Lego-byssa veldur mikilli reiði vestanhafs Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2021 11:14 Block19 er breytt Glock19. Culper Precision Bandarískt fyrirtæki sem framleiðir byssur hefur valdið mikilli reiði vestanhafs og víðar með því að framleiða byssu sem lítur út fyrir að vera gerð úr Lego-kubbum. Byssan er í raun af gerðinni Glock19 en starfsmenn Culper Precision hafa gert miklar breytingar á henni svo hún lítur út fyrir að vera gerð úr Lego-kubbum. Byssan er kölluð Block19 Culper Precision opinberaði byssuna í síðasta mánuði. Í Facebookfærslu um byssuna segir að þarna sé æskudraumur orðinn raunverulegur. Fjölmiðlar hafa fjallað um byssuna og forsvarsmenn aðgerðahópa gegn skotvopnum í Bandaríkjunum hafa fordæmt hana harðlega. Þá hafa forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lego sent bréf til Culper Precision og krafist þess að framleiðslu Block19 verði hætt hið snarasta. Eins og segir í frétt Washington Post, skjóta þúsundir barna sig og önnur börn til bana fyrir mistök á ári hverju. Slíkum slysaskotum hefur farið fjölgandi, samhliða mikilli aukningu í sölu skotvopna í Bandaríkjunum. Shannon Watts, sem leiðir samtökin „Mæður krefjast aðgerða“ deildi mynd af byssunni í síðustu viku og sagði ljóst að börn myndu deyja vegna hennar. Review of the product from a commenter on the Firearm Blog: "This, if real, is the most irresponsible gun modification I have seen in a long time. Perfect fodder for the 'Everytown for Gun Safety' people. Not a help." https://t.co/T36lzybfhW— Shannon Watts (@shannonrwatts) July 8, 2021 Áhugamenn um byssur í Bandaríkjunum virðast ekki sammála um það hve sniðug hugmynd Block19 er. Hve sniðugt það sé að láta skotvopn líta út fyrir að vera leikfang. Þó er ljóst að breytingarnar eru löglegar í allflestum ríkjum Bandaríkjanna. Forsvarsmenn Culper Precision birtu í gær yfirlýsingu á Facebook þar sem þeir virðast sjálfir reiðir yfir reiðinni í þeirra garð. Þeir segjast hafa gert Block19 til að opna á umræðu um það þá gleði sem skotfimi og æfingar valdi. Í yfirlýsingunni segir að starfsemi fyrirtækisins snúist um það að aðlaga byssur að persónuleikum eigenda þeirra og fólk hafi rétt á því að breyta byssum sínum eins og það vilji. Þá segir að ekkert megi gera í skotvopnaframleiðslu án þess að fólk noti það til að segja að byssur sé slæmar. „Við erum þreytt á því að síðustu 30 til 40 ár hafi verið grafið hægt undan réttindum okkar í ótta við hvað öðrum sem hata okkur finnst um stjórnarskrárvarinn rétt okkar,“ segir í yfirlýsingunni. „Í stað þess að lifa í ótta við raddir á samfélagsmiðlum ákváðum við að gefa út Block19 til að sýna fram á að það sé í lagi að eiga byssu og ekki vera klæddur í taktískar buxur á hverjum degi og það að skjóta úr byssum á ábyrgan hátt er mjög gaman.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotíþróttir Skotveiði Skotvopn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Byssan er í raun af gerðinni Glock19 en starfsmenn Culper Precision hafa gert miklar breytingar á henni svo hún lítur út fyrir að vera gerð úr Lego-kubbum. Byssan er kölluð Block19 Culper Precision opinberaði byssuna í síðasta mánuði. Í Facebookfærslu um byssuna segir að þarna sé æskudraumur orðinn raunverulegur. Fjölmiðlar hafa fjallað um byssuna og forsvarsmenn aðgerðahópa gegn skotvopnum í Bandaríkjunum hafa fordæmt hana harðlega. Þá hafa forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lego sent bréf til Culper Precision og krafist þess að framleiðslu Block19 verði hætt hið snarasta. Eins og segir í frétt Washington Post, skjóta þúsundir barna sig og önnur börn til bana fyrir mistök á ári hverju. Slíkum slysaskotum hefur farið fjölgandi, samhliða mikilli aukningu í sölu skotvopna í Bandaríkjunum. Shannon Watts, sem leiðir samtökin „Mæður krefjast aðgerða“ deildi mynd af byssunni í síðustu viku og sagði ljóst að börn myndu deyja vegna hennar. Review of the product from a commenter on the Firearm Blog: "This, if real, is the most irresponsible gun modification I have seen in a long time. Perfect fodder for the 'Everytown for Gun Safety' people. Not a help." https://t.co/T36lzybfhW— Shannon Watts (@shannonrwatts) July 8, 2021 Áhugamenn um byssur í Bandaríkjunum virðast ekki sammála um það hve sniðug hugmynd Block19 er. Hve sniðugt það sé að láta skotvopn líta út fyrir að vera leikfang. Þó er ljóst að breytingarnar eru löglegar í allflestum ríkjum Bandaríkjanna. Forsvarsmenn Culper Precision birtu í gær yfirlýsingu á Facebook þar sem þeir virðast sjálfir reiðir yfir reiðinni í þeirra garð. Þeir segjast hafa gert Block19 til að opna á umræðu um það þá gleði sem skotfimi og æfingar valdi. Í yfirlýsingunni segir að starfsemi fyrirtækisins snúist um það að aðlaga byssur að persónuleikum eigenda þeirra og fólk hafi rétt á því að breyta byssum sínum eins og það vilji. Þá segir að ekkert megi gera í skotvopnaframleiðslu án þess að fólk noti það til að segja að byssur sé slæmar. „Við erum þreytt á því að síðustu 30 til 40 ár hafi verið grafið hægt undan réttindum okkar í ótta við hvað öðrum sem hata okkur finnst um stjórnarskrárvarinn rétt okkar,“ segir í yfirlýsingunni. „Í stað þess að lifa í ótta við raddir á samfélagsmiðlum ákváðum við að gefa út Block19 til að sýna fram á að það sé í lagi að eiga byssu og ekki vera klæddur í taktískar buxur á hverjum degi og það að skjóta úr byssum á ábyrgan hátt er mjög gaman.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotíþróttir Skotveiði Skotvopn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira