Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. júlí 2021 08:25 Hælisleitendur mótmæla hjá útlendingastofnun Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. Ljóst er að kveikja mótmælanna er aðferð lögreglu við brottvísun tveggja Palestínumanna síðasta þriðjudag en eftir lýsingum samtakanna að dæma voru mennirnir tveir blekktir til að koma til lögreglu undir því yfirskini að þeir fengju bólusetningarvottorð sín afhent. Þegar þeir mættu til að taka við þeim voru þeir handteknir. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta eða lýsa því sem átti sér stað á þriðjudagsmorgun. „Við fordæmum ítrekaða ómannúðlega meðferð á fólki á flótta og kerfisbundið ofbeldi Útlendingastofnunar auk lögregluofbeldis í vikunni,“ segir í tilkynningu samtakanna um mótmælafundinn á Facebook. Það eru samtökin Refugees in Iceland, Solaris – hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, No Borders og Samstaða er ekki glæpur, sem standa fyrir mótmælunum. Krafan er skýr: Það á að leggja niður Útlendingastofnun. „Illska Útlendingastofnunar stigmagnast og lögregluofbeldi fylgir í kjölfarið. Það hafa aldrei verið jafn margir á flótta í heiminum og nú og því er nauðsynlegt að stjórnvöld leggi niður Útlendingastofnun og breyti tafarlaust um stefnu í málefnum hælisleitenda,“ segir í tilkynningunni. Dagskrá fundarins hefur ekki verið kynnt enn en hún verður kynnt síðar. Lögreglan Hælisleitendur Tengdar fréttir Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58 Solaris kvarta til Umboðsmanns vegna Útlendingastofnunar og lögreglu Stjórn Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur sent tilkynningu til nefndar um eftirlit með lögreglu um „ámælisverða starfshætti lögreglu, starfsaðferð og framkomu í starfi“ vegna aðgerðar á vegum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í húsakynnum stofnunarinnar í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. júlí. 9. júlí 2021 21:31 Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Ljóst er að kveikja mótmælanna er aðferð lögreglu við brottvísun tveggja Palestínumanna síðasta þriðjudag en eftir lýsingum samtakanna að dæma voru mennirnir tveir blekktir til að koma til lögreglu undir því yfirskini að þeir fengju bólusetningarvottorð sín afhent. Þegar þeir mættu til að taka við þeim voru þeir handteknir. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta eða lýsa því sem átti sér stað á þriðjudagsmorgun. „Við fordæmum ítrekaða ómannúðlega meðferð á fólki á flótta og kerfisbundið ofbeldi Útlendingastofnunar auk lögregluofbeldis í vikunni,“ segir í tilkynningu samtakanna um mótmælafundinn á Facebook. Það eru samtökin Refugees in Iceland, Solaris – hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, No Borders og Samstaða er ekki glæpur, sem standa fyrir mótmælunum. Krafan er skýr: Það á að leggja niður Útlendingastofnun. „Illska Útlendingastofnunar stigmagnast og lögregluofbeldi fylgir í kjölfarið. Það hafa aldrei verið jafn margir á flótta í heiminum og nú og því er nauðsynlegt að stjórnvöld leggi niður Útlendingastofnun og breyti tafarlaust um stefnu í málefnum hælisleitenda,“ segir í tilkynningunni. Dagskrá fundarins hefur ekki verið kynnt enn en hún verður kynnt síðar.
Lögreglan Hælisleitendur Tengdar fréttir Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58 Solaris kvarta til Umboðsmanns vegna Útlendingastofnunar og lögreglu Stjórn Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur sent tilkynningu til nefndar um eftirlit með lögreglu um „ámælisverða starfshætti lögreglu, starfsaðferð og framkomu í starfi“ vegna aðgerðar á vegum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í húsakynnum stofnunarinnar í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. júlí. 9. júlí 2021 21:31 Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31
Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58
Solaris kvarta til Umboðsmanns vegna Útlendingastofnunar og lögreglu Stjórn Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur sent tilkynningu til nefndar um eftirlit með lögreglu um „ámælisverða starfshætti lögreglu, starfsaðferð og framkomu í starfi“ vegna aðgerðar á vegum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í húsakynnum stofnunarinnar í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. júlí. 9. júlí 2021 21:31
Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59