Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - ÍBV 1-1 | Jafnt í hörkuleik á Akureyri Ester Ósk Árnadóttir skrifar 11. júlí 2021 17:05 ÍBV sótti stig á Akureyri. Vísir/Bára Dröfn Þór/KA og ÍBV skildu jöfn í hörkuleik á SaltPay vellinum á Akureyri í dag. Þetta var fyrsti leikur 10. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Leikið var á SaltPay vellinum á Akureyri og aðstæður með besta móti þar sem veðrið sýndi sínar allra bestu hliðar. Liðin voru fyrir leikinn í 6. og 7. deildarinnar, ÍBV með stigi meira en Þór/KA og sigur í dag þýddi að það lið myndi spyrna sér laglega frá botnbaráttunni. Það var mikill stöðubarátta sem einkenndi fyrri hálfleikinn. Báðar varnarlínur héldu vel og sóknarmenn beggja liða í mestu vandræðum að finna leið í gegnum varnarmúra liðanna. Þór/KA átti fyrsta skot leiksins en þar var að verki Saga Líf á þriðju mínútu leiksins, gott skot fyrir utan vítateig sem fór framhjá markinu. Eftir það var leikurinn í járnum og mátti telja færi fyrri hálfleiks á hendi annarar handar. Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað og á 47. mínútu kom Colleen Kennedy heimakonum yfir með sannkölluðu sprellimarki. Colleen var þá staðsett úti hægra meginn á vallarhelming ÍBV og ætlaði að koma með fyrirgjöf að marki. Fyrirgjöfin var slök og virtist Auður Sveinbjörnsdóttir hafa boltann í höndum sér. Hún hins vegar missti hann frá sér og boltinn lak í netið. 1-0 fyrir Þór/KA. Gestirnir létu þetta ekki hafa teljandi áhrif á sig og leituðu að jöfnunarmarkinu. Það bar árangur á 64. mínútu leiksins þegar fyrirliði ÍBV Hanna Kallmaier jafnaði leikinn eftir frábæran undirbúning Olgu Sevcova sem var nánast óstöðvandi upp vinstri vænginn hjá ÍBV í seinni hálfleik. Fyrirgjöf fyrir markið, Þóra Björk tók á móti boltann innan teigs sem ruglaði varnarmenn Þór/KA, Hanna ein á auðum sjó og smellti boltanum í fjærhornið. Fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir góðar tilraunir hjá báðum liðum. Hörku barátta og skemmtilegur fótbolti einkenndi leikinn í dag og jafntefli líklegast sanngjarnasta niðurstaðan. Liðin með sitt hvort stigið. ÍBV fer upp við hlið Stjörnunnar sem er í fjórða sæti en Þór/KA konur eru áfram í sjöunda sæti en bæta við sig stigi. Þær leita þó enn að fyrsta heimasigrinum þetta sumarið. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Skipulag og góður varnarleikur einkenndi bæði lið í dag. Þau gáfu fær færi á sér í fyrri hálfleik en ætluðum sér bæði sigur þar sem leikurinn var mun opnari í þeim síðari án þó teljandi vandræða fyrir varnarlínur liðanna. Bæði lið fá á sig mark eftir mistök sem hefði vel mátt koma í veg fyrir, að öðru leiti var leikjur beggja liða fínn. Hverjar stóðu upp úr? Það voru fleiri en færri sem áttu góðan leik á vellinum í dag. Mig langar að hrósa varnarlínum beggja liða. Þá var Þóra Björk mjög góð inn á miðjunni hjá ÍBV og gerði virkilega vel í markinu sem þær skorar. Olga Sevcova var frábær á vinstri vængum hjá ÍBV og skapaði oft á tíðum mikinn usla. Í liði Þór/KA átti Colleen Kennedy fínan leik á vinstri vængnum og Arna Sif öflug að vanda í hjarta varnarinnar. Hvað gekk illa? Það gekk ekki vel að koma boltanum yfir marklínuna. Það vantaði oft upp á sendingarnar og að slútta fyrir framan markið. Sóknaruppbyggingin var oft á tíðum fín en hins vegar áttu liðin í stökustu vandræðum með að finna leiðir í gegnum varnarlínur andstæðingsins. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga erfið verkefni fyrir höndum í næstu umferð. Þór/KA heimsækir sterkt lið Selfoss 20. júlí og ÍBV hemsækir Breiðablik. Andri Hjörvar: Hefði geta verið öflugur sigur Andri Hjörvar er þjálfari Þórs/KA. „Þetta eru mögulega sanngjörn úrslit ef allt er tekið til. Þetta var bara leikur tveggja liða sem lögðu allt í þetta. Mörkin voru frekar klaufaleg og það er kannski það sem einkenndi leikinn og jafnvel gerir það að verkum að hann endar svona. Við erum hins vegar ennþá að leita að fyrsta heimasigrinum og okkur langaði sárlega í hann í dag,“ sagði Andri Hjörvar þjálfari Þór/KA eftir 1-1 jafntefli á móti ÍBV á heimavelli í dag. „Ég er bæði sáttur en líka ósáttur. Þetta hefði geta verið rosalega öflugur sigur ef við hefðum náð honum í dag og hleypt ennþá meira lífi í þessa líflegu deild sem hún er. Við viljum samt alltaf þrjú stig hérna heima þannig við erum alls ekki sáttar með það.“ Þór/KA hefur ekki tekist að vinna heimaleik í sumar. Tapað þremur og svo jafntefli í dag. „Þetta er ekki farið að setjast á andlegu hliðina en við vitum að það er standardinn hjá Þór/KA að vinna alla heimaleiki þannig að við viljum sigra heimaleikina. Fólk býst við sigrum hérna heima þannig að við skuldum aðeins hér.“ Þór/KA fékk á sig mark eftir einbeitingaleysi í vörn liðsins. „Þetta er bara eins og fótboltinn er. Þarna verður bara móment einbeitingarleysi. Stundum er manni refsað fyrir það og stundum ekki. ÍBV refsaði í dag og því fór sem fór.“ Þór/KA fékk til sín þrjá erlenda leikmenn fyrir mótið en það er búið að senda tvo af þeim heim. Liðið leitar að liðsstyrk fyrir komandi átök. „Það er í skoðun. Við erum með marga einstaklinga í þessum málum og við erum bara að skoða þetta mjög mikið. Ég hef ekki áhuga á að tjá mig um þessa tvo útlendinga sem eru farnir frá félaginu.“ Colleen Kennendy er eini leikmaðurinn sem kom fyrir mót erlendis frá sem er ennþá hjá liðinu. Hún átti mjög góðan leik í dag en var tekinn út af þegar um það bil hálftími lifi leiks. „Það er bara mjög gott stand á henni. Það var eingöngu verið að hlífa henni, hún er búinn að vera að hlaupa mjög mikið í síðustu leikjum og gerði það líka í dag. Við eigum ferska fætur á bekknum og þetta var taktískt og líka aðeins til að hvíla hana. Við þurfum að hafa stelpur inn á sem að geta hlaupið á 100% hraða allan leikinn.“ Þór/KA heimsækir Selfoss í næsta leik. „Það er bara mjög erfiður útileikur. Flott lið og við eigum harma að hefna gegn þeim. Við verðum að koma grimmar inn í þennan leik. Ég held að þessi deild verði opinn alveg fram að lokaumferðunum þannig hvert stig skiptir máli. Liðið mun selja sig dýrt til að ná í þessi stig.“ Ian Jeffs: Gaman að koma aftur í kvennaboltann Ian Jeffs er til vinstri á myndinni.Mynd/Eyjafréttir.is „Þetta var erfiður leikur, það er alltaf erfitt að koma og spila á Akureyri. Það var mikill barátta. Ég held að heilt yfir þá hafi jafntefli verið sanngjörn úrslit hér í dag,“ sagði Ian Jeffs eftir 1-1 jafntefli á móti Þór/KA á Akureyri í dag. „Ég er sáttur við spilamennsku liðsins. Þetta eru miklar framfarir frá síðasta leik á móti Fylkir sérstaklega varnarleikurinn hjá okkur. Við erum búinn að vinna sérstaklega í honum, mér finnst mjög góðu þróun á varnarleik liðsins. Þór/KA nær að skapa mjög fá færi gegn okkur í dag, þó það hafi verið einhver en heilt yfir er ég sáttur við leik liðsins.“ Ian Jeffs var kynntur sem nýr þjálfari liðsins í gær en hefur þó verið að vinna að undirbúning fyrir leiki liðsins, gegn Fylkir síðast og svo Þór/KA núna. „Ég tók við í gær en ég er búinn að vera að vinna með liði. Ég tók þátt í undirbúningnum á Fylkis leiknum og fyrir leikinn í dag. Ég er búinn að vera að vinna með þeim síðustu vikur þó ég hafi bara verið að taka við í gær. Frábær hópur og gaman að koma aftur í kvennaboltann, það er gaman að þjálfa.“ ÍBV fékk klaufalegt mark á sig í leiknum. Þar sem Auður Sveinbjörnsdóttir átti að gera miklu betur í marki gestanna. „Þetta var ekki einu sinni færi. Þetta var fyrirgjöf/skot af miðjum vallarhelming okkar og hún missir því miður boltann frá sér. Svoleiðis gerist og það var bara áfram gakk eftir markið. Við sýndum góðan karakter eftir þetta að ná að skora jöfnunarmarki og skapa svo tvö til þrjú hálffæri að vinna leikinn en ég held að sanngjörn úrslit hafi verið jafntefli í dag.“ Framundan er leikur gegn Breiðablik. „Þetta er bara þéttur pakki í deildinni. Það eru ekki mörg stig á milli liðsins sem er í þriðja sæti og því sem er í tíunda sæti. Þú þarft að vera tilbúinn í hvern einasta leik og við hvílum okkur núna. Svo undirbúum við okkur bara undir hörkuleik á móti Breiðablik.“ Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA ÍBV
Þór/KA og ÍBV skildu jöfn í hörkuleik á SaltPay vellinum á Akureyri í dag. Þetta var fyrsti leikur 10. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Leikið var á SaltPay vellinum á Akureyri og aðstæður með besta móti þar sem veðrið sýndi sínar allra bestu hliðar. Liðin voru fyrir leikinn í 6. og 7. deildarinnar, ÍBV með stigi meira en Þór/KA og sigur í dag þýddi að það lið myndi spyrna sér laglega frá botnbaráttunni. Það var mikill stöðubarátta sem einkenndi fyrri hálfleikinn. Báðar varnarlínur héldu vel og sóknarmenn beggja liða í mestu vandræðum að finna leið í gegnum varnarmúra liðanna. Þór/KA átti fyrsta skot leiksins en þar var að verki Saga Líf á þriðju mínútu leiksins, gott skot fyrir utan vítateig sem fór framhjá markinu. Eftir það var leikurinn í járnum og mátti telja færi fyrri hálfleiks á hendi annarar handar. Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað og á 47. mínútu kom Colleen Kennedy heimakonum yfir með sannkölluðu sprellimarki. Colleen var þá staðsett úti hægra meginn á vallarhelming ÍBV og ætlaði að koma með fyrirgjöf að marki. Fyrirgjöfin var slök og virtist Auður Sveinbjörnsdóttir hafa boltann í höndum sér. Hún hins vegar missti hann frá sér og boltinn lak í netið. 1-0 fyrir Þór/KA. Gestirnir létu þetta ekki hafa teljandi áhrif á sig og leituðu að jöfnunarmarkinu. Það bar árangur á 64. mínútu leiksins þegar fyrirliði ÍBV Hanna Kallmaier jafnaði leikinn eftir frábæran undirbúning Olgu Sevcova sem var nánast óstöðvandi upp vinstri vænginn hjá ÍBV í seinni hálfleik. Fyrirgjöf fyrir markið, Þóra Björk tók á móti boltann innan teigs sem ruglaði varnarmenn Þór/KA, Hanna ein á auðum sjó og smellti boltanum í fjærhornið. Fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir góðar tilraunir hjá báðum liðum. Hörku barátta og skemmtilegur fótbolti einkenndi leikinn í dag og jafntefli líklegast sanngjarnasta niðurstaðan. Liðin með sitt hvort stigið. ÍBV fer upp við hlið Stjörnunnar sem er í fjórða sæti en Þór/KA konur eru áfram í sjöunda sæti en bæta við sig stigi. Þær leita þó enn að fyrsta heimasigrinum þetta sumarið. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Skipulag og góður varnarleikur einkenndi bæði lið í dag. Þau gáfu fær færi á sér í fyrri hálfleik en ætluðum sér bæði sigur þar sem leikurinn var mun opnari í þeim síðari án þó teljandi vandræða fyrir varnarlínur liðanna. Bæði lið fá á sig mark eftir mistök sem hefði vel mátt koma í veg fyrir, að öðru leiti var leikjur beggja liða fínn. Hverjar stóðu upp úr? Það voru fleiri en færri sem áttu góðan leik á vellinum í dag. Mig langar að hrósa varnarlínum beggja liða. Þá var Þóra Björk mjög góð inn á miðjunni hjá ÍBV og gerði virkilega vel í markinu sem þær skorar. Olga Sevcova var frábær á vinstri vængum hjá ÍBV og skapaði oft á tíðum mikinn usla. Í liði Þór/KA átti Colleen Kennedy fínan leik á vinstri vængnum og Arna Sif öflug að vanda í hjarta varnarinnar. Hvað gekk illa? Það gekk ekki vel að koma boltanum yfir marklínuna. Það vantaði oft upp á sendingarnar og að slútta fyrir framan markið. Sóknaruppbyggingin var oft á tíðum fín en hins vegar áttu liðin í stökustu vandræðum með að finna leiðir í gegnum varnarlínur andstæðingsins. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga erfið verkefni fyrir höndum í næstu umferð. Þór/KA heimsækir sterkt lið Selfoss 20. júlí og ÍBV hemsækir Breiðablik. Andri Hjörvar: Hefði geta verið öflugur sigur Andri Hjörvar er þjálfari Þórs/KA. „Þetta eru mögulega sanngjörn úrslit ef allt er tekið til. Þetta var bara leikur tveggja liða sem lögðu allt í þetta. Mörkin voru frekar klaufaleg og það er kannski það sem einkenndi leikinn og jafnvel gerir það að verkum að hann endar svona. Við erum hins vegar ennþá að leita að fyrsta heimasigrinum og okkur langaði sárlega í hann í dag,“ sagði Andri Hjörvar þjálfari Þór/KA eftir 1-1 jafntefli á móti ÍBV á heimavelli í dag. „Ég er bæði sáttur en líka ósáttur. Þetta hefði geta verið rosalega öflugur sigur ef við hefðum náð honum í dag og hleypt ennþá meira lífi í þessa líflegu deild sem hún er. Við viljum samt alltaf þrjú stig hérna heima þannig við erum alls ekki sáttar með það.“ Þór/KA hefur ekki tekist að vinna heimaleik í sumar. Tapað þremur og svo jafntefli í dag. „Þetta er ekki farið að setjast á andlegu hliðina en við vitum að það er standardinn hjá Þór/KA að vinna alla heimaleiki þannig að við viljum sigra heimaleikina. Fólk býst við sigrum hérna heima þannig að við skuldum aðeins hér.“ Þór/KA fékk á sig mark eftir einbeitingaleysi í vörn liðsins. „Þetta er bara eins og fótboltinn er. Þarna verður bara móment einbeitingarleysi. Stundum er manni refsað fyrir það og stundum ekki. ÍBV refsaði í dag og því fór sem fór.“ Þór/KA fékk til sín þrjá erlenda leikmenn fyrir mótið en það er búið að senda tvo af þeim heim. Liðið leitar að liðsstyrk fyrir komandi átök. „Það er í skoðun. Við erum með marga einstaklinga í þessum málum og við erum bara að skoða þetta mjög mikið. Ég hef ekki áhuga á að tjá mig um þessa tvo útlendinga sem eru farnir frá félaginu.“ Colleen Kennendy er eini leikmaðurinn sem kom fyrir mót erlendis frá sem er ennþá hjá liðinu. Hún átti mjög góðan leik í dag en var tekinn út af þegar um það bil hálftími lifi leiks. „Það er bara mjög gott stand á henni. Það var eingöngu verið að hlífa henni, hún er búinn að vera að hlaupa mjög mikið í síðustu leikjum og gerði það líka í dag. Við eigum ferska fætur á bekknum og þetta var taktískt og líka aðeins til að hvíla hana. Við þurfum að hafa stelpur inn á sem að geta hlaupið á 100% hraða allan leikinn.“ Þór/KA heimsækir Selfoss í næsta leik. „Það er bara mjög erfiður útileikur. Flott lið og við eigum harma að hefna gegn þeim. Við verðum að koma grimmar inn í þennan leik. Ég held að þessi deild verði opinn alveg fram að lokaumferðunum þannig hvert stig skiptir máli. Liðið mun selja sig dýrt til að ná í þessi stig.“ Ian Jeffs: Gaman að koma aftur í kvennaboltann Ian Jeffs er til vinstri á myndinni.Mynd/Eyjafréttir.is „Þetta var erfiður leikur, það er alltaf erfitt að koma og spila á Akureyri. Það var mikill barátta. Ég held að heilt yfir þá hafi jafntefli verið sanngjörn úrslit hér í dag,“ sagði Ian Jeffs eftir 1-1 jafntefli á móti Þór/KA á Akureyri í dag. „Ég er sáttur við spilamennsku liðsins. Þetta eru miklar framfarir frá síðasta leik á móti Fylkir sérstaklega varnarleikurinn hjá okkur. Við erum búinn að vinna sérstaklega í honum, mér finnst mjög góðu þróun á varnarleik liðsins. Þór/KA nær að skapa mjög fá færi gegn okkur í dag, þó það hafi verið einhver en heilt yfir er ég sáttur við leik liðsins.“ Ian Jeffs var kynntur sem nýr þjálfari liðsins í gær en hefur þó verið að vinna að undirbúning fyrir leiki liðsins, gegn Fylkir síðast og svo Þór/KA núna. „Ég tók við í gær en ég er búinn að vera að vinna með liði. Ég tók þátt í undirbúningnum á Fylkis leiknum og fyrir leikinn í dag. Ég er búinn að vera að vinna með þeim síðustu vikur þó ég hafi bara verið að taka við í gær. Frábær hópur og gaman að koma aftur í kvennaboltann, það er gaman að þjálfa.“ ÍBV fékk klaufalegt mark á sig í leiknum. Þar sem Auður Sveinbjörnsdóttir átti að gera miklu betur í marki gestanna. „Þetta var ekki einu sinni færi. Þetta var fyrirgjöf/skot af miðjum vallarhelming okkar og hún missir því miður boltann frá sér. Svoleiðis gerist og það var bara áfram gakk eftir markið. Við sýndum góðan karakter eftir þetta að ná að skora jöfnunarmarki og skapa svo tvö til þrjú hálffæri að vinna leikinn en ég held að sanngjörn úrslit hafi verið jafntefli í dag.“ Framundan er leikur gegn Breiðablik. „Þetta er bara þéttur pakki í deildinni. Það eru ekki mörg stig á milli liðsins sem er í þriðja sæti og því sem er í tíunda sæti. Þú þarft að vera tilbúinn í hvern einasta leik og við hvílum okkur núna. Svo undirbúum við okkur bara undir hörkuleik á móti Breiðablik.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti