Draumabyrjun hjá Harman og Spieth fer vel af stað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2021 10:29 Jordan Spieth hefur fengið fjóra fugla í röð á fyrsta hring Opna breska. getty/Christopher Lee Hið sögufræga Opna breska meistaramót í golfi hófst á Royal St George's vellinum í dag. Opna breska fór ekki fram í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins en 2019 hrósaði Írinn Shane Lowry sigri á því. Keppni á Opna breska er komin vel af stað og nokkrir kylfingar hafa klárað eða eru að klára fyrsta hringinn. Bandaríkjamaðurinn Brian Harman er sem stendur með eins höggs forystu en hann er á fjórum höggum undir pari. Hann fékk fjóra fugla á fyrstu fimm holunum. Five holes. Four birdies. Brian Harman is on fire Follow the action https://t.co/xYY44zAFs3 #TheOpen pic.twitter.com/aq6mhCOkFo— The Open (@TheOpen) July 15, 2021 Næstir koma Andy Sullivan, Justin Harding, Viktor Hovland, Mackenzie Hughes og Jordan Spieth. Sá síðastnefndi hefur fengið fjóra fugla í röð. Sullivan og Harding hafa lokið leik á fyrsta hring. A first birdie of the day for @JordanSpieth Catch every shot live from his group at https://t.co/nF1CsC3YNF #TheOpen pic.twitter.com/Pl6qn0kUk7— The Open (@TheOpen) July 15, 2021 Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, er á einu höggi undir pari. Lowry, sem á titil að verja, er á einu höggi yfir pari sem og Bryson DeChambeau. Jon Rahm, sem vann síðasta risamót, Opna bandaríska, er á pari. Meðal kylfinga sem eiga enn eftir að hefja leik má nefna Rory McIlroy, Justin Thomas, Collin Morikawa, Xander Schauffele og Phil Mickelson. Fylgjast má með Opna breska í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Útsendingartíma má sjá hér. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Opna breska Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Opna breska fór ekki fram í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins en 2019 hrósaði Írinn Shane Lowry sigri á því. Keppni á Opna breska er komin vel af stað og nokkrir kylfingar hafa klárað eða eru að klára fyrsta hringinn. Bandaríkjamaðurinn Brian Harman er sem stendur með eins höggs forystu en hann er á fjórum höggum undir pari. Hann fékk fjóra fugla á fyrstu fimm holunum. Five holes. Four birdies. Brian Harman is on fire Follow the action https://t.co/xYY44zAFs3 #TheOpen pic.twitter.com/aq6mhCOkFo— The Open (@TheOpen) July 15, 2021 Næstir koma Andy Sullivan, Justin Harding, Viktor Hovland, Mackenzie Hughes og Jordan Spieth. Sá síðastnefndi hefur fengið fjóra fugla í röð. Sullivan og Harding hafa lokið leik á fyrsta hring. A first birdie of the day for @JordanSpieth Catch every shot live from his group at https://t.co/nF1CsC3YNF #TheOpen pic.twitter.com/Pl6qn0kUk7— The Open (@TheOpen) July 15, 2021 Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, er á einu höggi undir pari. Lowry, sem á titil að verja, er á einu höggi yfir pari sem og Bryson DeChambeau. Jon Rahm, sem vann síðasta risamót, Opna bandaríska, er á pari. Meðal kylfinga sem eiga enn eftir að hefja leik má nefna Rory McIlroy, Justin Thomas, Collin Morikawa, Xander Schauffele og Phil Mickelson. Fylgjast má með Opna breska í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Útsendingartíma má sjá hér. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Opna breska Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti