Fordæma kynþáttaníð í garð enskra leikmanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2021 09:30 Jadon Sancho og Marcus Rashford komu inn af varamannabekk Englands undir lok framlengingar til þess eins að taka vítaspyrnur. Þeir klúðruðu báðir. Simon Stacpoole/Getty Images England tapaði gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni í gærkvöld er liðin mættust í úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Þeir leikmenn enska liðsins sem brenndu af vítaspyrnum sínum fengu holskeflu af kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Alls brenndu þrír leikmenn af vítaspyrnum hjá Englandi í gær. Um er að ræð þá Marcus Rashford (Manchester United), Bukayo Saka (Arsenal) og Jadon Sancho (Borussia Dortmund). Enska knattspyrnusambandið, félög leikmannanna, blaðamenn og fleiri hafa fordæmt ummælin sem fá því miður enn að viðgangast þó árið sé 2021.Einn þingmaður er þó ekki alveg sama sinnis og telur að Rashford hefði átt að vera duglegri að æfa vítaspyrnur frekar en að skipta sér af pólitískum málefnum. Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að lögreglan sé nú þegar að rannsaka málið og hegðun sem þessi verði ekki liðin. Disgusting racial abuse of England players , yobs storming into Wembley and Leicester Sq trashed why would football want to come home to this anyway? pic.twitter.com/4ZTFdW85EY— Mark Austin (@markaustintv) July 12, 2021 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur tekið í sama streng. Gary Neville, fyrrum leikmaður Englands og sparkspekingur Sky Sports, hefur hins vegar látið Johnson heyra það fyrir tvískinnung. Gary Neville on Sky News: 'I'm just reading your breaking news and it says "PM condemns racist abuse of England players"... the prime minister said it was okay for the population of this country to boo those players who were trying to promote equality and defend against racism.'— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) July 12, 2021 „Forsætisráðherrann sagði að það væri allt í lagi fyrir fólkið í landinu að baula á leikmenn sem væru að reyna ýta undir jafnrétti og sýna samstöðu gegn kynþáttaníði,“ sagði Neville í beinni lýsingu á Sky eftir leik. Þá virðist sem ekki allir meðlimir þingsins séu tilbúnir að styðja ensku leikmennina en Natalie Elphicke, þingmaður Íhaldsflokksins, skaut fast á Rashford og sagði að hann hefði ef til vill átt að einbeita sér meira að því að æfa vítaspyrnur heldur en blanda sér í pólitísk málefni. Er hún þar að vitna í herferð leikmannsins til að hjálpa börnum sem minna mega sín í Bretlandi. What do you make of this message sent by Conservative MP Natalie Elphicke to other MPs about Marcus Rashford's missed penalty?Let us know gbviews@gbnews.uk pic.twitter.com/Vr09U716eR— GB News (@GBNEWS) July 12, 2021 Enska knattspyrnusambandið hefur tekið skýrt fram að fólk sem beitir leikmenn liðsins kynþáttaníði sé ekki velkomið að styðja liðið né fylgja því. „Við munum gera allt sem við getum til að styðja við bakið á leikmönnum á meðan við hvetjum til harðra refsinga gegn þeim sem bera ábyrgð á ummælum sem þessum,“ segir í yfirlýsingu frá sambandinu. pic.twitter.com/MQoVHCYUfy— FA Spokesperson (@FAspokesperson) July 12, 2021 Þá sendir enska sambandið væna pillu á eigendur samfélagsmiðla og þá sem stjórna þeim en þar getur fólk látið gamminn geysa nafnlaust og dælt út hatri án þess að takast á við afleiðingarnar. The social media platforms and authorities must act to ensure this disgusting abuse to which our players are subjected on a daily basis stops now. #AFC @Twitter @instagram https://t.co/BDb6UlHgL8— Henry Winter (@henrywinter) July 12, 2021 Enska knattspyrnusambandið sem og félög landsins hafa áður bent á að það þarf harðari reglur á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Twitter og Instagram svo fólk geti ekki látið slíkt hatur flakka nafnlaust og án afleiðinga. Bæði Manchester United og Arsenal hafa gefið út yfirlýsingar vegna kynþáttaníðsins en Marcus Rashford og Bukayo Saka brenndu af sínum spyrnum í gærkvöldi. Enski boltinn Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Southgate tekur tapið á sig og segist hafa ákveðið röðina á vítaskyttunum sjálfur Gareth Southgate tók tap Englands gegn Ítalíu í úrslitaleik EM í gær á sig. Hann sagðist hafa ákveðið röðina á vítaskyttum Englendinga sjálfur. 12. júlí 2021 08:00 Dýrkeyptar skiptingar Southgate Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, gerði tvær dýrkeyptar skiptingar undir lok framlengingar í úrslitaleik Evrópumótsins gegn Ítölum í kvöld. Ítalir unnu 3-2 eftir vítaspyrnukeppni þar sem varamenn Southgate klikkuðu. 11. júlí 2021 22:10 Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30 Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Óbreytt hjá Ítölum en Trippier kemur inn hjá Englandi Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, gerir eina breytingu á liði sínu frá sigrinum á Dönum í undanúrslitum EM fyrir úrslitaleikinn við Ítali í kvöld. Ítalir eru með óbreytt lið frá sigri sínum á Spáni. 11. júlí 2021 17:45 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Alls brenndu þrír leikmenn af vítaspyrnum hjá Englandi í gær. Um er að ræð þá Marcus Rashford (Manchester United), Bukayo Saka (Arsenal) og Jadon Sancho (Borussia Dortmund). Enska knattspyrnusambandið, félög leikmannanna, blaðamenn og fleiri hafa fordæmt ummælin sem fá því miður enn að viðgangast þó árið sé 2021.Einn þingmaður er þó ekki alveg sama sinnis og telur að Rashford hefði átt að vera duglegri að æfa vítaspyrnur frekar en að skipta sér af pólitískum málefnum. Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að lögreglan sé nú þegar að rannsaka málið og hegðun sem þessi verði ekki liðin. Disgusting racial abuse of England players , yobs storming into Wembley and Leicester Sq trashed why would football want to come home to this anyway? pic.twitter.com/4ZTFdW85EY— Mark Austin (@markaustintv) July 12, 2021 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur tekið í sama streng. Gary Neville, fyrrum leikmaður Englands og sparkspekingur Sky Sports, hefur hins vegar látið Johnson heyra það fyrir tvískinnung. Gary Neville on Sky News: 'I'm just reading your breaking news and it says "PM condemns racist abuse of England players"... the prime minister said it was okay for the population of this country to boo those players who were trying to promote equality and defend against racism.'— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) July 12, 2021 „Forsætisráðherrann sagði að það væri allt í lagi fyrir fólkið í landinu að baula á leikmenn sem væru að reyna ýta undir jafnrétti og sýna samstöðu gegn kynþáttaníði,“ sagði Neville í beinni lýsingu á Sky eftir leik. Þá virðist sem ekki allir meðlimir þingsins séu tilbúnir að styðja ensku leikmennina en Natalie Elphicke, þingmaður Íhaldsflokksins, skaut fast á Rashford og sagði að hann hefði ef til vill átt að einbeita sér meira að því að æfa vítaspyrnur heldur en blanda sér í pólitísk málefni. Er hún þar að vitna í herferð leikmannsins til að hjálpa börnum sem minna mega sín í Bretlandi. What do you make of this message sent by Conservative MP Natalie Elphicke to other MPs about Marcus Rashford's missed penalty?Let us know gbviews@gbnews.uk pic.twitter.com/Vr09U716eR— GB News (@GBNEWS) July 12, 2021 Enska knattspyrnusambandið hefur tekið skýrt fram að fólk sem beitir leikmenn liðsins kynþáttaníði sé ekki velkomið að styðja liðið né fylgja því. „Við munum gera allt sem við getum til að styðja við bakið á leikmönnum á meðan við hvetjum til harðra refsinga gegn þeim sem bera ábyrgð á ummælum sem þessum,“ segir í yfirlýsingu frá sambandinu. pic.twitter.com/MQoVHCYUfy— FA Spokesperson (@FAspokesperson) July 12, 2021 Þá sendir enska sambandið væna pillu á eigendur samfélagsmiðla og þá sem stjórna þeim en þar getur fólk látið gamminn geysa nafnlaust og dælt út hatri án þess að takast á við afleiðingarnar. The social media platforms and authorities must act to ensure this disgusting abuse to which our players are subjected on a daily basis stops now. #AFC @Twitter @instagram https://t.co/BDb6UlHgL8— Henry Winter (@henrywinter) July 12, 2021 Enska knattspyrnusambandið sem og félög landsins hafa áður bent á að það þarf harðari reglur á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Twitter og Instagram svo fólk geti ekki látið slíkt hatur flakka nafnlaust og án afleiðinga. Bæði Manchester United og Arsenal hafa gefið út yfirlýsingar vegna kynþáttaníðsins en Marcus Rashford og Bukayo Saka brenndu af sínum spyrnum í gærkvöldi.
Enski boltinn Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Southgate tekur tapið á sig og segist hafa ákveðið röðina á vítaskyttunum sjálfur Gareth Southgate tók tap Englands gegn Ítalíu í úrslitaleik EM í gær á sig. Hann sagðist hafa ákveðið röðina á vítaskyttum Englendinga sjálfur. 12. júlí 2021 08:00 Dýrkeyptar skiptingar Southgate Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, gerði tvær dýrkeyptar skiptingar undir lok framlengingar í úrslitaleik Evrópumótsins gegn Ítölum í kvöld. Ítalir unnu 3-2 eftir vítaspyrnukeppni þar sem varamenn Southgate klikkuðu. 11. júlí 2021 22:10 Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30 Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Óbreytt hjá Ítölum en Trippier kemur inn hjá Englandi Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, gerir eina breytingu á liði sínu frá sigrinum á Dönum í undanúrslitum EM fyrir úrslitaleikinn við Ítali í kvöld. Ítalir eru með óbreytt lið frá sigri sínum á Spáni. 11. júlí 2021 17:45 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Southgate tekur tapið á sig og segist hafa ákveðið röðina á vítaskyttunum sjálfur Gareth Southgate tók tap Englands gegn Ítalíu í úrslitaleik EM í gær á sig. Hann sagðist hafa ákveðið röðina á vítaskyttum Englendinga sjálfur. 12. júlí 2021 08:00
Dýrkeyptar skiptingar Southgate Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, gerði tvær dýrkeyptar skiptingar undir lok framlengingar í úrslitaleik Evrópumótsins gegn Ítölum í kvöld. Ítalir unnu 3-2 eftir vítaspyrnukeppni þar sem varamenn Southgate klikkuðu. 11. júlí 2021 22:10
Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30
Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Óbreytt hjá Ítölum en Trippier kemur inn hjá Englandi Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, gerir eina breytingu á liði sínu frá sigrinum á Dönum í undanúrslitum EM fyrir úrslitaleikinn við Ítali í kvöld. Ítalir eru með óbreytt lið frá sigri sínum á Spáni. 11. júlí 2021 17:45