Segir að DeChambeau sé martraðarviðskiptavinur og líkir honum við frekt barn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2021 08:01 Fátt gekk upp hjá Bryson DeChambeau á fyrsta degi Opna breska meistaramótsins. getty/Keyur Khamar Starfsmenn golfkylfuframleiðandans Cobra segja að Bryson DeChambeau sé martraðarviðskiptavinur og líkja honum við frekt barn eftir að hann sagði að sérhannaður dræver hans frá fyrirtækinu væri ömurlegur. DeChambeau náði sér ekki á strik á fyrsta hring Opna breska meistaramótsins í golfi og gekk sérstaklega illa að hitta flatirnar. Bandaríkjamaðurinn ákvað að kenna drævernum sínum, sem Cobra sérhannaði fyrir hann, um og sagði að hann væri ömurlegur. Ummæli DeChambeaus fóru illa í æðstu presta hjá Cobra sem svöruðu fyrir sig og spöruðu ekki stóru orðin. „Það er mjög sárt þegar hann segir eitthvað svona heimskulegt. Hann hefur í raun aldrei verið ánægður. Það er mjög sjaldgæft að hann sé ánægður. Allir gera allt fyrir hann,“ sagði Ben Schomin, starfsmaður Cobra. „Þetta er eins og þegar átta ára gamall krakki fer í fýlu við þig. Hann segist kannski hata þig en dregur það svo til baka þegar þú spyrð hann af hverju hann hafi sagt það og segist hann ekki hafa meint það.“ Það var svo nákvæmlega það sem gerðist en DeChambeau baðst afsökunar á ummælum sínum. Hann sagðist hafa hlaupið á sig og að hann hefði verið ömurlegur í gær, ekki kylfan. View this post on Instagram A post shared by Bryson DeChambeau (@brysondechambeau) DeChambeau lék fyrsta hringinn á Opna breska á einu höggi yfir pari og er í 73. sæti mótsins. Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuzien er með forystu en hann lék fyrsta hringinn á sex höggum undir pari. Fylgjast má með Opna breska í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Opna breska Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
DeChambeau náði sér ekki á strik á fyrsta hring Opna breska meistaramótsins í golfi og gekk sérstaklega illa að hitta flatirnar. Bandaríkjamaðurinn ákvað að kenna drævernum sínum, sem Cobra sérhannaði fyrir hann, um og sagði að hann væri ömurlegur. Ummæli DeChambeaus fóru illa í æðstu presta hjá Cobra sem svöruðu fyrir sig og spöruðu ekki stóru orðin. „Það er mjög sárt þegar hann segir eitthvað svona heimskulegt. Hann hefur í raun aldrei verið ánægður. Það er mjög sjaldgæft að hann sé ánægður. Allir gera allt fyrir hann,“ sagði Ben Schomin, starfsmaður Cobra. „Þetta er eins og þegar átta ára gamall krakki fer í fýlu við þig. Hann segist kannski hata þig en dregur það svo til baka þegar þú spyrð hann af hverju hann hafi sagt það og segist hann ekki hafa meint það.“ Það var svo nákvæmlega það sem gerðist en DeChambeau baðst afsökunar á ummælum sínum. Hann sagðist hafa hlaupið á sig og að hann hefði verið ömurlegur í gær, ekki kylfan. View this post on Instagram A post shared by Bryson DeChambeau (@brysondechambeau) DeChambeau lék fyrsta hringinn á Opna breska á einu höggi yfir pari og er í 73. sæti mótsins. Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuzien er með forystu en hann lék fyrsta hringinn á sex höggum undir pari. Fylgjast má með Opna breska í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Opna breska Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira