Yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni í haldi lögreglu Eiður Þór Árnason skrifar 15. júlí 2021 08:44 Lögregla stendur nærri veggmynd af Jovenel Moise. Pólitísk upplausn ríkir í landinu eftir morðið á forsetanum. Ap/Joseph Odelyn Dimitri Herard, yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni, er nú í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á morðinu á forsetanum. Herard var færður í gæsluvarðhald að lokinni yfirheyrslu í gær, að sögn samstarfsmannsins Carls Martin sem vinnur nú að málsvörn hans. Að sögn Martin fékk Herard þau svör frá lögreglu að ákvörðun um gæsluvarðhald hans hafi „komið að ofan.“ Þetta kemur fram í frétt CNN en Martin segist hafa rætt við Herard eftir yfirheyrsluna í gær. Þá hafi lögregla verið búin að taka vopn hans og síma og færa Herard stuttlega í einangrun af öryggisástæðum. Pólitísk upplausn ríkir á Haítí eftir að hópur manna réðst inn í forsetahöllina þann 7. júlí og myrti Jovenel Moise, forseta landsins. Að minnsta kosti þrír stjórnmálamenn í landinu telja sig nú vera leiðtoga landsins og bætist stjórnarkreppan ofan á vaxandi völd glæpaklíka í landinu. Telja að minnst 28 tengist morðinu Fjöldi manna er í haldi lögreglu vegna málsins en fram hefur komið að þeirra á meðal séu bandarískir ríkisborgarar. Þá var greint frá því í fyrradag að nokkrir þeirra sem taldir eru tengjast morðinu á forsetanum hafi áður starfað sem upplýsingaaðilar fyrir bandarísk löggæsluyfirvöld, þar á meðal alríkislögregluna. Lögreglan á Haíti telur að minnst 28 einstaklingar tengist morðinu og að margir þeirra hafi verið kólumbískir málaliðar ráðnir í gegnum öryggisfyrirtæki í Flórída. Interpol og bandaríska alríkislögreglan kemur að rannsókn málsins. Á mánudag handtók lögregla 63 ára gamlan mann sem er grunaður um að hafa stýrt og skipulagt tilræðið. Hinn grunaði er læknir af haítískum uppruna sem búið hefur í Flórída í Bandaríkjunum. Christian Emmanuel Sanon kom til síns gamla heimalands á dögunum um borð í einkaþotu og fullyrðir lögreglustjórinn Leon Charles að Sanon hafi ætlað að steypa forsetanum Jovenel Moise af stóli og taka sjálfur við völdunum í landinu. Tveir aðrir eru einnig taldir hafa skipulagt tilræðið. Haítí Tengdar fréttir Segja lækni hafa staðið að baki morðinu á forsetanum Lögregluyfirvöld á Haítí segjast hafa handtekið einn af höfuðpaurum árásarinnar á forseta landsins sem skotinn var til bana í síðustu viku. 12. júlí 2021 06:43 Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki. 11. júlí 2021 18:19 Reyna að púsla atburðarásinni á Haítí saman og heita því að hafa hendur í hári höfuðpaursins Yfirmenn lögreglunnar á Haítí vinna nú að því að púsla saman þeim upplýsingum sem fyrir liggja um morð Jovenel Moise, forseta landsins, sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt miðvikudags. Hópur þungvopnaðra málaliða réðst á heimili hans og skaut hann til bana, auk þess sem eiginkona hans var særð lífshættulega. 9. júlí 2021 11:09 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Herard var færður í gæsluvarðhald að lokinni yfirheyrslu í gær, að sögn samstarfsmannsins Carls Martin sem vinnur nú að málsvörn hans. Að sögn Martin fékk Herard þau svör frá lögreglu að ákvörðun um gæsluvarðhald hans hafi „komið að ofan.“ Þetta kemur fram í frétt CNN en Martin segist hafa rætt við Herard eftir yfirheyrsluna í gær. Þá hafi lögregla verið búin að taka vopn hans og síma og færa Herard stuttlega í einangrun af öryggisástæðum. Pólitísk upplausn ríkir á Haítí eftir að hópur manna réðst inn í forsetahöllina þann 7. júlí og myrti Jovenel Moise, forseta landsins. Að minnsta kosti þrír stjórnmálamenn í landinu telja sig nú vera leiðtoga landsins og bætist stjórnarkreppan ofan á vaxandi völd glæpaklíka í landinu. Telja að minnst 28 tengist morðinu Fjöldi manna er í haldi lögreglu vegna málsins en fram hefur komið að þeirra á meðal séu bandarískir ríkisborgarar. Þá var greint frá því í fyrradag að nokkrir þeirra sem taldir eru tengjast morðinu á forsetanum hafi áður starfað sem upplýsingaaðilar fyrir bandarísk löggæsluyfirvöld, þar á meðal alríkislögregluna. Lögreglan á Haíti telur að minnst 28 einstaklingar tengist morðinu og að margir þeirra hafi verið kólumbískir málaliðar ráðnir í gegnum öryggisfyrirtæki í Flórída. Interpol og bandaríska alríkislögreglan kemur að rannsókn málsins. Á mánudag handtók lögregla 63 ára gamlan mann sem er grunaður um að hafa stýrt og skipulagt tilræðið. Hinn grunaði er læknir af haítískum uppruna sem búið hefur í Flórída í Bandaríkjunum. Christian Emmanuel Sanon kom til síns gamla heimalands á dögunum um borð í einkaþotu og fullyrðir lögreglustjórinn Leon Charles að Sanon hafi ætlað að steypa forsetanum Jovenel Moise af stóli og taka sjálfur við völdunum í landinu. Tveir aðrir eru einnig taldir hafa skipulagt tilræðið.
Haítí Tengdar fréttir Segja lækni hafa staðið að baki morðinu á forsetanum Lögregluyfirvöld á Haítí segjast hafa handtekið einn af höfuðpaurum árásarinnar á forseta landsins sem skotinn var til bana í síðustu viku. 12. júlí 2021 06:43 Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki. 11. júlí 2021 18:19 Reyna að púsla atburðarásinni á Haítí saman og heita því að hafa hendur í hári höfuðpaursins Yfirmenn lögreglunnar á Haítí vinna nú að því að púsla saman þeim upplýsingum sem fyrir liggja um morð Jovenel Moise, forseta landsins, sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt miðvikudags. Hópur þungvopnaðra málaliða réðst á heimili hans og skaut hann til bana, auk þess sem eiginkona hans var særð lífshættulega. 9. júlí 2021 11:09 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Segja lækni hafa staðið að baki morðinu á forsetanum Lögregluyfirvöld á Haítí segjast hafa handtekið einn af höfuðpaurum árásarinnar á forseta landsins sem skotinn var til bana í síðustu viku. 12. júlí 2021 06:43
Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki. 11. júlí 2021 18:19
Reyna að púsla atburðarásinni á Haítí saman og heita því að hafa hendur í hári höfuðpaursins Yfirmenn lögreglunnar á Haítí vinna nú að því að púsla saman þeim upplýsingum sem fyrir liggja um morð Jovenel Moise, forseta landsins, sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt miðvikudags. Hópur þungvopnaðra málaliða réðst á heimili hans og skaut hann til bana, auk þess sem eiginkona hans var særð lífshættulega. 9. júlí 2021 11:09