„Ég sé enga leið út úr þessu“ Jakob Bjarnar skrifar 17. júlí 2021 07:01 Maggi Kjartans er sjötugur. Og enn að. Ferill hans er magnaður og lögin sem hann hefur gert og/eða komið nálægt snar þáttur í íslenskri tónlistarsögu. úr einkasafni Magnús Kjartansson er risi í íslenskri tónlistarsögu; rokkstjarna og bakhjarl ýmissa merkra tónlistarverkefna í senn. Magnús fagnaði sjötugsafmæli sínu í mánuðinum og hver hefði nú trúað því? Hann er enn að. Á fullu. Þegar Vísir náði tali af Magnúsi, eða Magga Kjartans eins og hann er alltaf kallaður, var hann á leið á gigg í Grindavík. Og þarf að leggja land undir fót því undanfarin árin hefur Maggi verið búsettur í Grímsnesinu. „Já, ég er að sigla undir Ingólfsfjalli til Grindavíkur þar sem til stendur að troða upp í kvöld. Með Axel Ó og nokkrum gömlum félögum; Villa Guðjóns, Finnboga bróður, Bigga Nielsen og svo Alma Rut söngkona sem fer fyrir hópnum. Við ætlum að leika fyrir dansi. Björgvin söng Ég fæddist ekki í Keflavík en Alma Rut Af því ég fæddist í Grindavík,“ segir Maggi hugsandi og er greinilega kominn með hugann hálfan við spilamennskuna sem fram undan er. „Það er nú meiri hamingjan,“ segir Maggi þegar blaðamaður óskar honum til hamingju með afmælið og áfangann. Einn sá allra mikilvægasti En ekkert hefur vantað uppá að Magnúsi hafi borist hamingjuóskir vegna sjötugsafmælisins. Freyr Eyjólfsson tónlistar- og fjölmiðlamaður er einn þeirra og býður upp á meitlaðan pistil á Facebook-síðu sinni: „Hér er gæi sem kann þetta allt: semur bestu lögin, er í bestu hljómsveitunum, mesti töffarinn, besti píanóleikarinn, fyndnastur. Græjar allt og semur um öll réttindamál, tekur upp, útsetur, skrifar út, stýrir kórum og gerir í raun allt sem viðkemur tónlist. Magnús Jón Kjartansson er risi í íslensku tónlistarlífi, einn sá allra mikilvægasti - en umfram allt prúðmenni og hræðilega fyndinn! Til lukku með 70 árin Maggi!“ Hvernig er að vera orðinn svona hrikalega gamall? „Þetta er skemmtilegt sálfræðilegt úrlausnarefni sem einhver þarf að finna út úr. Hvers vegna finnst öllum þeir alltaf vera jafn gamlir og alltaf? Hvað ert þú gamall? Og þegar þú hittir gamla skólafélaga, finnst þér þeir vera orðnir karlar og kerlingar? Þó er eitt gott við svona „school reunions“ að allir sætustu strákarnir sem stelpurnar voru skotnar í eru orðnir litlu feitu sköllóttu karlarnir. Og stelpan sem kom alltaf í skólann í peysunni sem fiskifýla var af, hún er orðin langflottust.“ Eldri og reyndari en Magga finnst hann reyndar alltaf jafn gamall. Sem er ráðgáta sem hann leggur til að fræðimenn leiti svara við.úr einkasafni Magnús segir þetta ekki í neinu gríni, hann reynir að finna svar við þessari spurningu, fyrst spurt er. Hann segir ekkert sérstakt hafa gerst við það að ná sjötugu. „Ekkert frekar núna en áður. Þó skipt hafi verið um tölu, númer, hvort ég þurfi að endurnýja ökuskírteinið. Svo er aldrei að vita, framtíðin er þannig skrítin. Hún er framundan og illviðráðanleg. Maður eldist. Það er óhjákvæmilegt. Maður hefur séð marga reyna að gera það ekki en ég hef aldrei séð það takast. Þannig að ég reikna ekki með að það takist hjá mér heldur.“ Eins og gullfiskur í glerkrukku Og Maggi er enn að koma fram sjötugur. Honum finnst það ekki mikið og spyr snúðugt á móti, þegar hann er spurður út í það, hvort Raggi Bjarna heitinn hafi ekki verið að koma fram um áttrætt og þótti engum mikið. „Ertu að segja að ég eitthvað öðruvísi?“ En 55 ár í bransanum, það hlýtur að taka á? Hvað er öðruvísi? „Ekkert! Ekkert nema, vildi að ég væri fimari. Í klettaklifri og fjallgöngum.“ Sviðið er það sama? „Já, maður labbar inná þetta, spilar og rekur upp boffs. Svo fer maður út af og fer heim til sín. Það kom fyrir að maður fór ekki heim til sín. En fljótlega, samt.“ Maggi fór í tilefni tímamótanna í ferðalag ásamt fjölskyldu um Vestfirði og stendur hér við listaverk Samúels Jónssonar, eftirmynd af frægum gosbrunni sem er í Ljónagarðinum í Alhambra á Spáni, en verkið stendur við listasafn Samúels í Selárdal.Margrét Gauja Þegar svo tilkomumikill ferill er að baki er þetta kjánaleg spurning en það verður þó að koma henni að: Hvað er eftirminnilegast? Hvar rís ferillinn hæst? „Það er ekkert sem er endilega eftirminnilegast. Á ævinni er það allt þetta góða fólk sem maður hefur kynnst. Hljómlistarmennirnir sem maður hefur fengið tækifæri til að vinna með: þeir sem maður hefur unnið með og hafa lokið einhverju upp fyrir manni sem maður hefði annars ekki fattað. Það held ég sé eftirminnilegast. Þetta snýst um að vera alltaf að fatta eitthvað. Annars er maður orðinn eins og gullfiskurinn í krukkunni, sem syndir hring og segir: Gaman að koma hingað. Alltaf gaman í tæru vatninu í sömu krukkunni: Þetta líst mér vel á.“ Forsetinn farinn að tala um bongóblíðu Maggi nefnir þó tilneyddur nokkur eftirminnileg brot af handahófi svo sem tímana sem hann átti með Hemma heitnum Gunn í sjónvarpinu þar sem Magnús stýrði húshljómsveitinni. „Með Vilhjálmi Vilhjálmssyni heitnum, Trúbroti heitnu … þetta er allt heitið eitthvað? Júdas, Brimkló, Sléttuúlfunum, Haukum … þetta voru allt tímabil og hvert um sig hafði sinn sjarma. Og svo er maður búinn að spila inn á og/eða pródúsera, yfir fimmtíu plötur. Með sumt; þetta hefur ekkert allt slegið í gegn en eitthvað.“ Og Maggi nefnir til dæmis að það geti verið einkennilegt hvernig þessu getur hagað til í bransanum. „Það var til dæmis gaman að upplifa það skrítna tímabil, að vinsælasta lag síðasta sumars var 35 ára gömul Eurovision-tilraun, sem ég hélt að væri gleymd og grafin.“ Magnús er þar vitaskuld að tala um Sólarsömbuna, lag sem hann sendi inn og flutti undankeppni undakeppni Eurovisionkeppninnar 1988. „Forseti Íslands kallar gott veður bongóblíðu! Þá er margt skrítið sem hefur komið uppá.“ Ekki minna sukkið í kurteisislegri hljómsveitum Fyrst Maggi er farinn að tala um forsetann er vert að sæta lags og spyrja þá bratt: Hvert er mesta sukkbandið sem þú hefur spilað með? Löng löng þögn. „Er þetta ekki nokkuð skýrt svar?“ spyr viðmælandinn svo dramatískur á móti. En nú voru til að mynda Haukar, sem þú spilaðir með, alræmdir fyrir að vera sukkband? „Það er ekkert band sem getur verið sukksamt. Maður sjálfur getur verið sukksamur. Þá er samstarfið dæmt út frá því. Þegar Maggi er spurður um hvaða hljómsveit sem hann hefur verið í hafi verið það sukksamasta svarar hann með þögninni einni.úr einkasafni En það skal viðurkennt að Haukar gerðu svolítið út á þessa ímynd, svipað og Rolling Stones hafa gert út á þá, að vera „The Bad Boys. En það voru ekki alltaf minnsta óreglan í svona kurteisislegustu hópunum. Þvert á móti.“ Nú fer til að mynda miklum sögum af því þegar Hljómsveit Björgvins Halldórssonar fór til Sovétríkjanna? „Það var hljómsveitin mín. Ég stofnaði þá hljómsveit. En, jújú, hún var kölluð það. Og, jájá, þegar þú fórst til Sovétríkjanna á þessum tíma var vodka bara til þess að sótthreinsa magann. Ég var ekki alltaf barnanna bestur. Ég vil endilega að það komi fram. Langt í frá. En ég hef skánað.“ Tók það langan tíma að skána? „Já, ég veit ekki um neinn einasta mann sem hefur verið í óreglu sem fannst hann ekki vera frekar lengur í henni heldur en skemur.“ Djöfullsins stuð var þetta Sex, drugs and rock´n roll. Það verður ekki skilið við bransann án þess að fara örlítið dýpra í þá sálma. En var meira sukk í bransanum á árum áður en nú er? „Það vona ég svo innilega. En af því að þú notar orðið sukk sem mér finnst skemmtilegt, þá lærði ég það hjá Ingvari bílsstóra sem keyrði okkur alltaf um. Hann var mjög reglusamur og fínn bílsstjóri. Hann var fyrstur til að kalla þetta sukk. Ég veit ekki hvaðan það er komið. Það er hvergi í neinum bókum og hlýtur þá að vera einhvers konar nýyrði.“ Magnús telur þetta orð misvísandi. „Ég vil kalla þetta óreglu. Og óregla getur verið af ýmsum toga. Hún getur verið áfengisneysla, eiturlyfjaneysla, kynlífsfíkn … eða bara hvað það sem kemur róti á líf þitt og umhverfi og setur þína nánustu í einhvers konar varnarstöðu gagnvart þér. Kannski er það sem þú kallar sukk eða óreglan á einhverri annarri tíðni núna en var. Til dæmis gerir það sem maður er að lesa í fréttum dagsins í dag mig undrandi hvað eftir annað. Þá er ég að tala um þessa metoo-byltingu, ofbeldi, og svo einhvers konar fíkniefnaneyslu sem er fyrir utan öll gamanmál, pilluneysla, komin á einhverja þá vídd sem maður nennir ekki að fylgjast með.“ Maggi nær ekki að botna. „Ég þekki þetta ekki. En ég veit hvað ég var að gera. Ég drakk áfengi og reykti maríjúana og lifði þann lífsstíl sem ég átti sameiginlegan með mörgum minna jafnaldra… en djöfulsins stuð var þetta.“ Tónlistin er eins og skyr Nú er til eitthvað sem heitir gullöld tónlistarinnar. Sem er 7. og 8. áratugur síðustu aldar. Gullöldin er tiltekið tímabil, það virkar ekki eins og með fornbíla að það sem er orðið 20 ára heiti gullöld. Þá skipti tónlistin miklu meira máli, allt atgervi beindist þangað, allir vildu reyna fyrir sér en nú eru svo margir möguleikar aðrir. Hvað finnst þér um þetta? „Þetta er bara eins og skyr.“ Ha? „Það er einhvern veginn alveg sama hvað þeir setja skyrið í flottar dollur, það verður aldrei eins og skyrið hjá mömmu. Skyrið var skyrið á sínum frumdögum. En tónlistin er orðin svolítið mikið eins og skyrið er orðið í dag; flottar umbúðir, dásamleg stúlka á skautasvelli, en botninn á dollunni mjókkar alltaf. Tónlistin er neysluvara sem er alls staðar í kringum mann og ágætt að grípa til frekar en að vera svangur. Er það ekki svolítið samnefnari fyrir tónlistina í dag? En nota bene þá koma alltaf einhverjir fram inn á milli sem kveikja vonina. Sem eru ekki bara nýjustu tískusoundin og ekkert ofan á. Það er bara skyr.“ Ljóst er að Maggi er ekki alveg til í að kvitta uppá að tónlist nútímans sé hjóm miðað við það sem var og hann nefnir einmitt aldurinn sem faktor. „Ljóst er að það fer enginn að halda of mikið upp á músík, leggja við hlustir eða stúdera tónlist eitthvað og leggjast yfir plötur þegar hann er kominn á fimmtugs aldur. Það eru undantekningartilfelli. Þetta virðist fylgja kynferðisaldrinum, og poppmúsíkin gerir það. Þessu rómantíska skeiði og tilhugalífstímabili fólks. I love you, I wanna hold your hand. Það er mikilvægur partur í þessu.“ Góð tónlist heldur ætíð sínu Rokkið var hluti æskuuppreisnarinnar og lög eins og „When I´m sixty four“ með Bítlunum, „Too Old to Rock 'n' Roll: Too Young to Die!“ með Jethro Tull og fleiri lög undirstrika þetta. Nema aldurinn er afstæður, þeir sem í æskuhroka sínum þá töldu þetta ungs manns gaman og bara alls ekki fyrir þá hina eldri eru enn að. Þarna eru engar klárar línur. Magnús segir að það sé fullt af fimmtugu fólki sem hlustar mikið á tónlist og allar tegundir hennar. „Það er alltaf jafn ánægjulegt að hitta þroskað fólk sem er að hlusta á tónlist. Og Sinfóníuhljómsveit Íslands spilar að mestu leyti gamla tónlist. Víkingur Heiðar spilar að miklu leyti gamla tónlist. Það góða við tónlistina er að tíminn breytir henni ekkert. Alveg eins og bókmenntir. Góð bók verður ekkert léleg þó hún verði eitthvað eldri. Hún getur verið öðruvísi. Við vitum báðir að það er stórhættulegt að skrifa Science fiction, þetta hefur tilhneigingu til að verða raunverulegt fyrr en varir,“ segir poppgoðið. Og nefnir Elda eftir Sigríði Hagalín og forspárgildi hennar. Það sem þar var skáldað rættist furðufljótt. „Ég var ekki fyrr búinn með þá bók en fór að gjósa á Reykjanesi af öllum stöðum. Þetta er eins og það fari að gjósa uppúr klósettinu hjá manni.“ Ræturnar eru í Sunny Kef Maggi Kjartans ólst upp í Keflavík og tilheyrir tónlistarbyltingunni sem þar sprakk út með látum uppúr miðbiki síðustu aldar með bítlaæðinu og svo seinna hippamenningunni. Sunny Kef. En fluttist svo til Hafnarfjarðar og bjó þar lengi. Hafnfirðingar vilja gjarnan slá eign sinni á poppgoðið þó hann sé nú fluttur á Snæfoksstaði í Grímsnesinu. Eða líturðu alltaf á þig sem Keflvíking? „Meðal þess sem gerist við að eldast er að maður fer að finna meira fyrir rótum sínum. Þær hafa vaxið líka þó þær sjáist ekki. Og Keflavík og Suðurnesin eru mér mjög kær einfaldlega af því að þar eru mínar rætur. Maggi og dóttir hans Margrét Gauja. Hún söng Sólarsömbu með föður sínum, var fram eftir aldri raun af því en hefur með tímanum sætt sig betur við það atriði. Enda orðin klassík.Samfylkingin Hafnarfirði Ég veit ekkert hvað mér myndi finnast um Keflavík ef ég hefði ekki alist þar upp. Ég veit ekki hvort ég hefði nokkurn áhuga á þessu svæði; það væri líklega bara staður þar sem maður þarf að stefna í áttina að þegar maður er að fara til útlanda. Mér finnst voða gaman að sjá og upplifa hvað þarna er allt blómlegt, dafnar vel og stendur af sér erfið högg.“ Þess má geta í framhjáhlaupi að bróðir Magnúsar er bæjarstjóri í Reykjanesbæ. „Jájá. En maður hefur heyrt hærra grenjað út af minna atvinnuleysi,“ segir Magnús sem er til þess að gera nýkominn af ferðalagi um Vestfirði með konu sinni Sigríði Kolbrúnu Oddsdóttur og Margéti Gauju dóttur þeirra og hennar fjölskyldu. „Og ég sá ekki að þar væri neins staðar verið að reyna á fullu með einhverjum námskeiðum að koma fólki aftur út í atvinnulífið. En þetta þarf að gera. Að flytja til Hafnarfjarðar á sínum tíma var fyrst og fremst vegna þess að þar var byggt upp fyrsta ásættanlega hljóðverið í landinu og ég tók þátt í því. Þar var vinnan mín. Í Hljóðrita. Þar held ég hafi verið í næstum þrjátíu ár. Ég bjó í um fjörutíu ár í Hafnarfirði og var rétt um sextugt þegar ég flutti þaðan.“ Segist vera landamærabarn og það skiptir öllu Auðvitað hefur verið fjallað um það fram og til baka, af sagnfræðingum og tónlistargrúskurum, hvernig rokkið á Íslandi bókstaflega sprakk út í Keflavík og dreifðist þaðan um landið. En um að gera að inna einn innfæddan um hvað það var sem gerðist? „Hvað á Reykjanesbær ekki sameiginlegt meö öllum landamærabæjum í heiminum? Ég er landamærabarn. Ég fæddist og ólst upp við landamæri. Þar sem gaddavírsgirðing var milli tveggja hagkerfa; tvær tegundir af varningi, gjaldmiðli, siðmenningu. Mjög margt lak á milli og í sitthvora áttina eins og gerist á öllum öðrum landamærum. Þess vegna finnst mér svo skrítið, alltaf verið að tala um landamæri í dag. Þetta margir fundust smitaðir við landamærin. Þetta er landamærasvæði.“ Hersetan á Miðnesheiði skiptir sköpum. Á Beisnum svokölluðum voru Bandaríkjamenn með sína klúbba, sína sjónvarpsstöð, sitt útvarp. Magnús með félögum sínum í hljómsveitinni Trúbrot; Gunnari Þórðarsyni, Gunnari Jökli og Rúnari Júlíussyni ásamt tónskáldinu Leifi Þórarinssyni. Svona birtust þeir í Vísi 1970 en að mati Magga er hippatónlistin og progrokkið að einhverju leyti samruni dægurtónlistar og klassískrar.skjáskot. „Það hafi mikil áhrif á mig að vera farinn fimmtán ára gamall að spila í klúbbunum á Keflavíkurflugvelli, á Rockwell með vinsælum hljómsveitum, jafnvel tvisvar í viku. Og maður komst í tæri við tónlist sem aðrir Íslendingar áttu erfitt með að komast í tæri við.“ Magnús rekur það þegar Elvis og svo Bítlarnir koma fram á sjónarsviðið hafi allt verið við að springa. Breska bylgjan í poppi og rokki fór að gefa tónlistinni innihald og jafnvel pólitískt inntak. „Þessi tónlist varð undirspil mikilla hræringa, tísku og menningarstrauma. Það er margbúið að rekja þetta: Stúdentabyltingin í Frakklandi og allt þetta, það eru bara sérfræðingar í háskólanum sem kunna þessa sögu nógu vel til að fara með hana.“ Býr að klassískum bakgrunni En með hinn alræmda bransa, sem Maggi hefur nú velkst um í allan þennan tíma, hvernig hefur gengið að framfleyta sér með þeim hætti? „Ég á það sameiginlegt með öllum vinum og kollegum að við búum ekki við neitt sem heitir öryggi. En einhvern veginn hefur þetta blessast samt. Þó oft hafi verið á síðustu stundu. Aðalatriðið hefur verið að halda alltaf áfram. Maður hefur gripið í annað en tónlistina. Ég hef alltaf verið tilbúinn að vinna fyrir mér á annan hátt en bara að stefna að einhverjum vinsældum, sölu á plötum eða ná traffík á böll eða tónleika. Ég vinn í dag á fullu í einhverju sem er frekar hljóðlátara en hitt þó skrítið sé svo sem kórstarfi. Ég fékk ágætis menntun í tónlist.“ Magnús telur sig hafa búið að því alla tíð. „Já, ég sé í hendi mér að þeir sem hafa sinnt þessu lengur en skemur hafa annað hvort fengið menntun eða náð sér í hana, það eru sömu mennirnir og lifa þetta af. Aðrir breytast í eitthvað annað smám saman.“ Það kemur á daginn að flest sem Maggi hefur tekið sér fyrir hendur í gengum tíðina tengist tónlist með einum hætti eða öðrum. Hann var reyndar með Sjónvarpsmarkaðinn í nokkur ár, sem var eins og nafnið gefur til kynna tilraun í sjónvarpi að erlendri fyrirmynd að kynna vörur og selja á skjánum. En einkum hefur þetta verið tónlistarkennsla og kórstjórn meðfram spileríi. Maggi hefur lengi verið í hestamennsku og heldur hross í Grímsnesinu hvar hann býr nú eins og blóm í eggi. En fráleitt sestur í helgan stein.vísir/jakob „Já og tónlistarvinna í sjónvarpi, við upptökur, gera tónlist við kvikmyndir og sjónvarpsþætti, gera plötur með öðrum og þá hef ég sjaldnast verið að trana sjálfum mér fram í því. Var steinn í ánni fyrir mjög marga. Sumir hefðu drukknað.“ Móðir Magga var píanómenntuð og það að hafa hljóðfæri á heimilinu skipti sköpum að mati Magnúsar. „Og það að hafa leyfi til að fikta í því, það hafði mikið að segja. Og svo náttúrlega að hlusta. Maður fór fljótlega að hlusta á breiða línu af tónlist. Ég fæ klassískt uppeldi. Það sem maður hlustaði á Mozart. Fyrir mér er hippatímabilið eða progrokk-tímabilið það þegar klassíkin og rokkið fara að hrærast saman. Eins og í Trúbrot, þegar ég og Karl Sighvatsson komum saman, báðir með klassískan bakgrunn, þá var voða gaman.“ Frægðin aldrei markmið í sjálfu sér Þó öll tímabilin hafi sinn sjarma, sitt vægi hlýtur tímabilið með Trúbrot að mælast hátt á öllum mælikvörðum. Hin framúrstefnulega plata Lifun, eitt helsta stórvirki íslenskrar rokksögu, verður fimmtíu ára í haust sem þýðir að Maggi hefur verið tvítugur þegar hún var gerð. Á þessum tíma er Maggi alger súperstjarna á Íslandi… hvernig var það? Steig frægðin þér ekki til höfuðs? „Sko, í mínum huga, hefur frægðin aldrei verið markmið. Hún er hliðarafurð, hún er afskurður eins og það sem menn eru farnir að nota í fegrunarlyf í dag í fiskvinnslunni. Afleiðing. Ég hef ekkert gert mikið með hana. Alltaf skipt mig mjög litlu máli. Sumir vina minna eru stjörnur, en ef það er þá er ég black hole.“ En sumir fara í tónlistina með það beinlínis fyrir augum að leita eftir frægðinni? „Fyrir suma er hún aðalatriðið en þeir endast nú oft stutt. Sko, við skulum nú ekki tala eins og það hafi ekki allir gaman að því að fá einhverja smá athygli. En maður þarf samt ekki að láta eins og hálfviti.“ En þú ert sjötugur og treður upp eins og enginn sé morgundagurinn? „Ég sé ekki neina leið út úr þessu.“ Stórmúsíkalskur öðlingur á tímamótum Og þar með var Maggi farinn, rokinn í að stilla upp fyrir kvöldið. Enn eitt giggið. Eins og hér hefur verið tæpt á er ferill hans glæsilegur. Magnús hefur beitt sér mjög fyrir hagsmunum sinna félaga í geiranum, meðal annars sem stjórnarmaður í samtökum hljómlistarmanna. STEF sendi honum eftirfarandi kveðju í tilefni tímamótanna, svohljóðandi: „Hann er og verður um alla tíð eitt af lárviðarskáldum íslenskra tónbókmennta. Vandfundinn er Íslendingur sem ekki þekkir lögin Lítill drengur, Eins konar ást, To be Grateful, Skólaball eða Sólarsamba, svo nokkur séu nefnd. En auk þess að hafa í gegnum árin auðgað mannlífið með tónsmíðum, hljóðfæraslætti og léttu lundarfari sínu, þá hefur Maggi Kjartans af fórnfýsi og festu unnið að framfaramálum kollegum sínum til handa og lagt gjörva hönd á plóg við hagsmunagæslu fyrir tón- og textahöfunda, ekki síst á vettvangi STEFs, þar sem hann gegndi stjórnarformennsku um skeið.“ Og Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður og félagsmálafrömuður skrifaði pistil um kollega sinn og birti á Facebook-síðu sinni. Líklega fer best á því að hann eigi lokaorðið. Þessi stórmúsíkalski öðlingur stendur á tímamótum í dag. Magnús Jón Kjartansson er maður eigi einhamur. Hann á að baki stórmerkilegan feril sem höfundur, flytjandi og upptökustjóri, auk þess að hafa varið miklum tíma og kröftum í þágu stéttar sinnar, m.a. á vettvangi FTT, STEFs, Samtóns, Útóns, NPU, APCOE o.fl. o.fl. Hann reyndist mér afar dýrmætur atfylgismaður á unglingsárum, bæði sem bróðurleg fyrirmynd og leiðbeinandi. Hann útvegaði mér t.a.m. vel launaða vinnu í fiskvinnslunni Sjöstjörnunni í Keflavík 19 ára gömlum og bauð mér af sönnum höfðingsskap að búa vikum saman á heimili sínu og fjölskyldu sinnar. Þar beið manns jafnan staðgóður morgunverður á morgnana, heitt bað eftir langan starfsdag og síðan ljúffeng kvöldmáltíð. Hann seldi mér ungum hvíta Hammond orgelið sitt og veitti mér dýrmæta leiðsögn í svo mörgu. Hann söng um hríð með fyrstu atvinnuhljómsveitinni sem ég starfaði með, Rifsberja, og við áttum síðan eftir að skerða bítlahár hvors annars eftirminnilega í miklum galskap í Lundúnum á áttunda árartugnum miðjum. Þá höfum við stundað saman útreiðar í ógleymanlegum hestaferðum um fjöll og firnindi. Fyrir utan tónlistarhæfileikana og félagsfærnina er óhætt að segja að Magnús búi að einhverri mögnuðustu kímnigáfu sem maður hefur kynnst á lífsleiðinni - og er þá langt til jafnað. Ég hef ítrekað bent honum á að hann gæti orðið verðugt svar okkar Íslendinga við Victor Borge þeirra Dana - ef hann kærði sig um slíkan feril til viðbótar öðru. Magnús er mikill gæfumaður í lífi og starfi - og munar þar heldur betur um lífsförunautinn og eiginkonuna dásamlegu, Sigríði Oddsdóttur - Sirrý. Barnalán þeirra sómahjóna er mikið og speglast í þeim Davíð, Margréti og Oddi Snæ auk barnabarnanna. Við óskum afmælisbarninu fjölhæfa - og fjölskyldunni allri - hjartanlega til hamingju með tímamótin og þökkum dýrmæta samfylgd í gegum lífið. Magnaður ferill Ferill Magga er magnaður. Hér er stiklað á stóru. Hljómsveitirnar fyrstu árin 1961 Drengjalúðrasveit Barnaskóla Keflavíkur 1963 Hljómsveitin Echo 1967 Hljómsveitin Óðmenn 1968 Hljómsveitin Júdas 1970 Hljómsveitin Trúbrot 1973 Hljómsveitin Júdas 1978 Hljómsveitin Brunaliðið 1980 Hljómsveitin Brimkló og HLH-flokkurinn 1982 Hljómsveit Björgvins Halldórssonar 1983 Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar Markverðar plötur og verkefni 1967 Óðmenn EP 1968 Hljómar EP 1969 Júdas - Mér er sama EP 1970 Trúbrot - Undir áhrifum LP 1971 Trúbrot - Lifun LP 1972 Trúbrot - Mandala. LP Magnús og Jóhann - The Rape of Lady Justice LP Geirmundur Valtýsson - Bíddu við EP og Nú er ég léttur EP 1973 Magnús Kjartansson - Clockworkin Cosmic Spirits LP 1974 Bjarki Tryggva LP Sigrún Harðar - Shadow Lady LP Ruth Reginalds - Simmsala Bimm LP Megas - Millilending LP Gunni og Dóri EP 1975 Júdas - no 1 LP 1976 Júdas - Eins og fætur toga. LP Vilhjàlmur Vilhjálmsson - Með sínu nefi LP Sönghópur Eiríks Árna LP BG og Ingibjörg - Sólskinsdagur LP 1977 Vilhjálmur Vilhjálmsson - Hana nú LP Mannakorn - Í gegnum tíðina LP 1978 Brunaliðið - Úr öskunni í eldinn LP Björgvin Halldórsson - Ég syng fyrir þig LP Brunaliðið - Með eld í hjarta LP Ruth Reginalds - Furðuverk LP 1979 Brunaliðið - Burt með reykinn EP Brunaliðið - Útkall LP Spilverk þjóðanna - Bráðabirgðabúgí LP 1980 Ýmsir - Píla Pína LP 1981 Pálmi Gunnarsson - Í leit að lífsgæðum LP 1982 Pàlmi Gunnarsson - Hvers vegna varst ekki kyrr LP Erna, Eva og Erna - Manstu eftir því LP Anne og Garðar - Kristur konungur minn LP Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar - Samkvæmt læknisráði LP 1983 Anne og Garðar - Þú reistir mig upp LP 1985 Pálmi Gunnarsson - Friðarjól LP Guðný og Elísabet Eir - Manstu stund LP 1988 Ellý Vilhjálms - Jólafrí LP 1989 Geirmundur Valtýsson - Í syngjandi sveiflu LP 1990 Sléttuúlfarmir - Líf og fjör í Fagradal LP 1991 Geirmundur Valtýsson - Á fullri ferð LP Sléttuúlfarnir - Undir bláum Mána LP 1994 Pálmi Gunnarsson - Jólamyndir LP 1997 Geirmundur Valtýsson - Bros LP Snörurnar - Eitt augnablik LP 1999 Geirmundur Valtýsson - Dönsum LP 2003 Haukur, Ellert, Þórhallur og Guðmar Þorvaldssynir - Lögin hans Valda LP Sólveig Illugadóttir - Töfrar LP 2004 Jóhann Már Jóhannsson - Frá mínum bæjardyrum LP 2009 Jóhann Már Jóhannsson - Hvert sem ėg fer LP 2013 Geirmundur Valtýsson - Skagfirðingar syngja LP 2016 Axel O & Co - Open Road LP Kvikmyndir og sjónvarp 1980 Veiðiferðin 1993 Líf í tuskunum 1994 Það var skræpa 1997 Undir björtum himni 2000 Bílar geta flogið 2010 Að fylgja ljósinu Upphafsstef sjónvarpsþátta Gettu betur Á tali með Hemma Gunn Stundin okkar Tímamót Tengdar fréttir Köntríboltar klárir á klárum Magga Kjartans Tónlistar- og hestamaðurinn Magnús Kjartansson skaut hesti undir blaðamann Vísis, sem ótrauður heldur áfram að kynna sér hin margvíslegu áhugamál landsmanna er snúa að útivist og lífsstíl. 30. júlí 2015 09:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Þegar Vísir náði tali af Magnúsi, eða Magga Kjartans eins og hann er alltaf kallaður, var hann á leið á gigg í Grindavík. Og þarf að leggja land undir fót því undanfarin árin hefur Maggi verið búsettur í Grímsnesinu. „Já, ég er að sigla undir Ingólfsfjalli til Grindavíkur þar sem til stendur að troða upp í kvöld. Með Axel Ó og nokkrum gömlum félögum; Villa Guðjóns, Finnboga bróður, Bigga Nielsen og svo Alma Rut söngkona sem fer fyrir hópnum. Við ætlum að leika fyrir dansi. Björgvin söng Ég fæddist ekki í Keflavík en Alma Rut Af því ég fæddist í Grindavík,“ segir Maggi hugsandi og er greinilega kominn með hugann hálfan við spilamennskuna sem fram undan er. „Það er nú meiri hamingjan,“ segir Maggi þegar blaðamaður óskar honum til hamingju með afmælið og áfangann. Einn sá allra mikilvægasti En ekkert hefur vantað uppá að Magnúsi hafi borist hamingjuóskir vegna sjötugsafmælisins. Freyr Eyjólfsson tónlistar- og fjölmiðlamaður er einn þeirra og býður upp á meitlaðan pistil á Facebook-síðu sinni: „Hér er gæi sem kann þetta allt: semur bestu lögin, er í bestu hljómsveitunum, mesti töffarinn, besti píanóleikarinn, fyndnastur. Græjar allt og semur um öll réttindamál, tekur upp, útsetur, skrifar út, stýrir kórum og gerir í raun allt sem viðkemur tónlist. Magnús Jón Kjartansson er risi í íslensku tónlistarlífi, einn sá allra mikilvægasti - en umfram allt prúðmenni og hræðilega fyndinn! Til lukku með 70 árin Maggi!“ Hvernig er að vera orðinn svona hrikalega gamall? „Þetta er skemmtilegt sálfræðilegt úrlausnarefni sem einhver þarf að finna út úr. Hvers vegna finnst öllum þeir alltaf vera jafn gamlir og alltaf? Hvað ert þú gamall? Og þegar þú hittir gamla skólafélaga, finnst þér þeir vera orðnir karlar og kerlingar? Þó er eitt gott við svona „school reunions“ að allir sætustu strákarnir sem stelpurnar voru skotnar í eru orðnir litlu feitu sköllóttu karlarnir. Og stelpan sem kom alltaf í skólann í peysunni sem fiskifýla var af, hún er orðin langflottust.“ Eldri og reyndari en Magga finnst hann reyndar alltaf jafn gamall. Sem er ráðgáta sem hann leggur til að fræðimenn leiti svara við.úr einkasafni Magnús segir þetta ekki í neinu gríni, hann reynir að finna svar við þessari spurningu, fyrst spurt er. Hann segir ekkert sérstakt hafa gerst við það að ná sjötugu. „Ekkert frekar núna en áður. Þó skipt hafi verið um tölu, númer, hvort ég þurfi að endurnýja ökuskírteinið. Svo er aldrei að vita, framtíðin er þannig skrítin. Hún er framundan og illviðráðanleg. Maður eldist. Það er óhjákvæmilegt. Maður hefur séð marga reyna að gera það ekki en ég hef aldrei séð það takast. Þannig að ég reikna ekki með að það takist hjá mér heldur.“ Eins og gullfiskur í glerkrukku Og Maggi er enn að koma fram sjötugur. Honum finnst það ekki mikið og spyr snúðugt á móti, þegar hann er spurður út í það, hvort Raggi Bjarna heitinn hafi ekki verið að koma fram um áttrætt og þótti engum mikið. „Ertu að segja að ég eitthvað öðruvísi?“ En 55 ár í bransanum, það hlýtur að taka á? Hvað er öðruvísi? „Ekkert! Ekkert nema, vildi að ég væri fimari. Í klettaklifri og fjallgöngum.“ Sviðið er það sama? „Já, maður labbar inná þetta, spilar og rekur upp boffs. Svo fer maður út af og fer heim til sín. Það kom fyrir að maður fór ekki heim til sín. En fljótlega, samt.“ Maggi fór í tilefni tímamótanna í ferðalag ásamt fjölskyldu um Vestfirði og stendur hér við listaverk Samúels Jónssonar, eftirmynd af frægum gosbrunni sem er í Ljónagarðinum í Alhambra á Spáni, en verkið stendur við listasafn Samúels í Selárdal.Margrét Gauja Þegar svo tilkomumikill ferill er að baki er þetta kjánaleg spurning en það verður þó að koma henni að: Hvað er eftirminnilegast? Hvar rís ferillinn hæst? „Það er ekkert sem er endilega eftirminnilegast. Á ævinni er það allt þetta góða fólk sem maður hefur kynnst. Hljómlistarmennirnir sem maður hefur fengið tækifæri til að vinna með: þeir sem maður hefur unnið með og hafa lokið einhverju upp fyrir manni sem maður hefði annars ekki fattað. Það held ég sé eftirminnilegast. Þetta snýst um að vera alltaf að fatta eitthvað. Annars er maður orðinn eins og gullfiskurinn í krukkunni, sem syndir hring og segir: Gaman að koma hingað. Alltaf gaman í tæru vatninu í sömu krukkunni: Þetta líst mér vel á.“ Forsetinn farinn að tala um bongóblíðu Maggi nefnir þó tilneyddur nokkur eftirminnileg brot af handahófi svo sem tímana sem hann átti með Hemma heitnum Gunn í sjónvarpinu þar sem Magnús stýrði húshljómsveitinni. „Með Vilhjálmi Vilhjálmssyni heitnum, Trúbroti heitnu … þetta er allt heitið eitthvað? Júdas, Brimkló, Sléttuúlfunum, Haukum … þetta voru allt tímabil og hvert um sig hafði sinn sjarma. Og svo er maður búinn að spila inn á og/eða pródúsera, yfir fimmtíu plötur. Með sumt; þetta hefur ekkert allt slegið í gegn en eitthvað.“ Og Maggi nefnir til dæmis að það geti verið einkennilegt hvernig þessu getur hagað til í bransanum. „Það var til dæmis gaman að upplifa það skrítna tímabil, að vinsælasta lag síðasta sumars var 35 ára gömul Eurovision-tilraun, sem ég hélt að væri gleymd og grafin.“ Magnús er þar vitaskuld að tala um Sólarsömbuna, lag sem hann sendi inn og flutti undankeppni undakeppni Eurovisionkeppninnar 1988. „Forseti Íslands kallar gott veður bongóblíðu! Þá er margt skrítið sem hefur komið uppá.“ Ekki minna sukkið í kurteisislegri hljómsveitum Fyrst Maggi er farinn að tala um forsetann er vert að sæta lags og spyrja þá bratt: Hvert er mesta sukkbandið sem þú hefur spilað með? Löng löng þögn. „Er þetta ekki nokkuð skýrt svar?“ spyr viðmælandinn svo dramatískur á móti. En nú voru til að mynda Haukar, sem þú spilaðir með, alræmdir fyrir að vera sukkband? „Það er ekkert band sem getur verið sukksamt. Maður sjálfur getur verið sukksamur. Þá er samstarfið dæmt út frá því. Þegar Maggi er spurður um hvaða hljómsveit sem hann hefur verið í hafi verið það sukksamasta svarar hann með þögninni einni.úr einkasafni En það skal viðurkennt að Haukar gerðu svolítið út á þessa ímynd, svipað og Rolling Stones hafa gert út á þá, að vera „The Bad Boys. En það voru ekki alltaf minnsta óreglan í svona kurteisislegustu hópunum. Þvert á móti.“ Nú fer til að mynda miklum sögum af því þegar Hljómsveit Björgvins Halldórssonar fór til Sovétríkjanna? „Það var hljómsveitin mín. Ég stofnaði þá hljómsveit. En, jújú, hún var kölluð það. Og, jájá, þegar þú fórst til Sovétríkjanna á þessum tíma var vodka bara til þess að sótthreinsa magann. Ég var ekki alltaf barnanna bestur. Ég vil endilega að það komi fram. Langt í frá. En ég hef skánað.“ Tók það langan tíma að skána? „Já, ég veit ekki um neinn einasta mann sem hefur verið í óreglu sem fannst hann ekki vera frekar lengur í henni heldur en skemur.“ Djöfullsins stuð var þetta Sex, drugs and rock´n roll. Það verður ekki skilið við bransann án þess að fara örlítið dýpra í þá sálma. En var meira sukk í bransanum á árum áður en nú er? „Það vona ég svo innilega. En af því að þú notar orðið sukk sem mér finnst skemmtilegt, þá lærði ég það hjá Ingvari bílsstóra sem keyrði okkur alltaf um. Hann var mjög reglusamur og fínn bílsstjóri. Hann var fyrstur til að kalla þetta sukk. Ég veit ekki hvaðan það er komið. Það er hvergi í neinum bókum og hlýtur þá að vera einhvers konar nýyrði.“ Magnús telur þetta orð misvísandi. „Ég vil kalla þetta óreglu. Og óregla getur verið af ýmsum toga. Hún getur verið áfengisneysla, eiturlyfjaneysla, kynlífsfíkn … eða bara hvað það sem kemur róti á líf þitt og umhverfi og setur þína nánustu í einhvers konar varnarstöðu gagnvart þér. Kannski er það sem þú kallar sukk eða óreglan á einhverri annarri tíðni núna en var. Til dæmis gerir það sem maður er að lesa í fréttum dagsins í dag mig undrandi hvað eftir annað. Þá er ég að tala um þessa metoo-byltingu, ofbeldi, og svo einhvers konar fíkniefnaneyslu sem er fyrir utan öll gamanmál, pilluneysla, komin á einhverja þá vídd sem maður nennir ekki að fylgjast með.“ Maggi nær ekki að botna. „Ég þekki þetta ekki. En ég veit hvað ég var að gera. Ég drakk áfengi og reykti maríjúana og lifði þann lífsstíl sem ég átti sameiginlegan með mörgum minna jafnaldra… en djöfulsins stuð var þetta.“ Tónlistin er eins og skyr Nú er til eitthvað sem heitir gullöld tónlistarinnar. Sem er 7. og 8. áratugur síðustu aldar. Gullöldin er tiltekið tímabil, það virkar ekki eins og með fornbíla að það sem er orðið 20 ára heiti gullöld. Þá skipti tónlistin miklu meira máli, allt atgervi beindist þangað, allir vildu reyna fyrir sér en nú eru svo margir möguleikar aðrir. Hvað finnst þér um þetta? „Þetta er bara eins og skyr.“ Ha? „Það er einhvern veginn alveg sama hvað þeir setja skyrið í flottar dollur, það verður aldrei eins og skyrið hjá mömmu. Skyrið var skyrið á sínum frumdögum. En tónlistin er orðin svolítið mikið eins og skyrið er orðið í dag; flottar umbúðir, dásamleg stúlka á skautasvelli, en botninn á dollunni mjókkar alltaf. Tónlistin er neysluvara sem er alls staðar í kringum mann og ágætt að grípa til frekar en að vera svangur. Er það ekki svolítið samnefnari fyrir tónlistina í dag? En nota bene þá koma alltaf einhverjir fram inn á milli sem kveikja vonina. Sem eru ekki bara nýjustu tískusoundin og ekkert ofan á. Það er bara skyr.“ Ljóst er að Maggi er ekki alveg til í að kvitta uppá að tónlist nútímans sé hjóm miðað við það sem var og hann nefnir einmitt aldurinn sem faktor. „Ljóst er að það fer enginn að halda of mikið upp á músík, leggja við hlustir eða stúdera tónlist eitthvað og leggjast yfir plötur þegar hann er kominn á fimmtugs aldur. Það eru undantekningartilfelli. Þetta virðist fylgja kynferðisaldrinum, og poppmúsíkin gerir það. Þessu rómantíska skeiði og tilhugalífstímabili fólks. I love you, I wanna hold your hand. Það er mikilvægur partur í þessu.“ Góð tónlist heldur ætíð sínu Rokkið var hluti æskuuppreisnarinnar og lög eins og „When I´m sixty four“ með Bítlunum, „Too Old to Rock 'n' Roll: Too Young to Die!“ með Jethro Tull og fleiri lög undirstrika þetta. Nema aldurinn er afstæður, þeir sem í æskuhroka sínum þá töldu þetta ungs manns gaman og bara alls ekki fyrir þá hina eldri eru enn að. Þarna eru engar klárar línur. Magnús segir að það sé fullt af fimmtugu fólki sem hlustar mikið á tónlist og allar tegundir hennar. „Það er alltaf jafn ánægjulegt að hitta þroskað fólk sem er að hlusta á tónlist. Og Sinfóníuhljómsveit Íslands spilar að mestu leyti gamla tónlist. Víkingur Heiðar spilar að miklu leyti gamla tónlist. Það góða við tónlistina er að tíminn breytir henni ekkert. Alveg eins og bókmenntir. Góð bók verður ekkert léleg þó hún verði eitthvað eldri. Hún getur verið öðruvísi. Við vitum báðir að það er stórhættulegt að skrifa Science fiction, þetta hefur tilhneigingu til að verða raunverulegt fyrr en varir,“ segir poppgoðið. Og nefnir Elda eftir Sigríði Hagalín og forspárgildi hennar. Það sem þar var skáldað rættist furðufljótt. „Ég var ekki fyrr búinn með þá bók en fór að gjósa á Reykjanesi af öllum stöðum. Þetta er eins og það fari að gjósa uppúr klósettinu hjá manni.“ Ræturnar eru í Sunny Kef Maggi Kjartans ólst upp í Keflavík og tilheyrir tónlistarbyltingunni sem þar sprakk út með látum uppúr miðbiki síðustu aldar með bítlaæðinu og svo seinna hippamenningunni. Sunny Kef. En fluttist svo til Hafnarfjarðar og bjó þar lengi. Hafnfirðingar vilja gjarnan slá eign sinni á poppgoðið þó hann sé nú fluttur á Snæfoksstaði í Grímsnesinu. Eða líturðu alltaf á þig sem Keflvíking? „Meðal þess sem gerist við að eldast er að maður fer að finna meira fyrir rótum sínum. Þær hafa vaxið líka þó þær sjáist ekki. Og Keflavík og Suðurnesin eru mér mjög kær einfaldlega af því að þar eru mínar rætur. Maggi og dóttir hans Margrét Gauja. Hún söng Sólarsömbu með föður sínum, var fram eftir aldri raun af því en hefur með tímanum sætt sig betur við það atriði. Enda orðin klassík.Samfylkingin Hafnarfirði Ég veit ekkert hvað mér myndi finnast um Keflavík ef ég hefði ekki alist þar upp. Ég veit ekki hvort ég hefði nokkurn áhuga á þessu svæði; það væri líklega bara staður þar sem maður þarf að stefna í áttina að þegar maður er að fara til útlanda. Mér finnst voða gaman að sjá og upplifa hvað þarna er allt blómlegt, dafnar vel og stendur af sér erfið högg.“ Þess má geta í framhjáhlaupi að bróðir Magnúsar er bæjarstjóri í Reykjanesbæ. „Jájá. En maður hefur heyrt hærra grenjað út af minna atvinnuleysi,“ segir Magnús sem er til þess að gera nýkominn af ferðalagi um Vestfirði með konu sinni Sigríði Kolbrúnu Oddsdóttur og Margéti Gauju dóttur þeirra og hennar fjölskyldu. „Og ég sá ekki að þar væri neins staðar verið að reyna á fullu með einhverjum námskeiðum að koma fólki aftur út í atvinnulífið. En þetta þarf að gera. Að flytja til Hafnarfjarðar á sínum tíma var fyrst og fremst vegna þess að þar var byggt upp fyrsta ásættanlega hljóðverið í landinu og ég tók þátt í því. Þar var vinnan mín. Í Hljóðrita. Þar held ég hafi verið í næstum þrjátíu ár. Ég bjó í um fjörutíu ár í Hafnarfirði og var rétt um sextugt þegar ég flutti þaðan.“ Segist vera landamærabarn og það skiptir öllu Auðvitað hefur verið fjallað um það fram og til baka, af sagnfræðingum og tónlistargrúskurum, hvernig rokkið á Íslandi bókstaflega sprakk út í Keflavík og dreifðist þaðan um landið. En um að gera að inna einn innfæddan um hvað það var sem gerðist? „Hvað á Reykjanesbær ekki sameiginlegt meö öllum landamærabæjum í heiminum? Ég er landamærabarn. Ég fæddist og ólst upp við landamæri. Þar sem gaddavírsgirðing var milli tveggja hagkerfa; tvær tegundir af varningi, gjaldmiðli, siðmenningu. Mjög margt lak á milli og í sitthvora áttina eins og gerist á öllum öðrum landamærum. Þess vegna finnst mér svo skrítið, alltaf verið að tala um landamæri í dag. Þetta margir fundust smitaðir við landamærin. Þetta er landamærasvæði.“ Hersetan á Miðnesheiði skiptir sköpum. Á Beisnum svokölluðum voru Bandaríkjamenn með sína klúbba, sína sjónvarpsstöð, sitt útvarp. Magnús með félögum sínum í hljómsveitinni Trúbrot; Gunnari Þórðarsyni, Gunnari Jökli og Rúnari Júlíussyni ásamt tónskáldinu Leifi Þórarinssyni. Svona birtust þeir í Vísi 1970 en að mati Magga er hippatónlistin og progrokkið að einhverju leyti samruni dægurtónlistar og klassískrar.skjáskot. „Það hafi mikil áhrif á mig að vera farinn fimmtán ára gamall að spila í klúbbunum á Keflavíkurflugvelli, á Rockwell með vinsælum hljómsveitum, jafnvel tvisvar í viku. Og maður komst í tæri við tónlist sem aðrir Íslendingar áttu erfitt með að komast í tæri við.“ Magnús rekur það þegar Elvis og svo Bítlarnir koma fram á sjónarsviðið hafi allt verið við að springa. Breska bylgjan í poppi og rokki fór að gefa tónlistinni innihald og jafnvel pólitískt inntak. „Þessi tónlist varð undirspil mikilla hræringa, tísku og menningarstrauma. Það er margbúið að rekja þetta: Stúdentabyltingin í Frakklandi og allt þetta, það eru bara sérfræðingar í háskólanum sem kunna þessa sögu nógu vel til að fara með hana.“ Býr að klassískum bakgrunni En með hinn alræmda bransa, sem Maggi hefur nú velkst um í allan þennan tíma, hvernig hefur gengið að framfleyta sér með þeim hætti? „Ég á það sameiginlegt með öllum vinum og kollegum að við búum ekki við neitt sem heitir öryggi. En einhvern veginn hefur þetta blessast samt. Þó oft hafi verið á síðustu stundu. Aðalatriðið hefur verið að halda alltaf áfram. Maður hefur gripið í annað en tónlistina. Ég hef alltaf verið tilbúinn að vinna fyrir mér á annan hátt en bara að stefna að einhverjum vinsældum, sölu á plötum eða ná traffík á böll eða tónleika. Ég vinn í dag á fullu í einhverju sem er frekar hljóðlátara en hitt þó skrítið sé svo sem kórstarfi. Ég fékk ágætis menntun í tónlist.“ Magnús telur sig hafa búið að því alla tíð. „Já, ég sé í hendi mér að þeir sem hafa sinnt þessu lengur en skemur hafa annað hvort fengið menntun eða náð sér í hana, það eru sömu mennirnir og lifa þetta af. Aðrir breytast í eitthvað annað smám saman.“ Það kemur á daginn að flest sem Maggi hefur tekið sér fyrir hendur í gengum tíðina tengist tónlist með einum hætti eða öðrum. Hann var reyndar með Sjónvarpsmarkaðinn í nokkur ár, sem var eins og nafnið gefur til kynna tilraun í sjónvarpi að erlendri fyrirmynd að kynna vörur og selja á skjánum. En einkum hefur þetta verið tónlistarkennsla og kórstjórn meðfram spileríi. Maggi hefur lengi verið í hestamennsku og heldur hross í Grímsnesinu hvar hann býr nú eins og blóm í eggi. En fráleitt sestur í helgan stein.vísir/jakob „Já og tónlistarvinna í sjónvarpi, við upptökur, gera tónlist við kvikmyndir og sjónvarpsþætti, gera plötur með öðrum og þá hef ég sjaldnast verið að trana sjálfum mér fram í því. Var steinn í ánni fyrir mjög marga. Sumir hefðu drukknað.“ Móðir Magga var píanómenntuð og það að hafa hljóðfæri á heimilinu skipti sköpum að mati Magnúsar. „Og það að hafa leyfi til að fikta í því, það hafði mikið að segja. Og svo náttúrlega að hlusta. Maður fór fljótlega að hlusta á breiða línu af tónlist. Ég fæ klassískt uppeldi. Það sem maður hlustaði á Mozart. Fyrir mér er hippatímabilið eða progrokk-tímabilið það þegar klassíkin og rokkið fara að hrærast saman. Eins og í Trúbrot, þegar ég og Karl Sighvatsson komum saman, báðir með klassískan bakgrunn, þá var voða gaman.“ Frægðin aldrei markmið í sjálfu sér Þó öll tímabilin hafi sinn sjarma, sitt vægi hlýtur tímabilið með Trúbrot að mælast hátt á öllum mælikvörðum. Hin framúrstefnulega plata Lifun, eitt helsta stórvirki íslenskrar rokksögu, verður fimmtíu ára í haust sem þýðir að Maggi hefur verið tvítugur þegar hún var gerð. Á þessum tíma er Maggi alger súperstjarna á Íslandi… hvernig var það? Steig frægðin þér ekki til höfuðs? „Sko, í mínum huga, hefur frægðin aldrei verið markmið. Hún er hliðarafurð, hún er afskurður eins og það sem menn eru farnir að nota í fegrunarlyf í dag í fiskvinnslunni. Afleiðing. Ég hef ekkert gert mikið með hana. Alltaf skipt mig mjög litlu máli. Sumir vina minna eru stjörnur, en ef það er þá er ég black hole.“ En sumir fara í tónlistina með það beinlínis fyrir augum að leita eftir frægðinni? „Fyrir suma er hún aðalatriðið en þeir endast nú oft stutt. Sko, við skulum nú ekki tala eins og það hafi ekki allir gaman að því að fá einhverja smá athygli. En maður þarf samt ekki að láta eins og hálfviti.“ En þú ert sjötugur og treður upp eins og enginn sé morgundagurinn? „Ég sé ekki neina leið út úr þessu.“ Stórmúsíkalskur öðlingur á tímamótum Og þar með var Maggi farinn, rokinn í að stilla upp fyrir kvöldið. Enn eitt giggið. Eins og hér hefur verið tæpt á er ferill hans glæsilegur. Magnús hefur beitt sér mjög fyrir hagsmunum sinna félaga í geiranum, meðal annars sem stjórnarmaður í samtökum hljómlistarmanna. STEF sendi honum eftirfarandi kveðju í tilefni tímamótanna, svohljóðandi: „Hann er og verður um alla tíð eitt af lárviðarskáldum íslenskra tónbókmennta. Vandfundinn er Íslendingur sem ekki þekkir lögin Lítill drengur, Eins konar ást, To be Grateful, Skólaball eða Sólarsamba, svo nokkur séu nefnd. En auk þess að hafa í gegnum árin auðgað mannlífið með tónsmíðum, hljóðfæraslætti og léttu lundarfari sínu, þá hefur Maggi Kjartans af fórnfýsi og festu unnið að framfaramálum kollegum sínum til handa og lagt gjörva hönd á plóg við hagsmunagæslu fyrir tón- og textahöfunda, ekki síst á vettvangi STEFs, þar sem hann gegndi stjórnarformennsku um skeið.“ Og Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður og félagsmálafrömuður skrifaði pistil um kollega sinn og birti á Facebook-síðu sinni. Líklega fer best á því að hann eigi lokaorðið. Þessi stórmúsíkalski öðlingur stendur á tímamótum í dag. Magnús Jón Kjartansson er maður eigi einhamur. Hann á að baki stórmerkilegan feril sem höfundur, flytjandi og upptökustjóri, auk þess að hafa varið miklum tíma og kröftum í þágu stéttar sinnar, m.a. á vettvangi FTT, STEFs, Samtóns, Útóns, NPU, APCOE o.fl. o.fl. Hann reyndist mér afar dýrmætur atfylgismaður á unglingsárum, bæði sem bróðurleg fyrirmynd og leiðbeinandi. Hann útvegaði mér t.a.m. vel launaða vinnu í fiskvinnslunni Sjöstjörnunni í Keflavík 19 ára gömlum og bauð mér af sönnum höfðingsskap að búa vikum saman á heimili sínu og fjölskyldu sinnar. Þar beið manns jafnan staðgóður morgunverður á morgnana, heitt bað eftir langan starfsdag og síðan ljúffeng kvöldmáltíð. Hann seldi mér ungum hvíta Hammond orgelið sitt og veitti mér dýrmæta leiðsögn í svo mörgu. Hann söng um hríð með fyrstu atvinnuhljómsveitinni sem ég starfaði með, Rifsberja, og við áttum síðan eftir að skerða bítlahár hvors annars eftirminnilega í miklum galskap í Lundúnum á áttunda árartugnum miðjum. Þá höfum við stundað saman útreiðar í ógleymanlegum hestaferðum um fjöll og firnindi. Fyrir utan tónlistarhæfileikana og félagsfærnina er óhætt að segja að Magnús búi að einhverri mögnuðustu kímnigáfu sem maður hefur kynnst á lífsleiðinni - og er þá langt til jafnað. Ég hef ítrekað bent honum á að hann gæti orðið verðugt svar okkar Íslendinga við Victor Borge þeirra Dana - ef hann kærði sig um slíkan feril til viðbótar öðru. Magnús er mikill gæfumaður í lífi og starfi - og munar þar heldur betur um lífsförunautinn og eiginkonuna dásamlegu, Sigríði Oddsdóttur - Sirrý. Barnalán þeirra sómahjóna er mikið og speglast í þeim Davíð, Margréti og Oddi Snæ auk barnabarnanna. Við óskum afmælisbarninu fjölhæfa - og fjölskyldunni allri - hjartanlega til hamingju með tímamótin og þökkum dýrmæta samfylgd í gegum lífið. Magnaður ferill Ferill Magga er magnaður. Hér er stiklað á stóru. Hljómsveitirnar fyrstu árin 1961 Drengjalúðrasveit Barnaskóla Keflavíkur 1963 Hljómsveitin Echo 1967 Hljómsveitin Óðmenn 1968 Hljómsveitin Júdas 1970 Hljómsveitin Trúbrot 1973 Hljómsveitin Júdas 1978 Hljómsveitin Brunaliðið 1980 Hljómsveitin Brimkló og HLH-flokkurinn 1982 Hljómsveit Björgvins Halldórssonar 1983 Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar Markverðar plötur og verkefni 1967 Óðmenn EP 1968 Hljómar EP 1969 Júdas - Mér er sama EP 1970 Trúbrot - Undir áhrifum LP 1971 Trúbrot - Lifun LP 1972 Trúbrot - Mandala. LP Magnús og Jóhann - The Rape of Lady Justice LP Geirmundur Valtýsson - Bíddu við EP og Nú er ég léttur EP 1973 Magnús Kjartansson - Clockworkin Cosmic Spirits LP 1974 Bjarki Tryggva LP Sigrún Harðar - Shadow Lady LP Ruth Reginalds - Simmsala Bimm LP Megas - Millilending LP Gunni og Dóri EP 1975 Júdas - no 1 LP 1976 Júdas - Eins og fætur toga. LP Vilhjàlmur Vilhjálmsson - Með sínu nefi LP Sönghópur Eiríks Árna LP BG og Ingibjörg - Sólskinsdagur LP 1977 Vilhjálmur Vilhjálmsson - Hana nú LP Mannakorn - Í gegnum tíðina LP 1978 Brunaliðið - Úr öskunni í eldinn LP Björgvin Halldórsson - Ég syng fyrir þig LP Brunaliðið - Með eld í hjarta LP Ruth Reginalds - Furðuverk LP 1979 Brunaliðið - Burt með reykinn EP Brunaliðið - Útkall LP Spilverk þjóðanna - Bráðabirgðabúgí LP 1980 Ýmsir - Píla Pína LP 1981 Pálmi Gunnarsson - Í leit að lífsgæðum LP 1982 Pàlmi Gunnarsson - Hvers vegna varst ekki kyrr LP Erna, Eva og Erna - Manstu eftir því LP Anne og Garðar - Kristur konungur minn LP Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar - Samkvæmt læknisráði LP 1983 Anne og Garðar - Þú reistir mig upp LP 1985 Pálmi Gunnarsson - Friðarjól LP Guðný og Elísabet Eir - Manstu stund LP 1988 Ellý Vilhjálms - Jólafrí LP 1989 Geirmundur Valtýsson - Í syngjandi sveiflu LP 1990 Sléttuúlfarmir - Líf og fjör í Fagradal LP 1991 Geirmundur Valtýsson - Á fullri ferð LP Sléttuúlfarnir - Undir bláum Mána LP 1994 Pálmi Gunnarsson - Jólamyndir LP 1997 Geirmundur Valtýsson - Bros LP Snörurnar - Eitt augnablik LP 1999 Geirmundur Valtýsson - Dönsum LP 2003 Haukur, Ellert, Þórhallur og Guðmar Þorvaldssynir - Lögin hans Valda LP Sólveig Illugadóttir - Töfrar LP 2004 Jóhann Már Jóhannsson - Frá mínum bæjardyrum LP 2009 Jóhann Már Jóhannsson - Hvert sem ėg fer LP 2013 Geirmundur Valtýsson - Skagfirðingar syngja LP 2016 Axel O & Co - Open Road LP Kvikmyndir og sjónvarp 1980 Veiðiferðin 1993 Líf í tuskunum 1994 Það var skræpa 1997 Undir björtum himni 2000 Bílar geta flogið 2010 Að fylgja ljósinu Upphafsstef sjónvarpsþátta Gettu betur Á tali með Hemma Gunn Stundin okkar
Þessi stórmúsíkalski öðlingur stendur á tímamótum í dag. Magnús Jón Kjartansson er maður eigi einhamur. Hann á að baki stórmerkilegan feril sem höfundur, flytjandi og upptökustjóri, auk þess að hafa varið miklum tíma og kröftum í þágu stéttar sinnar, m.a. á vettvangi FTT, STEFs, Samtóns, Útóns, NPU, APCOE o.fl. o.fl. Hann reyndist mér afar dýrmætur atfylgismaður á unglingsárum, bæði sem bróðurleg fyrirmynd og leiðbeinandi. Hann útvegaði mér t.a.m. vel launaða vinnu í fiskvinnslunni Sjöstjörnunni í Keflavík 19 ára gömlum og bauð mér af sönnum höfðingsskap að búa vikum saman á heimili sínu og fjölskyldu sinnar. Þar beið manns jafnan staðgóður morgunverður á morgnana, heitt bað eftir langan starfsdag og síðan ljúffeng kvöldmáltíð. Hann seldi mér ungum hvíta Hammond orgelið sitt og veitti mér dýrmæta leiðsögn í svo mörgu. Hann söng um hríð með fyrstu atvinnuhljómsveitinni sem ég starfaði með, Rifsberja, og við áttum síðan eftir að skerða bítlahár hvors annars eftirminnilega í miklum galskap í Lundúnum á áttunda árartugnum miðjum. Þá höfum við stundað saman útreiðar í ógleymanlegum hestaferðum um fjöll og firnindi. Fyrir utan tónlistarhæfileikana og félagsfærnina er óhætt að segja að Magnús búi að einhverri mögnuðustu kímnigáfu sem maður hefur kynnst á lífsleiðinni - og er þá langt til jafnað. Ég hef ítrekað bent honum á að hann gæti orðið verðugt svar okkar Íslendinga við Victor Borge þeirra Dana - ef hann kærði sig um slíkan feril til viðbótar öðru. Magnús er mikill gæfumaður í lífi og starfi - og munar þar heldur betur um lífsförunautinn og eiginkonuna dásamlegu, Sigríði Oddsdóttur - Sirrý. Barnalán þeirra sómahjóna er mikið og speglast í þeim Davíð, Margréti og Oddi Snæ auk barnabarnanna. Við óskum afmælisbarninu fjölhæfa - og fjölskyldunni allri - hjartanlega til hamingju með tímamótin og þökkum dýrmæta samfylgd í gegum lífið.
Hljómsveitirnar fyrstu árin 1961 Drengjalúðrasveit Barnaskóla Keflavíkur 1963 Hljómsveitin Echo 1967 Hljómsveitin Óðmenn 1968 Hljómsveitin Júdas 1970 Hljómsveitin Trúbrot 1973 Hljómsveitin Júdas 1978 Hljómsveitin Brunaliðið 1980 Hljómsveitin Brimkló og HLH-flokkurinn 1982 Hljómsveit Björgvins Halldórssonar 1983 Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar Markverðar plötur og verkefni 1967 Óðmenn EP 1968 Hljómar EP 1969 Júdas - Mér er sama EP 1970 Trúbrot - Undir áhrifum LP 1971 Trúbrot - Lifun LP 1972 Trúbrot - Mandala. LP Magnús og Jóhann - The Rape of Lady Justice LP Geirmundur Valtýsson - Bíddu við EP og Nú er ég léttur EP 1973 Magnús Kjartansson - Clockworkin Cosmic Spirits LP 1974 Bjarki Tryggva LP Sigrún Harðar - Shadow Lady LP Ruth Reginalds - Simmsala Bimm LP Megas - Millilending LP Gunni og Dóri EP 1975 Júdas - no 1 LP 1976 Júdas - Eins og fætur toga. LP Vilhjàlmur Vilhjálmsson - Með sínu nefi LP Sönghópur Eiríks Árna LP BG og Ingibjörg - Sólskinsdagur LP 1977 Vilhjálmur Vilhjálmsson - Hana nú LP Mannakorn - Í gegnum tíðina LP 1978 Brunaliðið - Úr öskunni í eldinn LP Björgvin Halldórsson - Ég syng fyrir þig LP Brunaliðið - Með eld í hjarta LP Ruth Reginalds - Furðuverk LP 1979 Brunaliðið - Burt með reykinn EP Brunaliðið - Útkall LP Spilverk þjóðanna - Bráðabirgðabúgí LP 1980 Ýmsir - Píla Pína LP 1981 Pálmi Gunnarsson - Í leit að lífsgæðum LP 1982 Pàlmi Gunnarsson - Hvers vegna varst ekki kyrr LP Erna, Eva og Erna - Manstu eftir því LP Anne og Garðar - Kristur konungur minn LP Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar - Samkvæmt læknisráði LP 1983 Anne og Garðar - Þú reistir mig upp LP 1985 Pálmi Gunnarsson - Friðarjól LP Guðný og Elísabet Eir - Manstu stund LP 1988 Ellý Vilhjálms - Jólafrí LP 1989 Geirmundur Valtýsson - Í syngjandi sveiflu LP 1990 Sléttuúlfarmir - Líf og fjör í Fagradal LP 1991 Geirmundur Valtýsson - Á fullri ferð LP Sléttuúlfarnir - Undir bláum Mána LP 1994 Pálmi Gunnarsson - Jólamyndir LP 1997 Geirmundur Valtýsson - Bros LP Snörurnar - Eitt augnablik LP 1999 Geirmundur Valtýsson - Dönsum LP 2003 Haukur, Ellert, Þórhallur og Guðmar Þorvaldssynir - Lögin hans Valda LP Sólveig Illugadóttir - Töfrar LP 2004 Jóhann Már Jóhannsson - Frá mínum bæjardyrum LP 2009 Jóhann Már Jóhannsson - Hvert sem ėg fer LP 2013 Geirmundur Valtýsson - Skagfirðingar syngja LP 2016 Axel O & Co - Open Road LP Kvikmyndir og sjónvarp 1980 Veiðiferðin 1993 Líf í tuskunum 1994 Það var skræpa 1997 Undir björtum himni 2000 Bílar geta flogið 2010 Að fylgja ljósinu Upphafsstef sjónvarpsþátta Gettu betur Á tali með Hemma Gunn Stundin okkar
Tímamót Tengdar fréttir Köntríboltar klárir á klárum Magga Kjartans Tónlistar- og hestamaðurinn Magnús Kjartansson skaut hesti undir blaðamann Vísis, sem ótrauður heldur áfram að kynna sér hin margvíslegu áhugamál landsmanna er snúa að útivist og lífsstíl. 30. júlí 2015 09:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Köntríboltar klárir á klárum Magga Kjartans Tónlistar- og hestamaðurinn Magnús Kjartansson skaut hesti undir blaðamann Vísis, sem ótrauður heldur áfram að kynna sér hin margvíslegu áhugamál landsmanna er snúa að útivist og lífsstíl. 30. júlí 2015 09:00