Hrottalegar netofsóknir gegn ungri konu: Auglýst og sögð vilja láta nauðga sér Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. júlí 2021 19:01 Gerandinn auglýsti að konan veitti kynlífsþjónustu og vildi láta nauðga sér að sögn konunnar. Vísir/Sigrún Ung kona segist hafa ítrekað lent í netofsóknum á síðustu árum. Meðal annars hefur auglýsing verið sett fram í hennar nafni þar sem kemur fram að hún bjóði uppá kynlífsþjónustu og er svo sögð vilja láta nauðga sér. Engin lög eru til um auðkennisþjófnað hér á landi. Konan vill ekki koma fram undir nafni af ótta við hefndaraðgerðir af hálfu fyrrverandi sambýlismanns, sem hún segir ofsækja sig á netinu. Hún segir ofbeldið hafa byrjað fyrir þremur árum þegar hún sá auglýsingar um sig á netinu. „Þá fæ ég upplýsingar um það að það séu til auglýsingar um að ég sé að bjóða uppá einhvers konar kynlífsþjónustu. Þar kom svo fram að það sé minn kynferðislegi vilji að ég vilji láta ókunnugan mann finna mig á skemmtistað sem ég fór oft á á þeim tíma og vilji láta nauðga mér í húsasundi,“ segir konan. Auglýst og sögð bjóða upp á grófar kynlífsathafnir Konan segist hafa fengið skjáskot af auglýsingunni, sem birtist á stefnumótasíðunni Whisper. „Þegar ég fór að grennslast fyrir um málið á síðunni kom fram fullt nafn mitt, heimilisfang, aðgangur að samfélagsmiðlum og símanúmerið mitt,“ segir hún. Hún segir tvo karlmenn hafa haft samband við sig á samfélagsmiðlum vegna auglýsingarinnar. Annar þeirra sendi henni samskipti sín við þann sem falsaði auglýsinguna. Fréttastofa hefur þau samskipti undir höndum og er um að ræða afar ógeðfelld skilaboð frá þeim sem auglýsir konuna um að hún bjóði upp á afar grófar kynlífsathafnir. Samskipti geranda og manns sem hafði samband við hann vegna auglýsingarinnar um konuna. Vísir/Sigrún Konan hafði þá sjálf samband við gerandann undir fölskum forsendum til að fá frekari staðfestingu. Í þeim samskiptum segir gerandinn að hann vilji að henni sé nauðgað. Fréttastofa hefur einnig þau samskipti undir höndum og aftur auglýsir gerandinn að konan bjóði upp á gróft kynlíf, jafnvel ofbeldi. Þá er afar lítið gert úr útliti hennar. konan vildi fá staðfestingu um hvernig gerandinn auglýsti hana og hafði samband við hann undir fölskum forsendum. Þar komst hún að því að hann sagði að hún vildi láta nauðga sér. Vísir/Sigrún Brotist inn á reikninga hennar Konan segir gerandann einnig hafa dreift lygum um sig í myndböndum á Youtube. „Þar var viðkomandi búinn að gera myndband með myndum af mér og af eignaspjöllum sem ég átti að hafa framið. Þá voru birtir textar með myndbandinu þar sem logið var uppá mig alls kyns brotum. Ég kannaðist hvorki við myndirnar af eignaspjöllunum eða þau brot sem logið var upp á mig,“ segir konan. Hún óskaði eftir að Youtube og Google fjarlægðu efnið og var það gert tveimur sólarhringum síðar. „Það var mjög óþægilegt að þetta efni hafi ekki verið fjarlægt strax en það var þó gert. Ég veit ekkert hvað margir sáu þessar lygar,“ segir hún. Gerandinn reyndi einnig ítrekað að brjótast inn á persónulega reikninga hennar með rafrænum skilríkjum. „Á tímabili var ég að fá skilaboð allt að 100 sinnum á dag um að ég ætti að staðfesta rafræn skilríki í símanum mínum sem ég kannaðist ekkert við,“ segir konan. „Ég er aldrei alveg örugg“ Konan tilkynnti málið til lögreglu í júní í fyrra en engin niðurstaða hefur borist í málinu. Hún segist vera stöðugt á verði. „Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á mig. Ég er miklu varari um mig en áður og læsi alltaf sem ég gerði ekki áður og dreg jafnvel fyrir glugga. Ég og veit aldrei hvort einhver sem ég hitti hafi mögulega verið að sjá óhróður um mig á netinu. Ég er aldrei alveg örugg og veit ekki hvenær þetta hættir,“ segir konan. Ævar Pálmi Pálmason yfirmaður kynferðisbrotamála lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir málum sem þessum hafa fjölgað mikið á síðustu árum.Vísir Ævar Pálmi Pálmason yfirmaður kynferðisbrotamála lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir málum sem þessum hafa fjölgað mikið á síðustu árum. Hins vegar séu ekki til nein lög til um hvernig eigi að fara með slík mál. „Það er ekki búið að lögfesta auðkennisþjófnað hér á landi. það væri afar mikilvægt fyrir lögreglu og þá sem verða fyrir slíkum brotum að þetta verði fest í lög sem fyrst,“ segir Ævar. Stafrænt ofbeldi Lögreglan Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Konan vill ekki koma fram undir nafni af ótta við hefndaraðgerðir af hálfu fyrrverandi sambýlismanns, sem hún segir ofsækja sig á netinu. Hún segir ofbeldið hafa byrjað fyrir þremur árum þegar hún sá auglýsingar um sig á netinu. „Þá fæ ég upplýsingar um það að það séu til auglýsingar um að ég sé að bjóða uppá einhvers konar kynlífsþjónustu. Þar kom svo fram að það sé minn kynferðislegi vilji að ég vilji láta ókunnugan mann finna mig á skemmtistað sem ég fór oft á á þeim tíma og vilji láta nauðga mér í húsasundi,“ segir konan. Auglýst og sögð bjóða upp á grófar kynlífsathafnir Konan segist hafa fengið skjáskot af auglýsingunni, sem birtist á stefnumótasíðunni Whisper. „Þegar ég fór að grennslast fyrir um málið á síðunni kom fram fullt nafn mitt, heimilisfang, aðgangur að samfélagsmiðlum og símanúmerið mitt,“ segir hún. Hún segir tvo karlmenn hafa haft samband við sig á samfélagsmiðlum vegna auglýsingarinnar. Annar þeirra sendi henni samskipti sín við þann sem falsaði auglýsinguna. Fréttastofa hefur þau samskipti undir höndum og er um að ræða afar ógeðfelld skilaboð frá þeim sem auglýsir konuna um að hún bjóði upp á afar grófar kynlífsathafnir. Samskipti geranda og manns sem hafði samband við hann vegna auglýsingarinnar um konuna. Vísir/Sigrún Konan hafði þá sjálf samband við gerandann undir fölskum forsendum til að fá frekari staðfestingu. Í þeim samskiptum segir gerandinn að hann vilji að henni sé nauðgað. Fréttastofa hefur einnig þau samskipti undir höndum og aftur auglýsir gerandinn að konan bjóði upp á gróft kynlíf, jafnvel ofbeldi. Þá er afar lítið gert úr útliti hennar. konan vildi fá staðfestingu um hvernig gerandinn auglýsti hana og hafði samband við hann undir fölskum forsendum. Þar komst hún að því að hann sagði að hún vildi láta nauðga sér. Vísir/Sigrún Brotist inn á reikninga hennar Konan segir gerandann einnig hafa dreift lygum um sig í myndböndum á Youtube. „Þar var viðkomandi búinn að gera myndband með myndum af mér og af eignaspjöllum sem ég átti að hafa framið. Þá voru birtir textar með myndbandinu þar sem logið var uppá mig alls kyns brotum. Ég kannaðist hvorki við myndirnar af eignaspjöllunum eða þau brot sem logið var upp á mig,“ segir konan. Hún óskaði eftir að Youtube og Google fjarlægðu efnið og var það gert tveimur sólarhringum síðar. „Það var mjög óþægilegt að þetta efni hafi ekki verið fjarlægt strax en það var þó gert. Ég veit ekkert hvað margir sáu þessar lygar,“ segir hún. Gerandinn reyndi einnig ítrekað að brjótast inn á persónulega reikninga hennar með rafrænum skilríkjum. „Á tímabili var ég að fá skilaboð allt að 100 sinnum á dag um að ég ætti að staðfesta rafræn skilríki í símanum mínum sem ég kannaðist ekkert við,“ segir konan. „Ég er aldrei alveg örugg“ Konan tilkynnti málið til lögreglu í júní í fyrra en engin niðurstaða hefur borist í málinu. Hún segist vera stöðugt á verði. „Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á mig. Ég er miklu varari um mig en áður og læsi alltaf sem ég gerði ekki áður og dreg jafnvel fyrir glugga. Ég og veit aldrei hvort einhver sem ég hitti hafi mögulega verið að sjá óhróður um mig á netinu. Ég er aldrei alveg örugg og veit ekki hvenær þetta hættir,“ segir konan. Ævar Pálmi Pálmason yfirmaður kynferðisbrotamála lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir málum sem þessum hafa fjölgað mikið á síðustu árum.Vísir Ævar Pálmi Pálmason yfirmaður kynferðisbrotamála lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir málum sem þessum hafa fjölgað mikið á síðustu árum. Hins vegar séu ekki til nein lög til um hvernig eigi að fara með slík mál. „Það er ekki búið að lögfesta auðkennisþjófnað hér á landi. það væri afar mikilvægt fyrir lögreglu og þá sem verða fyrir slíkum brotum að þetta verði fest í lög sem fyrst,“ segir Ævar.
Stafrænt ofbeldi Lögreglan Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira