Strangar reglur fyrir keppendur en fjöldi áhorfenda á The Open Sindri Sverrisson skrifar 14. júlí 2021 17:01 Jon Rahm æfir sig fyrir The Open fyrir framan áhorfendur sem munu mæta tugþúsundum saman til að sjá mótið um helgina. Getty/Warren Little Eftir langa bið vegna kórónuveirufaraldursins verður The Open, eitt risamótanna og elsta golfmót heims, haldið á Englandi um helgina. Keppni hefst í fyrramálið en kylfingar þurfa að gæta þess að fylgja ströngum sóttvarnareglum ella eiga á hættu að vera dæmdir úr keppni. Jon Rahm, sigurvegari Opna bandaríska, Brooks Koepka sem unnið hefur fjögur risamót, Xander Schauffele og Jordan Spieth, sem vann The Open árið 2017, eru meðal þeirra sem þykja sigurstranglegastir á mótinu í ár. Írinn Shane Lowry hefur haft titil að verja í tvö ár. Dagana sem mótið stendur yfir mega þessir kylfingar og aðrir aðeins vera á Royal St George‘s golfvellinum, sem er í Sandwich á Englandi, eða lokaðir inni á hóteli sínu. Þeir geta ekki skroppið í búð, á veitingastað eða annað. Hver keppandi má skilgreina að hámarki þrjá aðila sem hann má eiga samskipti við á meðan á mótinu stendur. Í þessum hópi þurfa að vera kylfuberar, sjúkraþjálfarar, læknar eða aðrir sem kylfingar vilja hafa sér til aðstoðar. Allir í hópnum þurfa að fylgja sömu sóttvarnareglum og kylfingarnir. Kylfingarnir hætti ekki á að koma öðrum í vanda Kylfingarnir þurftu að sýna fram á neikvætt Covid-sýni sem ekki mátti vera eldra en þriggja daga, burtséð frá því hvort þeir væru bólusettir. Þeir þurftu einnig að taka smitpróf við komuna á golfvöllinn. Þá skulu þeir bera grímu hvar sem þeir fara innanhúss. Keppendur geta verið dæmdir úr leik ef þeir brjóta þessar reglur og einnig ef að manneskja sem þeir hafa umgengist greinist með veiruna. Engu máli skiptir þó að þeir taki nýtt próf sem sýni neikvæða niðurstöðu. „Ég held að keppendur viti hver áhættan er. Þeir þurfa allir að bera ábyrgð. Þeir vilja ekki hætta á að koma öðrum kylfingum í vanda. Ég lít á þá sem fagmenn hvað þetta varðar,“ sagði Martin Slumbers, framkvæmdastjóri R&A sem skipuleggur mótið. Áhorfendamet frá því að faraldurinn hófst Engu að síður verða 32.000 áhorfendur leyfðir á hverjum keppnisdegi, eða 80% af venjulegum hámarksfjölda. Áhorfendafjöldinn verður því meiri en á nokkru golfmóti frá því að faraldurinn hófst, samkvæmt ESPN. „Við höfum unnið stíft að þessu með stjórnvöldum. Við vitum upp á hár í hvaða umhverfi við þurfum að vinna. Það verða mjög strangar kröfur fyrir áhorfendur og þeir verða ekki eins nálægt kylfingum og vaninn er,“ sagði Slumbers en bætti við að það væri einfaldlega ómissandi hluti af The Open að sigurvegarinn lyki keppni fyrir framan áhorfendur á sunnudaginn. The Open verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf alla keppnisdagana og hefst útsending snemma í fyrramálið eða klukkan 5:30. Útsendingartíma má sjá hér. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Opna breska Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Sjá meira
Jon Rahm, sigurvegari Opna bandaríska, Brooks Koepka sem unnið hefur fjögur risamót, Xander Schauffele og Jordan Spieth, sem vann The Open árið 2017, eru meðal þeirra sem þykja sigurstranglegastir á mótinu í ár. Írinn Shane Lowry hefur haft titil að verja í tvö ár. Dagana sem mótið stendur yfir mega þessir kylfingar og aðrir aðeins vera á Royal St George‘s golfvellinum, sem er í Sandwich á Englandi, eða lokaðir inni á hóteli sínu. Þeir geta ekki skroppið í búð, á veitingastað eða annað. Hver keppandi má skilgreina að hámarki þrjá aðila sem hann má eiga samskipti við á meðan á mótinu stendur. Í þessum hópi þurfa að vera kylfuberar, sjúkraþjálfarar, læknar eða aðrir sem kylfingar vilja hafa sér til aðstoðar. Allir í hópnum þurfa að fylgja sömu sóttvarnareglum og kylfingarnir. Kylfingarnir hætti ekki á að koma öðrum í vanda Kylfingarnir þurftu að sýna fram á neikvætt Covid-sýni sem ekki mátti vera eldra en þriggja daga, burtséð frá því hvort þeir væru bólusettir. Þeir þurftu einnig að taka smitpróf við komuna á golfvöllinn. Þá skulu þeir bera grímu hvar sem þeir fara innanhúss. Keppendur geta verið dæmdir úr leik ef þeir brjóta þessar reglur og einnig ef að manneskja sem þeir hafa umgengist greinist með veiruna. Engu máli skiptir þó að þeir taki nýtt próf sem sýni neikvæða niðurstöðu. „Ég held að keppendur viti hver áhættan er. Þeir þurfa allir að bera ábyrgð. Þeir vilja ekki hætta á að koma öðrum kylfingum í vanda. Ég lít á þá sem fagmenn hvað þetta varðar,“ sagði Martin Slumbers, framkvæmdastjóri R&A sem skipuleggur mótið. Áhorfendamet frá því að faraldurinn hófst Engu að síður verða 32.000 áhorfendur leyfðir á hverjum keppnisdegi, eða 80% af venjulegum hámarksfjölda. Áhorfendafjöldinn verður því meiri en á nokkru golfmóti frá því að faraldurinn hófst, samkvæmt ESPN. „Við höfum unnið stíft að þessu með stjórnvöldum. Við vitum upp á hár í hvaða umhverfi við þurfum að vinna. Það verða mjög strangar kröfur fyrir áhorfendur og þeir verða ekki eins nálægt kylfingum og vaninn er,“ sagði Slumbers en bætti við að það væri einfaldlega ómissandi hluti af The Open að sigurvegarinn lyki keppni fyrir framan áhorfendur á sunnudaginn. The Open verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf alla keppnisdagana og hefst útsending snemma í fyrramálið eða klukkan 5:30. Útsendingartíma má sjá hér. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Opna breska Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Sjá meira