Tindastóll sækir reynslumikla leikmenn út fyrir landsteinana Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júlí 2021 15:30 Tindastóll hefur sótt tvo leikmenn út fyrir landsteinana. Aðsend Tindastóll hefur sótt tvær landsliðskonur frá Rúmeníu og Moldóvu fyrir komandi átök í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Stólarnir sitja á botni deildarinnar með 8 stig, aðeins stigi frá öruggu sæti. Mbl.is greindi frá því í dag að Tindastóll hefði fengið tvær reynslumiklar landsliðskonur í sínar raðir fyrir síðari hluta Pepsi Max deildarinnar. Liðið er með aðeins 8 stig að loknum 10 leikjum en 12 umferðir eru eftir og aðeins stig í Keflavík sem situr í 8. sæti deildarinnar. Þær heita Laura Rus og Nadejda Colesnicenco Koma þær báðar frá rúmenska liðinu Fortunei Becicherec. Rus er 33 ára gömul landsliðskona frá Rúmeníu og spilar sem framherji. Á hún að baki 26 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 13 mörk. Rus hefur spilað víðsvegar um Evrópu. Til að mynda Belgíu, Spáni og Ítalíu ásamt heimalandinu. Hefur hún unnið meistaratitla í bæði Danmörku og Belgíu. Nadejda Colesnicenco er 25 ára gömul og spilar á miðjunni. Hún á að baki töluvert af landsleikjum fyrir Moldóvu. „Erum búnar að vera að leita að styrkingu í smá tíma. Það hafa fullt af leikmönnum komið upp á borðið en Laura og Nadin heilluðu okkar. Við teljum að þær séu góð viðbót við okkar góða hóp,“ sagði Óskar Smári Haraldsson, annar af þjálfurum Tindastóls um viðbótina við leikmannahópinn. „Laura Rus er reynslu mikill sóknarmaður sem var meðal annars ein af 55 bestu leikmönnum heims árið 2018. Nadejda er svo landsliðsmaður en hefur alla tíð spilað í Rúmeníu. Þær koma báðar í gegnum umboðsmanninn Alberto Larrea, viljum við þakka honum kærlega fyrir gott samstarf,“ bætti Óskar Smári við. Næsti leikur Tindastóls er þann 20. júlí en þá kemur Fylkir í heimsókn á Sauðárkrók. Óskar Smári [fyrir miðju].Vísir/Hulda Margrét Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Sjá meira
Mbl.is greindi frá því í dag að Tindastóll hefði fengið tvær reynslumiklar landsliðskonur í sínar raðir fyrir síðari hluta Pepsi Max deildarinnar. Liðið er með aðeins 8 stig að loknum 10 leikjum en 12 umferðir eru eftir og aðeins stig í Keflavík sem situr í 8. sæti deildarinnar. Þær heita Laura Rus og Nadejda Colesnicenco Koma þær báðar frá rúmenska liðinu Fortunei Becicherec. Rus er 33 ára gömul landsliðskona frá Rúmeníu og spilar sem framherji. Á hún að baki 26 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 13 mörk. Rus hefur spilað víðsvegar um Evrópu. Til að mynda Belgíu, Spáni og Ítalíu ásamt heimalandinu. Hefur hún unnið meistaratitla í bæði Danmörku og Belgíu. Nadejda Colesnicenco er 25 ára gömul og spilar á miðjunni. Hún á að baki töluvert af landsleikjum fyrir Moldóvu. „Erum búnar að vera að leita að styrkingu í smá tíma. Það hafa fullt af leikmönnum komið upp á borðið en Laura og Nadin heilluðu okkar. Við teljum að þær séu góð viðbót við okkar góða hóp,“ sagði Óskar Smári Haraldsson, annar af þjálfurum Tindastóls um viðbótina við leikmannahópinn. „Laura Rus er reynslu mikill sóknarmaður sem var meðal annars ein af 55 bestu leikmönnum heims árið 2018. Nadejda er svo landsliðsmaður en hefur alla tíð spilað í Rúmeníu. Þær koma báðar í gegnum umboðsmanninn Alberto Larrea, viljum við þakka honum kærlega fyrir gott samstarf,“ bætti Óskar Smári við. Næsti leikur Tindastóls er þann 20. júlí en þá kemur Fylkir í heimsókn á Sauðárkrók. Óskar Smári [fyrir miðju].Vísir/Hulda Margrét Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Sjá meira