Tvífari kylfusveins Happys Gilmore fékk fyrsta örninn á Opna breska Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2021 13:00 Will Zalatoris fékk örn á 12. holu á Royal St George’s golfvellinum sem Opna breska meistaramótið fer fram á. getty/Charlie Crowhurst Bandaríkjamaðurinn ungi Will Zalatoris fékk fyrsta örninn á Opna breska meistaramótinu í golfi í ár. Zalatoris fékk örninn (tvö högg undir pari) á 12. holu sem er par fjögur hola. Hann átti þá glæsilegt högg og boltinn endaði ofan í holunni eins og sjá má hér fyrir neðan. And here is how he did it Follow all the action https://t.co/xYY44zAFs3#TheOpen pic.twitter.com/p52k5KcvEo— The Open (@TheOpen) July 15, 2021 Zalatoris, sem er 24 ára, skaust fram á sjónarsviðið þegar hann endaði í 2. sæti á Masters mótinu í apríl á þessu ári. Hann lék þá á níu höggum undir pari og var aðeins einu höggi á eftir sigurvegaranum, Hideki Matsuyama. Hann vakti ekki bara athygli fyrir góða frammistöðu á Masters heldur einnig fyrir það hversu líkur hann er kylfusveini Happys Gilmore í samnefndri gamanmynd frá 1996. Adam Sandler, sem lék Happy Gilmore, sendi Zalatoris meðal annars skilaboð á meðan á Masters stóð. Zalatoris svaraði þeim og sagðist ávallt til þjónustu reiðubúinn fyrir Happy Gilmore. If you re ever in need of a caddie again let me know. I ll be better this time. I m always available for you, Mr. Gilmore. https://t.co/R1e8awZIvh— Will Zalatoris (@WillZalatoris) April 12, 2021 Þegar þetta er skrifað er Zalatoris á tveimur höggum undir pari á Opna breska, þremur höggum á eftir efstu mönnum, Jordan Spieth og Louis Oosthuzien. Auk arnarins hefur Zalatoris fengið fjóra fugla á fyrstu þrettán holunum. Fylgjast má með Opna breska í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Útsendingartíma má sjá hér. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Opna breska Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Zalatoris fékk örninn (tvö högg undir pari) á 12. holu sem er par fjögur hola. Hann átti þá glæsilegt högg og boltinn endaði ofan í holunni eins og sjá má hér fyrir neðan. And here is how he did it Follow all the action https://t.co/xYY44zAFs3#TheOpen pic.twitter.com/p52k5KcvEo— The Open (@TheOpen) July 15, 2021 Zalatoris, sem er 24 ára, skaust fram á sjónarsviðið þegar hann endaði í 2. sæti á Masters mótinu í apríl á þessu ári. Hann lék þá á níu höggum undir pari og var aðeins einu höggi á eftir sigurvegaranum, Hideki Matsuyama. Hann vakti ekki bara athygli fyrir góða frammistöðu á Masters heldur einnig fyrir það hversu líkur hann er kylfusveini Happys Gilmore í samnefndri gamanmynd frá 1996. Adam Sandler, sem lék Happy Gilmore, sendi Zalatoris meðal annars skilaboð á meðan á Masters stóð. Zalatoris svaraði þeim og sagðist ávallt til þjónustu reiðubúinn fyrir Happy Gilmore. If you re ever in need of a caddie again let me know. I ll be better this time. I m always available for you, Mr. Gilmore. https://t.co/R1e8awZIvh— Will Zalatoris (@WillZalatoris) April 12, 2021 Þegar þetta er skrifað er Zalatoris á tveimur höggum undir pari á Opna breska, þremur höggum á eftir efstu mönnum, Jordan Spieth og Louis Oosthuzien. Auk arnarins hefur Zalatoris fengið fjóra fugla á fyrstu þrettán holunum. Fylgjast má með Opna breska í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Útsendingartíma má sjá hér. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Opna breska Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti