Grumman flugbátur á leið á flughátíð á Hellu Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2021 16:27 Grumman-flugbáturinn í Narsarsuaq á Grænlandi í gær þar sem eldsneyti var tekið áður en haldið var til Íslands. Grumman N642 Bandarískur flugbátur frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar af gerðinni Grumman Goose er væntanlegur á flughátíðina Allt sem flýgur, sem stendur yfir á Helluflugvelli. Þar verður flugbáturinn til sýnis á morgun, laugardag, en honum var flogið sérstaklega til Íslands frá Seattle til að taka þátt í hátíðinni. Flugbáturinn millilenti meðal annars í Goose Bay á Labrador og í Narsarsuaq á Grænlandi og kom svo til Keflavíkur í gær. Þar hafa flugmenn hans beðið færis í dag að skýjahæð hækki svo þeir geti flogið sjónflug til Hellu. Vonast þeir til að ná til Rangárvalla fyrir kvöldið en þar er aftur á móti sól og blíða, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélags Íslands. Flugbáturinn í Goose Bay í Kanada. Hann var upphaflega smíðaður árið 1945 fyrir bandaríska sjóherinn.Grumman N642 Flugbáturinn var upphaflega smíðaður árið 1945 fyrir bandaríska sjóherinn. Árið 1954 var hann færður í þjónustu innanríkisráðuneytisins og sinnti verkefnum í Alaska allt til ársins 1989 þegar hann var seldur einkaaðilum. Hann hafði áður fengið nýja túrbínuhreyfla árið 1968. Vorið 2010 hóf sérstakur félagsskapur um Grumman flugbátinn, Goose N642, að gera hann upp og var honum nánast umbreytt í nýja flugvél. Grumman Goose-sjóflugvélar mörkuðu spor í flugsögu Íslands á upphafsárum reglubundins innanlandsflugs. Bæði Loftleiðir og Flugfélag Íslands ráku slíkar vélar á árunum 1944 til 1956 enda hentuðu þær vel íslenskum aðstæðum fyrir tíma landflugvalla þar sem hægt var að lenda þeim bæði á sjó og landi. Fyrsta Gæsluflugvél Íslendinga var einnig Grumman Goose, vél sem Landhelgisgæslan leigði árið 1948. Grumman Goose-sjóflugvél á Akureyri í kringum 1950. Eftir lendingu á sjó var hægt að aka þeim upp á land.Wikiwand/Guðmar Gunnlaugsson Á flughátíðinni á Hellu er keppt í vélflugi, fisflugi, drónaflugi, svifflugi og listflugi. Hápunktur hátíðarinnar er listflugskeppnin á morgun, laugardag. Þá er von á kanadískri P-3 Orion kafbátaleitarflugvél í lágflugi yfir svæðið. Ennfremur mun kanadíski listflugmaðurinn Luke Penner, sem hefur unnið til fjölda verðlauna, sýna listir sínar. Að sögn Matthíasar gefst gestum hátíðarinnar kostur á að prófa flugvélar, svifflugur og keppnisdróna á vegum aðilarfélaga Flugmálafélagsins og eru allir velkomnir. Fréttir af flugi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. 7. júlí 2020 21:06 Glæsilegar flugvélar á Hellu á nokkurra daga flughátíð Flughátíðin „Allt sem flýgur“ stendur nú yfir á Hellu þar sem sjá má mikið af glæsilegum flugvélum af öllum stærðum og gerðum. 10. júlí 2019 19:45 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Flugbáturinn millilenti meðal annars í Goose Bay á Labrador og í Narsarsuaq á Grænlandi og kom svo til Keflavíkur í gær. Þar hafa flugmenn hans beðið færis í dag að skýjahæð hækki svo þeir geti flogið sjónflug til Hellu. Vonast þeir til að ná til Rangárvalla fyrir kvöldið en þar er aftur á móti sól og blíða, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélags Íslands. Flugbáturinn í Goose Bay í Kanada. Hann var upphaflega smíðaður árið 1945 fyrir bandaríska sjóherinn.Grumman N642 Flugbáturinn var upphaflega smíðaður árið 1945 fyrir bandaríska sjóherinn. Árið 1954 var hann færður í þjónustu innanríkisráðuneytisins og sinnti verkefnum í Alaska allt til ársins 1989 þegar hann var seldur einkaaðilum. Hann hafði áður fengið nýja túrbínuhreyfla árið 1968. Vorið 2010 hóf sérstakur félagsskapur um Grumman flugbátinn, Goose N642, að gera hann upp og var honum nánast umbreytt í nýja flugvél. Grumman Goose-sjóflugvélar mörkuðu spor í flugsögu Íslands á upphafsárum reglubundins innanlandsflugs. Bæði Loftleiðir og Flugfélag Íslands ráku slíkar vélar á árunum 1944 til 1956 enda hentuðu þær vel íslenskum aðstæðum fyrir tíma landflugvalla þar sem hægt var að lenda þeim bæði á sjó og landi. Fyrsta Gæsluflugvél Íslendinga var einnig Grumman Goose, vél sem Landhelgisgæslan leigði árið 1948. Grumman Goose-sjóflugvél á Akureyri í kringum 1950. Eftir lendingu á sjó var hægt að aka þeim upp á land.Wikiwand/Guðmar Gunnlaugsson Á flughátíðinni á Hellu er keppt í vélflugi, fisflugi, drónaflugi, svifflugi og listflugi. Hápunktur hátíðarinnar er listflugskeppnin á morgun, laugardag. Þá er von á kanadískri P-3 Orion kafbátaleitarflugvél í lágflugi yfir svæðið. Ennfremur mun kanadíski listflugmaðurinn Luke Penner, sem hefur unnið til fjölda verðlauna, sýna listir sínar. Að sögn Matthíasar gefst gestum hátíðarinnar kostur á að prófa flugvélar, svifflugur og keppnisdróna á vegum aðilarfélaga Flugmálafélagsins og eru allir velkomnir.
Fréttir af flugi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. 7. júlí 2020 21:06 Glæsilegar flugvélar á Hellu á nokkurra daga flughátíð Flughátíðin „Allt sem flýgur“ stendur nú yfir á Hellu þar sem sjá má mikið af glæsilegum flugvélum af öllum stærðum og gerðum. 10. júlí 2019 19:45 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. 7. júlí 2020 21:06
Glæsilegar flugvélar á Hellu á nokkurra daga flughátíð Flughátíðin „Allt sem flýgur“ stendur nú yfir á Hellu þar sem sjá má mikið af glæsilegum flugvélum af öllum stærðum og gerðum. 10. júlí 2019 19:45