Erlent

Lögregla segist hafa banað fjórum tilræðismönnum Moïse

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lögregla að störfum nærri heimili forsetans.
Lögregla að störfum nærri heimili forsetans. epa/Jean Marc Herve Abelard

Lögreglan á Haítí skaut í gærkvöldi fjóra til bana sem grunaðir eru um að hafa myrt forseta landsins síðastliðinn miðvikudag. Til skotbardaga kom á milli mannana og lögreglu sem lauk með þessum hætti en að sögn lögreglu eru tveir aðrir grunaðir í haldi.

Nú berjast lögreglumenn við nokkra aðra úr hópi tilræðismanna og segir lögreglustjórinn Leon Charles að þeir muni nást, lifandi eða dauðir. 

Forseti Haítí, hinn fimmtíu og þriggja ára gamli Jovenel Moïse var skotinn til bana á heimili sínu og eiginkona hans særð lífshættulega aðfaranótt gærdagsins. 

Lögreglustjórinn segir að þegar hafi komið til átaka milli árásarmannanna og lögreglu og að bardagar hafi staðið síðan og standi enn. 

Moïse var kjörinn forseti árið 2017 en síðustu misseri hafði hann mætti mikilli andstöðu og mótmælum þar sem afsagnar hans var krafist. 

Tilræðismennirnir voru mögulega utanaðkomandi málaliðar en lögregla segir þá tala ensku og spænsku. Opinberu tungumálin á Haítí eru franska og kreól.


Tengdar fréttir

Lýsa yfir neyðarástandi í Haítí og kalla eftir ró

Starfandi forsætisráðherra Haítí hefur lýst yfir neyðarástandi og kallar eftir ró meðal íbúa í kjölfar þess að forseti landsins var skotinn til bana á heimili sínu í nótt. Morð Jovenel Moise, forseta Haítí, hefur verið fordæmt af öðrum þjóðarleiðtogum. Samhliða því að kallað hefur verið eftir ró og friði á eyjunni.

Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu

Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×