Lýsa yfir neyðarástandi í Haítí og kalla eftir ró Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2021 15:31 Hermenn standa vörð við heimili forsetans í Port-au-Prince. AP/Joseph Odelyn Starfandi forsætisráðherra Haítí hefur lýst yfir neyðarástandi og kallar eftir ró meðal íbúa í kjölfar þess að forseti landsins var skotinn til bana á heimili sínu í nótt. Morð Jovenel Moise, forseta Haítí, hefur verið fordæmt af öðrum þjóðarleiðtogum. Samhliða því að kallað hefur verið eftir ró og friði á eyjunni. Forsetinn var myrtur í árás á heimili hans í nótt en starfandi forsætisráðherra landsins, sem nú segist fara með völd, segir hóp sérveitarmanna hafa ráðist á heimilið, myrt forsetann og sært eiginkonu hans. Árásin mun hafa átt sér stað um klukkan eitt í nótt, að staðartíma, og sagði í yfirlýsingu forsætisráðherrans í morgun að einhverjir árásarmannanna hefðu talað spænsku. Seinna sagði hann í útvarpsviðtali að þeir hefðu talað spænsku eða ensku, samkvæmt frétt AP fréttaveitunar. Nágranni forsetans í Port-au-Prince sagði í viðtali við fréttaveituna að hún hefði heyrt árásina. Skothríðin hefði verið svo mikil að fyrst hefði hún talið að jarðskjálfti hefði skollið á. Martine Moise, forsetafrúin, var flutt á sjúkrahús en frekari upplýsingar um líðan hennar hafa ekki litið dagsins ljós. Claude Joseph, forsætisráðherrann, hélt í dag fund með ráðherrum Haítí. Í sjónvarpsávarpi eftir þann fund sagði Joseph að hann hefði lýst yfir neyðarástandi. Ítrekaði hann þó að ríkisstjórnin hefði stjórn á ástandinu, samkvæmt frétt Reuters. Hann veitti ekki frekari upplýsingar um líðan Martine Moise. Um árásina sjálfa sagði hann þungvopnaðan hóp manna sem talað hafi ensku og spænsku hafi ráðist á heimili forsetans. Fordæma morðið og afla upplýsinga Jan Psaki, talskona Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í dag að Bandaríkin væru að afla upplýsinga um árásina og lýsti henni sem sorglegri. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir sorg sinni á Twitter í dag. Hann fordæmdi morðið og kallaði eftir ró á Haítí. Aðrir ráðamenn í Evrópu hafa sömuleiðis slegið á svipaða strengi. I am shocked and saddened at the death of President Moïse. Our condolences are with his family and the people of Haiti. This is an abhorrent act and I call for calm at this time.— Boris Johnson (@BorisJohnson) July 7, 2021 Iván Duque, forseti Kólumbíu, er sömuleiðis meðal þeirra sem hafa fordæmt morðið. Hann hefur kallað eftir því að samband Ameríkuríkja beiti sér til að vernda lýðræðið á Haítí. Moise, sem hafði verið sakaður um alræðistilburði og gert tilraunir til að gera breytingar á stjórnarskrá Haítí og meðal annars auka völd forsetaembættisins, hafði lýst því yfir að halda ætti kosningar seinna á þessu ári. Í gær skipaði hann nýjan forsætisráðherra sem átti að vinna að undirbúningi kosninganna. Skothylki fyrir utan heimili forsetans.AP/Joseph Odelyn Til stóð að halda kosningar í fyrra en þeim var frestað og stjórnarandstaða Haítí hafði kallað eftir því að Moise segði af sér. Undanfarin ár hafa reynst íbúum Haítí erfið. Efnahagsvandræði, náttúruhamfarir og glæpir hafa meðal annars leikið íbúa grátt. Ríkið er þar að auki eitt það fátækasta í Ameríku en meirihluti þjóðarinnar þénar minna en þrjú hundruð krónur á dag. Í frétt France 24 segir að áhyggjur séu uppi um ástandið á Haíti. Stjórnmáladeilur séu miklar og það stefni í fæðuskort. Óttast er að óöld grípi landið á nýjan leik. Ráðmenn í Dóminíska lýðveldinu hafa skipað her landsins að loka landamærum ríkjanna. Haítí Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Sjá meira
Forsetinn var myrtur í árás á heimili hans í nótt en starfandi forsætisráðherra landsins, sem nú segist fara með völd, segir hóp sérveitarmanna hafa ráðist á heimilið, myrt forsetann og sært eiginkonu hans. Árásin mun hafa átt sér stað um klukkan eitt í nótt, að staðartíma, og sagði í yfirlýsingu forsætisráðherrans í morgun að einhverjir árásarmannanna hefðu talað spænsku. Seinna sagði hann í útvarpsviðtali að þeir hefðu talað spænsku eða ensku, samkvæmt frétt AP fréttaveitunar. Nágranni forsetans í Port-au-Prince sagði í viðtali við fréttaveituna að hún hefði heyrt árásina. Skothríðin hefði verið svo mikil að fyrst hefði hún talið að jarðskjálfti hefði skollið á. Martine Moise, forsetafrúin, var flutt á sjúkrahús en frekari upplýsingar um líðan hennar hafa ekki litið dagsins ljós. Claude Joseph, forsætisráðherrann, hélt í dag fund með ráðherrum Haítí. Í sjónvarpsávarpi eftir þann fund sagði Joseph að hann hefði lýst yfir neyðarástandi. Ítrekaði hann þó að ríkisstjórnin hefði stjórn á ástandinu, samkvæmt frétt Reuters. Hann veitti ekki frekari upplýsingar um líðan Martine Moise. Um árásina sjálfa sagði hann þungvopnaðan hóp manna sem talað hafi ensku og spænsku hafi ráðist á heimili forsetans. Fordæma morðið og afla upplýsinga Jan Psaki, talskona Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í dag að Bandaríkin væru að afla upplýsinga um árásina og lýsti henni sem sorglegri. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir sorg sinni á Twitter í dag. Hann fordæmdi morðið og kallaði eftir ró á Haítí. Aðrir ráðamenn í Evrópu hafa sömuleiðis slegið á svipaða strengi. I am shocked and saddened at the death of President Moïse. Our condolences are with his family and the people of Haiti. This is an abhorrent act and I call for calm at this time.— Boris Johnson (@BorisJohnson) July 7, 2021 Iván Duque, forseti Kólumbíu, er sömuleiðis meðal þeirra sem hafa fordæmt morðið. Hann hefur kallað eftir því að samband Ameríkuríkja beiti sér til að vernda lýðræðið á Haítí. Moise, sem hafði verið sakaður um alræðistilburði og gert tilraunir til að gera breytingar á stjórnarskrá Haítí og meðal annars auka völd forsetaembættisins, hafði lýst því yfir að halda ætti kosningar seinna á þessu ári. Í gær skipaði hann nýjan forsætisráðherra sem átti að vinna að undirbúningi kosninganna. Skothylki fyrir utan heimili forsetans.AP/Joseph Odelyn Til stóð að halda kosningar í fyrra en þeim var frestað og stjórnarandstaða Haítí hafði kallað eftir því að Moise segði af sér. Undanfarin ár hafa reynst íbúum Haítí erfið. Efnahagsvandræði, náttúruhamfarir og glæpir hafa meðal annars leikið íbúa grátt. Ríkið er þar að auki eitt það fátækasta í Ameríku en meirihluti þjóðarinnar þénar minna en þrjú hundruð krónur á dag. Í frétt France 24 segir að áhyggjur séu uppi um ástandið á Haíti. Stjórnmáladeilur séu miklar og það stefni í fæðuskort. Óttast er að óöld grípi landið á nýjan leik. Ráðmenn í Dóminíska lýðveldinu hafa skipað her landsins að loka landamærum ríkjanna.
Haítí Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Sjá meira