Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - ÍA 2-0 | Fjórði heimasigur Leiknis Andri Már Eggertsson skrifar 12. júlí 2021 21:59 Leiknir unnu sinn fjórða heimaleik í kvöld vísir/Hulda Margrét Leiknir unnu sinn fjórða heimaleik í kvöld þegar þeir lögðu botnlið ÍA, 2-0. Sævar Atli Magnússon kom Leikni yfir í fyrri hálfleik eftir góðan undirbúning Daníels Finns Matthíassonar. Það var síðan Andres Escobar sem gerði annað mark Leiknis og innsiglaði góða frammistöðu heimamenn í 2-0 sigri. Það var mikið undir á Domusnovavellinum þegar nýliðar Leiknis tóku á móti botnliði ÍA. Leikurinn fór af stað með miklum krafti. Bæði lið fengu góð færi í upphafi leiks en þó voru Leiknis menn hættulegri aðilinn til að byrja með leiks. Það dróg síðan til tíðinda þegar tæplega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum. Daníel Finns Matthíasson átti síðan laglega hæl sendingu á Sævar Atla sem gerði vel í að þruma boltanum í fjær hornið og skoraði sitt 9 mark í deildinni. Yfirburðir Leiknis jukust eftir mark Sævars og engu mátti muna þegar Sævar Atli átti góða sendingu á Mána Austmann sem var kominn einn á móti Árna Marinó en skot hans hafnaði í stönginni. Þegar flautað var til hálfleiks voru Leiknismenn verðskuldað einu marki yfir. ÍA byrjaði síðari hálfleikinn af góðum krafti. Það var þó Sævar Atli sem fékk dauðafæri til að skora sitt annað mark í leiknum, Máni átti þar góða sendingu frá hægri inn í teiginn en skot Sævars fram hjá markinu. Eftir að Sævar Atli hafði skorað sjö síðustu mörk Leiknis kom það í hlut Manga Escobar að skora það næsta. Manga og Máni áttu þar góðan samleik sem endaði með að Magna var kominn í góða skot stöðu hægra megin í teignum sem hann kláraði með skot í fjærhornið. Manga Escobar var síðan hársbreidd frá því að skora annað mark sitt þegar Leiknir keyrði í góða skyndisókn. Árni Marinó varði vel í marki Leiknis og sá til þess að Leiknir myndu ekki gerða þriðja markið. Niðurstaðan 2-0 sigur Leiknis þegar flautað var til leiks loka. Fjórði heimasigur Leiknis og hafa þeir alls safnað 14 stigum Af hverju vann Leiknir? Leiknir voru talsvert betri aðilinn í leiknum. Það var margt í sóknarleik Leiknis sem gekk vel. Fremstu þrír sóknarmenn Leiknis sköpuðu sér fullt af færum sem setti varnarmenn ÍA í mikil vandræði. Það sem situr eftir er bara jákvæðni fyrir hönd Leiknis. Þeir halda hreinu ásamt því kemst annar leikmaður á blað hjá Leikni heldur en bara Sævar Atli sem skoraði einnig sjálfur. Hverjir stóðu upp úr? Sævar Atli Magnússon er algjör leiðtogi í liði Leiknis. Flest öll færi koma í gegnum hann á einn eða annan hátt. Hann skoraði fyrsta mark leiksins og þar með 9 mark sitt í deildinni. Daníel Finns Matthíasson átti góðan leik í kvöld, hann skapaði mikið af færum ásamt því átti hann ansi huggulega stoðsendingu þar sem hælspyrna hans rataði beint á Sævar Atla. Hvað gekk illa? Skagamenn áttu í miklum vandræðum með að verjast hraðanum í fremstu þremur leikmönnum Leiknis sem gerði það verkum að þeir fengu fullt af góðum færum bæði eftir skyndisóknir sem og í uppspili. Hvað gerist næst? Leiknir halda áfram að spila á Domusnova vellinum í næstu umferð þar sem þeir fá Stjörnuna í heimsókn næstkomandi mánudag klukkan 19:15. Á laugardaginn kemur mætast ÍA og Valur á Norðurálsvellinum klukkan 16:00. Sigurður: Erum að skoða að bæta við sóknarmönnum í glugganum Sigurður Höskuldsson var ánægður með fjórða heimasigur LeiknisVísir/Hulda Margrét Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis var ansi ánægður í leiks lok með sigurinn. „Þetta var virkilega flottur sigur í kvöld, ég hefði þó viljað sjá liðið spila aðeins betur en í heildina var þetta góður sigur,“ sagði Sigurður eftir leik. Sigurði fannst vanta upp á ákvarðanatökuna hjá sínum mönnum í fyrri hálfleik en hans menn ræddu það sín á milli í hálfleik og voru stigin þrjú það sem skiptir mestu máli að mati Sigurðar. Sindri Snær Magnússon fór í ansi harkalega tæklingu á Ósvald Jarl Traustason sem myndaði mikla reykisstefnu og fékk aðstoðarþjálfari Leiknis að líta rauða spjaldið fyrir mótmæli. „Þegar þetta gerðist fannst mér þetta árás og verðskulda rautt spjald, þetta var glórulaust, mér var síðan tjáð að þetta hefði ekki verið eins harkalegt og það leit út fyrir mér á vellinum.“ Félagsskipta glugginn er opinn og sagði Sigurður að það væri á döfinni hjá Leikni að styrkja liðið í glugganum. „Við erum að skoða að bæta við okkur einum eða tveimur mönnum sem myndu styrkja sóknina en við erum ekki með neitt fast í hendi,“ sagði Sigurður að lokum. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík ÍA
Leiknir unnu sinn fjórða heimaleik í kvöld þegar þeir lögðu botnlið ÍA, 2-0. Sævar Atli Magnússon kom Leikni yfir í fyrri hálfleik eftir góðan undirbúning Daníels Finns Matthíassonar. Það var síðan Andres Escobar sem gerði annað mark Leiknis og innsiglaði góða frammistöðu heimamenn í 2-0 sigri. Það var mikið undir á Domusnovavellinum þegar nýliðar Leiknis tóku á móti botnliði ÍA. Leikurinn fór af stað með miklum krafti. Bæði lið fengu góð færi í upphafi leiks en þó voru Leiknis menn hættulegri aðilinn til að byrja með leiks. Það dróg síðan til tíðinda þegar tæplega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum. Daníel Finns Matthíasson átti síðan laglega hæl sendingu á Sævar Atla sem gerði vel í að þruma boltanum í fjær hornið og skoraði sitt 9 mark í deildinni. Yfirburðir Leiknis jukust eftir mark Sævars og engu mátti muna þegar Sævar Atli átti góða sendingu á Mána Austmann sem var kominn einn á móti Árna Marinó en skot hans hafnaði í stönginni. Þegar flautað var til hálfleiks voru Leiknismenn verðskuldað einu marki yfir. ÍA byrjaði síðari hálfleikinn af góðum krafti. Það var þó Sævar Atli sem fékk dauðafæri til að skora sitt annað mark í leiknum, Máni átti þar góða sendingu frá hægri inn í teiginn en skot Sævars fram hjá markinu. Eftir að Sævar Atli hafði skorað sjö síðustu mörk Leiknis kom það í hlut Manga Escobar að skora það næsta. Manga og Máni áttu þar góðan samleik sem endaði með að Magna var kominn í góða skot stöðu hægra megin í teignum sem hann kláraði með skot í fjærhornið. Manga Escobar var síðan hársbreidd frá því að skora annað mark sitt þegar Leiknir keyrði í góða skyndisókn. Árni Marinó varði vel í marki Leiknis og sá til þess að Leiknir myndu ekki gerða þriðja markið. Niðurstaðan 2-0 sigur Leiknis þegar flautað var til leiks loka. Fjórði heimasigur Leiknis og hafa þeir alls safnað 14 stigum Af hverju vann Leiknir? Leiknir voru talsvert betri aðilinn í leiknum. Það var margt í sóknarleik Leiknis sem gekk vel. Fremstu þrír sóknarmenn Leiknis sköpuðu sér fullt af færum sem setti varnarmenn ÍA í mikil vandræði. Það sem situr eftir er bara jákvæðni fyrir hönd Leiknis. Þeir halda hreinu ásamt því kemst annar leikmaður á blað hjá Leikni heldur en bara Sævar Atli sem skoraði einnig sjálfur. Hverjir stóðu upp úr? Sævar Atli Magnússon er algjör leiðtogi í liði Leiknis. Flest öll færi koma í gegnum hann á einn eða annan hátt. Hann skoraði fyrsta mark leiksins og þar með 9 mark sitt í deildinni. Daníel Finns Matthíasson átti góðan leik í kvöld, hann skapaði mikið af færum ásamt því átti hann ansi huggulega stoðsendingu þar sem hælspyrna hans rataði beint á Sævar Atla. Hvað gekk illa? Skagamenn áttu í miklum vandræðum með að verjast hraðanum í fremstu þremur leikmönnum Leiknis sem gerði það verkum að þeir fengu fullt af góðum færum bæði eftir skyndisóknir sem og í uppspili. Hvað gerist næst? Leiknir halda áfram að spila á Domusnova vellinum í næstu umferð þar sem þeir fá Stjörnuna í heimsókn næstkomandi mánudag klukkan 19:15. Á laugardaginn kemur mætast ÍA og Valur á Norðurálsvellinum klukkan 16:00. Sigurður: Erum að skoða að bæta við sóknarmönnum í glugganum Sigurður Höskuldsson var ánægður með fjórða heimasigur LeiknisVísir/Hulda Margrét Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis var ansi ánægður í leiks lok með sigurinn. „Þetta var virkilega flottur sigur í kvöld, ég hefði þó viljað sjá liðið spila aðeins betur en í heildina var þetta góður sigur,“ sagði Sigurður eftir leik. Sigurði fannst vanta upp á ákvarðanatökuna hjá sínum mönnum í fyrri hálfleik en hans menn ræddu það sín á milli í hálfleik og voru stigin þrjú það sem skiptir mestu máli að mati Sigurðar. Sindri Snær Magnússon fór í ansi harkalega tæklingu á Ósvald Jarl Traustason sem myndaði mikla reykisstefnu og fékk aðstoðarþjálfari Leiknis að líta rauða spjaldið fyrir mótmæli. „Þegar þetta gerðist fannst mér þetta árás og verðskulda rautt spjald, þetta var glórulaust, mér var síðan tjáð að þetta hefði ekki verið eins harkalegt og það leit út fyrir mér á vellinum.“ Félagsskipta glugginn er opinn og sagði Sigurður að það væri á döfinni hjá Leikni að styrkja liðið í glugganum. „Við erum að skoða að bæta við okkur einum eða tveimur mönnum sem myndu styrkja sóknina en við erum ekki með neitt fast í hendi,“ sagði Sigurður að lokum.