Íslenski boltinn

Hún er svona ekta nía, sníkjudýr í teignum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bryndís Arna í leiknum gegn ÍBV.
Bryndís Arna í leiknum gegn ÍBV. Vísir/Bára Dröfn

Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir er mjög hrifin af Bryndísi Örnu Níelsdóttur, framherja Fylkis. Markið sem Bryndís Arna skoraði í 1-2 tapi Fylkis gegn ÍBV var til umræðu í Pepsi Max Mörkunum og þar fór Margrét Lára fögrum orðum um framherjann unga.

„Ég veit Margrét Lára að þú ert hrifin af þessum framherja, Bryndísi Örnu. Þessi klárun sem við ræddum yfir myndunum er frábær,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, um Bryndísi Örnu.

„Þetta er frábært hjá henni og þessi stelpa getur þetta. Við höfum verið að kalla eftir meira framlagi frá henni í sumar. Hún setti tvö fyrir stuttu svo það er gott fyrir hana. Hún er svo mikilvæg þessu Fylkisliði, skoraði einhver 12 mörk í fyrra. Við vorum að vonast – og settum smá pressu á hana – að hún myndi skora 15 mörk því Fylkir þarf að eiga leikmann sem er að skora reglulega,“ sagði Margrét Lára, sérfræðingur þáttarins.

„Hún er klárlega sá leikmaður. Svona ekta nía, sníkjudýr inn í teig en það hefur aðeins vantað upp sjálfstraustið í fyrri hlutanum en vonandi fer það vaxandi núna,“ bætti Margrét Lára við.

Umræðuna um mark Bryndísar sem og markið sjálft ásamt færi sem framherjinn brenndi af má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Umræða um Bryndísi Örnu

Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×