Tekinn með 27 kíló af grasi og 53 lítra af gambra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2021 13:45 Gæsluvarðhald sem Grynig sætti á meðan rannsókn málsins stóð dregst frá fangelsisvistinni. Vísir/Vilhelm Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Maðurinn var tekinn með mikið magn maríjúana, kannabisstangla, plöntur og tæpt kíló af amfetamíni. Þá bruggaði maðurinn sömuleiðis gambra. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á föstudaginn. Karlmaðurinn, Dawid Grynig, var ásamt sambýliskonu sinni ákærður fyrir að hafa fimmtudaginn 8. apríl síðastliðinn í Hafnarfirði haft í vörslum sínum í sölu og dreifingarskyni rúmlega 27 kíló af maríjúana. Sömuleiðis 114 grömm af hassi, 8,7 kíló af kannabisstönglum, fimmtíu kannabisplöntur og tæplega 900 grömm af amfetamíni. Þá voru þau ákærð fyrir að hafa ræktað fyrrnefndar plöntur. Grynig játaði sök og lagði á það áherslu að hann hefði verið einn að verki. Var hann sömuleiðis ákærður fyrir að hafa á sama tíma verið tekinn með 53 lítra af gambra með 14 prósent áfengisstyrkleika, brot sem hann játaði. Lögreglan krafðist upptöku á fyrrnefndum efnum en einnig búnaði til framleiðslu. Þar má nefna 39 vatnsdælur, 18 ljós, þrjá tímarofa, tvo hitamæla, loftsíu, tvær mulningskvarnir, Samsung Galaxy S8 síma, Samsung Galaxy S20 síma, Nokia síma og 870 þúsund krónur í reiðufé. Var Grynig dæmdur í tveggja ára fangelsi og var litið til þess að ræktun hans var skipulögð og nokkuð umfangsmikil. Til málsbóta var horft til játningar hans. Þótti ekki við hæfi að skilorðsbinda refsingu að neinu leyti og vísaði dómurinn til þess hve mikið magn fíkniefnanna var. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á föstudaginn. Karlmaðurinn, Dawid Grynig, var ásamt sambýliskonu sinni ákærður fyrir að hafa fimmtudaginn 8. apríl síðastliðinn í Hafnarfirði haft í vörslum sínum í sölu og dreifingarskyni rúmlega 27 kíló af maríjúana. Sömuleiðis 114 grömm af hassi, 8,7 kíló af kannabisstönglum, fimmtíu kannabisplöntur og tæplega 900 grömm af amfetamíni. Þá voru þau ákærð fyrir að hafa ræktað fyrrnefndar plöntur. Grynig játaði sök og lagði á það áherslu að hann hefði verið einn að verki. Var hann sömuleiðis ákærður fyrir að hafa á sama tíma verið tekinn með 53 lítra af gambra með 14 prósent áfengisstyrkleika, brot sem hann játaði. Lögreglan krafðist upptöku á fyrrnefndum efnum en einnig búnaði til framleiðslu. Þar má nefna 39 vatnsdælur, 18 ljós, þrjá tímarofa, tvo hitamæla, loftsíu, tvær mulningskvarnir, Samsung Galaxy S8 síma, Samsung Galaxy S20 síma, Nokia síma og 870 þúsund krónur í reiðufé. Var Grynig dæmdur í tveggja ára fangelsi og var litið til þess að ræktun hans var skipulögð og nokkuð umfangsmikil. Til málsbóta var horft til játningar hans. Þótti ekki við hæfi að skilorðsbinda refsingu að neinu leyti og vísaði dómurinn til þess hve mikið magn fíkniefnanna var.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira