Icelandair skoðar vetnis- og rafknúið innanlandsflug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2021 10:17 Jens Þórðarson er framkvæmdastjóri flugrekstrar Icelandair Group. Vísir/Arnar Icelandair Group hefur skrifað undir tvær viljayfirlýsingar um að kanna möguleika á orkuskiptum í innanlandsflugi félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að annars vegar sé um að ræða viljayfirlýsingu við fyrirtækið Universal Hydrogen, fyrirtæki sem hefur hannað orkuskiptabúnað sem gæti breytt Dash-8 vélum Icelandair í vetnisknúnar vélar. Þá hefur félagið einnig skrifað undir viljayfirlýsingu við Heart Aerospace sem vinnur að þróun farþegaflugvéla sem ganga fyrir rafmagni. „Icelandair hefur metnað til að minnka kolefnisspor af flugstarfsemi og til þess að ná alþjóðlegum viðmiðum um kolefnislosun er ljóst að þörf er á umhverfisvænum lausnum í flugi sem hægt er að taka í notkun sem fyrst,“ segir í tilkynningunni. Stuttar flugleiðir og greiður aðgangur að raforku af endurnýjanlegum uppruna setji Ísland í lykilstöðu hvað varði orkuskipti í innanlandsflugi. Verkefnin falli einnig vel að stefnuramma stjórnvalda um framtíð ferðaþjónustu sem miði að því að gera Ísland leiðandi í sjálfbærni. Icelandair hefur unnið með Heart Aerospace um nokkurt skeið og mun á næstunni setja af stað greiningarvinnu í samvinnu við Universal Hydrogen. Á sama tíma mun félagið hefja samtal við helstu hagaðila, svo sem rafmagns- og vetnisframleiðendur, flutningafyrirtæki og flugvallarekendur. „Icelandair setur markið hátt þegar kemur að umhverfismálum og við teljum okkur vera í góðri stöðu til að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. Heart Aoerospace og Universal Hydrogen hafa kynnt spennandi lausnir sem henta vel fyrir innanlandsflug og hægt væri að taka í notkun innan fárra ára. Eftir því sem tækninni fleygir fram vonumst við til þess að hægt verði að nýta þá reynslu sem skapast af orkuskiptum í innanlandsflugi til hraðari innleiðingar nýrra orkugjafa í millilandaflugi. Það er ánægjulegt að vera á meðal fyrstu þátttakenda í þessum verkefnum sem gætu gjörbreytt kolefnislosun í innanlandsflugi á fáum árum,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrar Icelandair Group. Icelandair Umhverfismál Fréttir af flugi Loftslagsmál Tengdar fréttir Kynna rafknúnar vetnisvélar sem leið til orkuskipta í flugi Dash 8-flugvélum, eins og þeim sem notaðar eru hérlendis í innanlandsfluginu, verður hægt að fljúga á mengunarlausu vetni eftir fjögur ár í stað flugvélabensíns, nái áform bandarísks fyrirtækis fram að ganga. Flugvélaframleiðendur horfa nú til vetnis sem milliorkugjafa fyrir rafknúnar flugvélar. 12. október 2020 22:12 Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Þar segir að annars vegar sé um að ræða viljayfirlýsingu við fyrirtækið Universal Hydrogen, fyrirtæki sem hefur hannað orkuskiptabúnað sem gæti breytt Dash-8 vélum Icelandair í vetnisknúnar vélar. Þá hefur félagið einnig skrifað undir viljayfirlýsingu við Heart Aerospace sem vinnur að þróun farþegaflugvéla sem ganga fyrir rafmagni. „Icelandair hefur metnað til að minnka kolefnisspor af flugstarfsemi og til þess að ná alþjóðlegum viðmiðum um kolefnislosun er ljóst að þörf er á umhverfisvænum lausnum í flugi sem hægt er að taka í notkun sem fyrst,“ segir í tilkynningunni. Stuttar flugleiðir og greiður aðgangur að raforku af endurnýjanlegum uppruna setji Ísland í lykilstöðu hvað varði orkuskipti í innanlandsflugi. Verkefnin falli einnig vel að stefnuramma stjórnvalda um framtíð ferðaþjónustu sem miði að því að gera Ísland leiðandi í sjálfbærni. Icelandair hefur unnið með Heart Aerospace um nokkurt skeið og mun á næstunni setja af stað greiningarvinnu í samvinnu við Universal Hydrogen. Á sama tíma mun félagið hefja samtal við helstu hagaðila, svo sem rafmagns- og vetnisframleiðendur, flutningafyrirtæki og flugvallarekendur. „Icelandair setur markið hátt þegar kemur að umhverfismálum og við teljum okkur vera í góðri stöðu til að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. Heart Aoerospace og Universal Hydrogen hafa kynnt spennandi lausnir sem henta vel fyrir innanlandsflug og hægt væri að taka í notkun innan fárra ára. Eftir því sem tækninni fleygir fram vonumst við til þess að hægt verði að nýta þá reynslu sem skapast af orkuskiptum í innanlandsflugi til hraðari innleiðingar nýrra orkugjafa í millilandaflugi. Það er ánægjulegt að vera á meðal fyrstu þátttakenda í þessum verkefnum sem gætu gjörbreytt kolefnislosun í innanlandsflugi á fáum árum,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrar Icelandair Group.
Icelandair Umhverfismál Fréttir af flugi Loftslagsmál Tengdar fréttir Kynna rafknúnar vetnisvélar sem leið til orkuskipta í flugi Dash 8-flugvélum, eins og þeim sem notaðar eru hérlendis í innanlandsfluginu, verður hægt að fljúga á mengunarlausu vetni eftir fjögur ár í stað flugvélabensíns, nái áform bandarísks fyrirtækis fram að ganga. Flugvélaframleiðendur horfa nú til vetnis sem milliorkugjafa fyrir rafknúnar flugvélar. 12. október 2020 22:12 Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Kynna rafknúnar vetnisvélar sem leið til orkuskipta í flugi Dash 8-flugvélum, eins og þeim sem notaðar eru hérlendis í innanlandsfluginu, verður hægt að fljúga á mengunarlausu vetni eftir fjögur ár í stað flugvélabensíns, nái áform bandarísks fyrirtækis fram að ganga. Flugvélaframleiðendur horfa nú til vetnis sem milliorkugjafa fyrir rafknúnar flugvélar. 12. október 2020 22:12
Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24