Enski boltinn

Segir Man City ekki hafa efni á fram­herja miðað við þau verð sem eru í um­ræðunni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pep Guardiola gæti sleppt því að kaupa framherja í sumar.
Pep Guardiola gæti sleppt því að kaupa framherja í sumar. Sebastian Frej/Getty Images

Pep Guardiola segir Manchester City ekki hafa efni á því að kaupa framherja til að fylla skarð Sergio Agüero sem samdi við Barcelona í sumar. Hann segir verðið á þeim leikmönnum sem félagið vill einfaldlega of hátt.

Sky Sports greindi frá því að hátt verð á leikmönnum geri það ómögulegt að fjárfesta í framherja til að fylla skarð Agüero.

„Við höfum ekki efni á því,“ sagði Pep einfaldlega en City hefur nú þegar boðið 100 milljónir punda í Harry Kane. Því tilboðið var hafnað og ef marka má ummæli Pep hafa Englandsmeistararnir ekki áhuga á að greiða hærra verð fyrir landsliðsframherjann.

„Öll félög eru í fjárhags vandræðum, við erum engin undantekning. Við erum með Gabriel Jesus og Ferran Torres sem hafa staðið sig frábærlega í þessari leikstöðu. Við erum með unga leikmenn í akademíunni og gætum spilað með falska níu oftar en ekki. Það eru meiri líkur en minni að við kaupum ekki framherja fyrir næstu leiktíð.“

„Við munum gera allt sem við getum í félagaskiptaglugganum en ef við getum það ekki þá erum við samt með leikmannahóp sem hefur unnið deildina þrisvar á fjórum árum og komst alla leið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð,“ sagði þjálfarinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×