Forsetinn lést af sárum sínum þegar hópur manna réðst inn á heimili hjónanna í höfuðborginni Port au Prince. Martine, sem særðist einnig í árásinni, lýsti atburðarásinni í fyrsta sinn á hljóðupptöku sem hún birti á Twitter-reikningi sínum í gær.
MESSAGE DE LA PREMIÈRE DAME MARTINE MOISE. pic.twitter.com/cFQW70xTFE
— Martine Moïse (@martinejmoise) July 10, 2021
Hún lýsir því að atvik hafi verið svo hröð að maður hennar hafi ekki náð að koma upp einu einasta orði áður en hann var myrtur. Þá leiðir hún að því líkum að forsetinn hafi verið myrtur af pólitískum ástæðum, einkum vegna stjórnarskrárbreytinga sem hann hugðist koma á - sem hefðu veitt honum frekari völd. Martine heitir því loks að halda starfi manns síns heitins áfram.
Lögregla á Haítí hefur gefið út að 28 manna hópur erlendra málaliða hafi staðið að morðinu á forsetanum.