gengið í Evrópukeppnum undanfarin ár. Okkur í Garðabænum hefur reyndar gengið ágætlega í Evrópu og alltaf farið í gegnum fyrstu umferð nema þegar við mættum írsku liði síðast. Þannig ef við höldum okkar striki förum við áfram og ég er staðráðinn í því að það verði raunin.“ Heiðar í leik gegn Espanyol frá Spáni.Joan Valls/Getty Images Kórónuveiran hefur enn áhrif á Evrópukeppnir Evrópuleikir síðasta sumar voru ekki alveg sama skemmtunin og þeir hafa verið í gegnum árin. Kórónuveiran gerði það að verkum að spilað var á tómum leikvöngum og leikmenn máttu varla sturta sig að leik loknum. Veiran litar enn líf okkar allra en hlutirnir eru þó að færast í eðlilegt horf. „Við fórum í skimun í gær, það fengu allir neikvætt út úr henni sem var fínt. Það er líka krafa að við séum búnir að fara í skimun áður en við förum út í seinni leikinn. Við verðum svo í hálfgerðri sóttvarnarkúlu þegar við förum til Írlands svo það eru enn allar varúðarráðstafanir til staðar en í mun minni mæli.“ Ungur nemur gamall temur Þó Heiðar sé enn ungur að árum – fæddur árið 1995 – þá er hann með reynslumeiri leikmönnum Stjörnunnar. Hann er ánægður með fjölda ungra leikmanna sem hafa fengið tækifæri undanfarið en líkt og flestir þeirra er Heiðar uppalinn hjá Stjörnunni. „Það er geggjað að sjá þessa ungu stráka koma upp. Minnir mann á þann tíma þegar maður var sjálfur að koma upp. Ég er kominn með ágætlega mikið af leikjum svo ég telst sem reynslumikill leikmaður í liðinu. Ég reyni að nýta mína reynslu til að hjálpa ungu leikmönnunum að komast betur inn í hlutina og finna rétta taktinn.“ Eins og staðan er í dag hefur Heiðar spilað 15 Evrópuleiki fyrir Stjörnuna. Að endingu var hann spurður hvort það væri ekki stefnan að hafa spilað yfir 20 Evrópuleiki er tímabilinu væri lokið. Svarið var einfalt: „Klárlega,“ sagði Heiðar hlægjandi. Stjarnan mætir Bohemians klukkan 19.45 í Garðabænum. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Sjá meira