Fyrirtæki sem greiddi út hundruð milljóna braut samning við Reiknistofu lífeyrissjóða Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2021 20:54 Reiknistofa lífeyrissjóðanna er til húsa í Guðrúnatúni. Þar deilir félagið húsi með Gildi lífeyrissjóði og Eflingu sem eru meðal fjölmargra notenda Jóakims. Vísir/Egill Hugbúnaðarfyrirtækið Init braut samninga við Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) með því að semja við undirverktaka án heimildar. Þetta er niðurstaða úttektar ráðgjafafyrirtækisins Ernst & Young (EY) á samningi aðilanna um rekstur tölvukerfisins Jóakims. Var annars vegar um að ræða félag með sama eignarhald og hins vegar nokkur félög í eigu stjórnenda Init. Fyrirtækið sér um rekstur Jóakims sem heldur utan um réttindi og iðgjöld sjóðfélaga í fjölda lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga. Hundruð milljóna króna arður Greint var frá því fréttaskýringaþættinum Kveik í apríl að Init hefði um árabil rukkað lífeyrissjóði fyrir vinnu sem efasemdir væru um að stæðist lög. Þá hefðu hundruð milljóna króna streymt úr félaginu til dótturfélagsins Init-reksturs, sem virtist ekki hafa annan tilgang en að fela arðgreiðslur þess. RL sagði upp þjónustusamningi sínum við Init í lok maímánaðar. Í Kveik kom fram að viðskipti Init við systurfélag sitt Init-rekstur og félög lykilstjórnenda hefðu numið 914 milljónum króna á fimm árum og að lífeyrissjóðirnir hefðu greitt þetta að mestu. Fram kemur í úttekt EY að ekki verði séð að eðlilegur rekstrartilgangur hafi að öllu leyti legið að baki greiðslum milli áðurnefndra félaga. Þetta kemur fram á vef RL en stjórn Reiknistofunnar hyggst á næstu vikum fara ítarlega yfir niðurstöður úttektarinnar og skoða hvort gripið verði til aðgerða á grunni þeirra. Skortur á eftirfylgni Í úttektinni kemur enn fremur fram að eftirfylgni hafi skort af hálfu RL hvað varðar ýmis atriði síðustu árin. EY bendir á að gjaldskrá hafi verið ógegnsæ og að viðskipti Init við félög tengd eigendum þess hafi flækt reikningsskil félagsins og haft áhrif á birta afkomu þess. Að mati ráðgjafafyrirtækisins voru ákvæði í samningi RL og Init um upplýsingagjöf um slík viðskipti ekki nægjanlega yfirgripsmikil. Einnig kemur fram að samningar við hýsingaraðila kerfisins þurfi að endurskoða og skýra þurfi ákvæði um persónuvernd. „Það liggur ljóst fyrir að svigrúm til lækkunar gjaldskrár fyrir þjónustu Inits var vanmetið af hálfu RL,“ segir á vef félagsins. „Ekki kemur til greina af hálfu stjórnar RL að gera nýjan samning um rekstur og þjónustu Jóakims á svipuðum grunni eða forsendum og sá samningur sem nú hefur verið sagt upp.“ Lífeyrissjóðir Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Var annars vegar um að ræða félag með sama eignarhald og hins vegar nokkur félög í eigu stjórnenda Init. Fyrirtækið sér um rekstur Jóakims sem heldur utan um réttindi og iðgjöld sjóðfélaga í fjölda lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga. Hundruð milljóna króna arður Greint var frá því fréttaskýringaþættinum Kveik í apríl að Init hefði um árabil rukkað lífeyrissjóði fyrir vinnu sem efasemdir væru um að stæðist lög. Þá hefðu hundruð milljóna króna streymt úr félaginu til dótturfélagsins Init-reksturs, sem virtist ekki hafa annan tilgang en að fela arðgreiðslur þess. RL sagði upp þjónustusamningi sínum við Init í lok maímánaðar. Í Kveik kom fram að viðskipti Init við systurfélag sitt Init-rekstur og félög lykilstjórnenda hefðu numið 914 milljónum króna á fimm árum og að lífeyrissjóðirnir hefðu greitt þetta að mestu. Fram kemur í úttekt EY að ekki verði séð að eðlilegur rekstrartilgangur hafi að öllu leyti legið að baki greiðslum milli áðurnefndra félaga. Þetta kemur fram á vef RL en stjórn Reiknistofunnar hyggst á næstu vikum fara ítarlega yfir niðurstöður úttektarinnar og skoða hvort gripið verði til aðgerða á grunni þeirra. Skortur á eftirfylgni Í úttektinni kemur enn fremur fram að eftirfylgni hafi skort af hálfu RL hvað varðar ýmis atriði síðustu árin. EY bendir á að gjaldskrá hafi verið ógegnsæ og að viðskipti Init við félög tengd eigendum þess hafi flækt reikningsskil félagsins og haft áhrif á birta afkomu þess. Að mati ráðgjafafyrirtækisins voru ákvæði í samningi RL og Init um upplýsingagjöf um slík viðskipti ekki nægjanlega yfirgripsmikil. Einnig kemur fram að samningar við hýsingaraðila kerfisins þurfi að endurskoða og skýra þurfi ákvæði um persónuvernd. „Það liggur ljóst fyrir að svigrúm til lækkunar gjaldskrár fyrir þjónustu Inits var vanmetið af hálfu RL,“ segir á vef félagsins. „Ekki kemur til greina af hálfu stjórnar RL að gera nýjan samning um rekstur og þjónustu Jóakims á svipuðum grunni eða forsendum og sá samningur sem nú hefur verið sagt upp.“
Lífeyrissjóðir Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira