Lífið

Jay-Z og Beyoncé komu ekki með vélinni

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag.
Þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. vísir/aðsend

Rapparinn Jay-Z var ekki um borð í einka­þotunni sem lenti á Reykja­víkur­flug­velli í dag. Rapparinn vin­sæli ferðast iðu­lega um á þotunni en hún er merkt með í­þrótta­vöru­merkinu Puma, sem Jay-Z á í sam­starfi við auk þess sem skráningar­númer hennar vísar beint í rapparann.

Vísi hafa borist ýmsar á­bendingar um þotuna, sem hefur greini­lega vakið at­hygli margra í dag. Eftir nokkra eftir­grennslan fékk Vísir þær upp­lýsingar frá rekstrar­aðilum á vellinum að Jay-Z hefði ekki verið í þotunni sjálfur.

Jay Z og Beyoncé eru metin á um 173 milljarða ís­lenskra króna.getty/kevin mazur

Hann og eigin­kona hans, söng­konan Beyoncé, hafa oft ferðast um með þotunni en skráningar­númer hennar virðist vísa beint í rapparann; 444 er vísun í plötu hans 4:44, sem kom út árið 2017, en stafirnir SC eru upp­hafs­stafir Jay-Z, sem heitir réttu nafni Shawn Car­ter.

Vísir fékk sendar nokkar myndir af vélinni sem teknar voru við flugvöllinn í dag.vísir/aðsend

Ekki er vitað hver kom til landsins með þotunni en hún kom hingað frá Banda­ríkjunum.

Beyoncé og Jay-Z komu í frí til Ís­lands árið 2014. Þá dvöldu þau í lúxussumar­bú­stað í Út­hlíð í Biskups­tungum og kíktu meðal annars í Bláa lónið.

Ó­hætt er að full­yrða að þau hjónin skorti ekki fjár­magn. Saman eru þau metin á 1,4 milljarð Banda­ríkja­dala, eða um 173 milljarða ís­lenskra króna, sam­kvæmt út­reikningum For­bes.

Hér má sjá myndir innan úr þotunni sem eru teknar af sölusíðunni Aviapages:

aviapages
aviapages
aviapages
aviapages

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.